Hvers vegna eru HPV mælingar ekki framkvæmdar á Landspítalanum? Auður Eiríksdóttir skrifar 3. júní 2021 09:31 Á Fésbókarsíðunni „Aðför að heilsu kvenna“ má sjá fjölmargar reynslusögur kvenna sem beðið hafa mánuðum saman eftir svörum eftir leghálssýnatöku og fá þau ekki þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Boðunarkerfi virðist ekki vera í lagi þar sem margar konur kvarta yfir því að fá ekki boðun í skimun. Skimunarferli þarf að vera mjög skipulegt og eftirfylgni þarf að vera pottþétt. Skimun er gagnlaus ef engin er eftirfylgni. Svör berast seint og illa til kvenna og virðist i mörgum tilfellum ekki skila sér. Er ástæðan tafir i Danmörku á úrlestri sýna eða skrifast það algerlega á heilsugæsluna? Er ekki búið að setja upp kerfi sem vinnandi er með? Reynsla Krabbameinsfélagsins af því að senda HPV sýni til Svíþjóðar var sú að of mikill tími fór í merkingar og pökkun, sendingartími var oft of langur, íslensku sýnin voru ekki i neinum forgangi og svartími í heild of langur. Mikil breyting varð á þegar Landspítali tók við mælingunum. Sýni voru send á mánudögum og svör bárust 2-3 dögum seinna og voru færð rafrænt inn í skimunarkerfið samdægurs. Á þeim tíma voru mæld um 6000 HPV sýni árlega og eingöngu ef frumusýni greindist með breytingar. Nú er hinsvegar byrjað á því að HPV mæla sýni frá konum 30 ára og eldri og frumusýni aðeins skoðuð ef HPV greinist. Áfram er þó fyrst skoðað frumusýni hjá konum yngri en 30 ára. Það er ekki að ástæðulausu að hægt er að mæla með því að HPV mælingar fari fram á Landspítalanum. Tæki þar eru fyrsta flokks og algerlega sambærileg við þau sem eru í notkun á hinum Norðurlöndunum. Nýjasta tækið, Cobas 8800, er mjög afkastamikið. Þegar þessar breytingar á skimuninni hafa verið gerðar má gera ráð fyrir að hlutfall frumusýna með forstigsbreytingum aukist verulega. Með gervigreindarskimun á frumusýnum sem tekin hafði verið upp hjá Krabbameinsfélaginu má ætla að vel sé hægt að sinna þessum hluta skimunar ásamt með öðrum frumu og vefjasýnagreiningum sem framkvæmdar eru á meinafræðideild Landspítala. Tveir meinafræðingar sem sérhæfðir eru í frumugreiningu (cytology) vinna á meinafræðideildinni og hafa báðir langa starfsreynslu bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Lífeindafræðingar frumurannsóknastofu hafa ekki verið ráðnir til vinnu í sínu fagi og má segja að þar sé mannauði fleygt á glæ. Utanumhald og eftirfylgni var mjög stór þáttur í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins og því miður virðist ansi mikið skorta á að slíkt sé í lagi þessa mánuði sem heilsugæslan hefur haft skimunina á sínum snærum ef marka má frásagnir kvenna. Gera þarf óháða úttekt og fara vandlega í saumana á öllum þáttum skimunarferlisins eins og það er í dag. Taka þarf umkvartanir fólks til greina og taka ákvörðun um að gera betur í allri framkvæmd. Flytja þarf úrvinnslu sýna til Landspítala og koma upp virku boðunar og eftirlitskerfi. Höfundur er lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Fésbókarsíðunni „Aðför að heilsu kvenna“ má sjá fjölmargar reynslusögur kvenna sem beðið hafa mánuðum saman eftir svörum eftir leghálssýnatöku og fá þau ekki þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Boðunarkerfi virðist ekki vera í lagi þar sem margar konur kvarta yfir því að fá ekki boðun í skimun. Skimunarferli þarf að vera mjög skipulegt og eftirfylgni þarf að vera pottþétt. Skimun er gagnlaus ef engin er eftirfylgni. Svör berast seint og illa til kvenna og virðist i mörgum tilfellum ekki skila sér. Er ástæðan tafir i Danmörku á úrlestri sýna eða skrifast það algerlega á heilsugæsluna? Er ekki búið að setja upp kerfi sem vinnandi er með? Reynsla Krabbameinsfélagsins af því að senda HPV sýni til Svíþjóðar var sú að of mikill tími fór í merkingar og pökkun, sendingartími var oft of langur, íslensku sýnin voru ekki i neinum forgangi og svartími í heild of langur. Mikil breyting varð á þegar Landspítali tók við mælingunum. Sýni voru send á mánudögum og svör bárust 2-3 dögum seinna og voru færð rafrænt inn í skimunarkerfið samdægurs. Á þeim tíma voru mæld um 6000 HPV sýni árlega og eingöngu ef frumusýni greindist með breytingar. Nú er hinsvegar byrjað á því að HPV mæla sýni frá konum 30 ára og eldri og frumusýni aðeins skoðuð ef HPV greinist. Áfram er þó fyrst skoðað frumusýni hjá konum yngri en 30 ára. Það er ekki að ástæðulausu að hægt er að mæla með því að HPV mælingar fari fram á Landspítalanum. Tæki þar eru fyrsta flokks og algerlega sambærileg við þau sem eru í notkun á hinum Norðurlöndunum. Nýjasta tækið, Cobas 8800, er mjög afkastamikið. Þegar þessar breytingar á skimuninni hafa verið gerðar má gera ráð fyrir að hlutfall frumusýna með forstigsbreytingum aukist verulega. Með gervigreindarskimun á frumusýnum sem tekin hafði verið upp hjá Krabbameinsfélaginu má ætla að vel sé hægt að sinna þessum hluta skimunar ásamt með öðrum frumu og vefjasýnagreiningum sem framkvæmdar eru á meinafræðideild Landspítala. Tveir meinafræðingar sem sérhæfðir eru í frumugreiningu (cytology) vinna á meinafræðideildinni og hafa báðir langa starfsreynslu bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Lífeindafræðingar frumurannsóknastofu hafa ekki verið ráðnir til vinnu í sínu fagi og má segja að þar sé mannauði fleygt á glæ. Utanumhald og eftirfylgni var mjög stór þáttur í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins og því miður virðist ansi mikið skorta á að slíkt sé í lagi þessa mánuði sem heilsugæslan hefur haft skimunina á sínum snærum ef marka má frásagnir kvenna. Gera þarf óháða úttekt og fara vandlega í saumana á öllum þáttum skimunarferlisins eins og það er í dag. Taka þarf umkvartanir fólks til greina og taka ákvörðun um að gera betur í allri framkvæmd. Flytja þarf úrvinnslu sýna til Landspítala og koma upp virku boðunar og eftirlitskerfi. Höfundur er lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar