Útlit fyrir líflegt ferðasumar Eiður Þór Árnason skrifar 4. júní 2021 12:02 Um þriðjungur Íslendinga ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagasamtaka á ferðalögum sínum í sumar samkvæmt könnuninni. Vísir/Vilhelm Um níu af hverjum tíu landsmönnum ætla í ferðalag innanlands í sumar þar sem gist er eina nótt eða lengur og ætlar tæplega helmingur að gista á hóteli. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar á vegum Ferðamálastofu. Afstaða fólks til utanlandsferða hefur ekki breyst frá fyrri mælingu sem framkvæmd var í janúar og febrúar, þrátt fyrir að mun stærri hluti þjóðarinnar hafi nú verið bólusettur. Samkvæmt nýju könnuninni hyggjast um 38,3% svarenda ætla að ferðast svipað mikið erlendis í ár og í fyrra, 32,3% meira og 29,3% minna. Tæplega þrír af hverjum fimm ætla að ferðast álíka mikið innanlands og í fyrra, tæplega þriðjungur meira og einn af hverjum tíu minna. Áform um innanlandsferðir hafa lítið breyst frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Flestir ætla í þrjár ferðir 91,3% svarenda sögðust ætla að ferðast innanlands í sumar og gera landsmenn ráð fyrir að fara í að jafnaði 3,1 ferðalag í sumar. Einn af hverjum tíu ætlar í eina ferð, um fjórðungur í tvær ferðir og tæplega fimmtungur þrjár ferðir. Tæplega tveir af hverjum fimm ætla í fjórar eða fleiri ferðir. Flestir ætla í sumarbústaðaferð eða þrír af hverjum fimm. Þar á eftir koma heimsóknir til vina og ættingja (44%), borgar- og bæjarferðir (44%), ferðir með vinahópi eða klúbbfélögum (36%) og útivistarferðir (32%). Yngra fólk ólíklegra til að gista á hóteli Tæplega helmingur landsmanna ætlar að nýta sér hótelgistingu á ferðalögum innanlands í sumar líkt og áður segir. Þeim mun hærri sem fjölskyldutekjurnar eru því líklegra er fólk að nýta sér hótelgistingu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Yngsti aldurshópurinn virðist ekki ætla að nýta hótelgistingu í sama mæli og þeir sem eldri eru. Um tveir af hverjum fimm ætla að gista hjá vinum og ættingjum eða í sumarhúsi í einkaeign og um þriðjungur ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagasamtaka. Aðra tegund gistingar ætla landsmenn að nýta í minna mæli. Könnunin var framkvæmd af Gallup dagana 14. til 27. maí og samanstóð af sex spurningum um ferðaáform landsmanna næstu þrjá mánuði. Sömu spurningar voru lagðar fyrir fyrr á árinu. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira
Afstaða fólks til utanlandsferða hefur ekki breyst frá fyrri mælingu sem framkvæmd var í janúar og febrúar, þrátt fyrir að mun stærri hluti þjóðarinnar hafi nú verið bólusettur. Samkvæmt nýju könnuninni hyggjast um 38,3% svarenda ætla að ferðast svipað mikið erlendis í ár og í fyrra, 32,3% meira og 29,3% minna. Tæplega þrír af hverjum fimm ætla að ferðast álíka mikið innanlands og í fyrra, tæplega þriðjungur meira og einn af hverjum tíu minna. Áform um innanlandsferðir hafa lítið breyst frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Flestir ætla í þrjár ferðir 91,3% svarenda sögðust ætla að ferðast innanlands í sumar og gera landsmenn ráð fyrir að fara í að jafnaði 3,1 ferðalag í sumar. Einn af hverjum tíu ætlar í eina ferð, um fjórðungur í tvær ferðir og tæplega fimmtungur þrjár ferðir. Tæplega tveir af hverjum fimm ætla í fjórar eða fleiri ferðir. Flestir ætla í sumarbústaðaferð eða þrír af hverjum fimm. Þar á eftir koma heimsóknir til vina og ættingja (44%), borgar- og bæjarferðir (44%), ferðir með vinahópi eða klúbbfélögum (36%) og útivistarferðir (32%). Yngra fólk ólíklegra til að gista á hóteli Tæplega helmingur landsmanna ætlar að nýta sér hótelgistingu á ferðalögum innanlands í sumar líkt og áður segir. Þeim mun hærri sem fjölskyldutekjurnar eru því líklegra er fólk að nýta sér hótelgistingu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Yngsti aldurshópurinn virðist ekki ætla að nýta hótelgistingu í sama mæli og þeir sem eldri eru. Um tveir af hverjum fimm ætla að gista hjá vinum og ættingjum eða í sumarhúsi í einkaeign og um þriðjungur ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagasamtaka. Aðra tegund gistingar ætla landsmenn að nýta í minna mæli. Könnunin var framkvæmd af Gallup dagana 14. til 27. maí og samanstóð af sex spurningum um ferðaáform landsmanna næstu þrjá mánuði. Sömu spurningar voru lagðar fyrir fyrr á árinu.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira