Biðlistastjóri ríkisins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2021 15:01 Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót. Það er hins vegar ekki reyndin. Þvert á móti virðist hin ósýnilega ríkisstofnun „Biðlistastjóri ríkisins“ hafa fest sig í sessi og það sem verra er, bætt við sig mannskap. Hjá þeim er allt að gerast og það gengur vel. Biðlistar halda áfram að lengjast og þeim fjölgar með dyggum stuðningi ríkisstjórnar. Skoðum helstu verkefni Biðlistastjóra ríkisins: Aðför að heilsu kvenna og geðheilbrigði Skimanir kvenna vegna leghálskrabbameina eru í lamasessi eins og þekkt er. Konur fá ekki niðurstöður fyrr en eftir dúk og disk, ef þær fá þá svör á annað borð. Lítið heyrist frá heilbrigðisráðherra sem hefur sett sjálfa sig á bið eftir skýrslu um málið. Á meðan ríkir óvissan. Það sama gildir um nýtt fyrirkomulag vegna brjóstakrabbameins. Yfir þúsund börn eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð hjá opinbera heilbrigðiskerfinu. Lengstur er biðlistinn eftir þjónustu Þroska- og hegðunarmiðstöðvar. Biðlistar til að fá greiningu og meðferð sem er síðan forsenda fyrir stuðningi í skólakerfinu. Fyrir fullorðna fólkið er staðan einnig grafalvarleg. Hvert sem litið erblasa við biðlistar. Viðreisn náði í gegn frumvarpi sem varð að lögum um að niðurgreiða þessa þjónustu en hver tími kostar um 15-20 þúsund krónur. Áherslan var á að gera andlega líðan jafngilda líkamlegri líðan í heilbrigðiskerfinu. En jafnframt átti að koma til móts við yngra og efnaminna fólk. Ekkert fjármagn fæst í verkefnið hjá ríkisstjórninni þótt það gæti stytt biðlista og tryggt lífsnauðsynlega þjónustu. Líklega þarf aðra ríkisstjórn en þessa til að klára málið. Börn á biðlistum og sjúkraþjálfun í uppnámi Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista eftir tíma. Um 300-400 manns bíða vikum saman eftir því að komast að hjá sjúkraþjálfurum. Formaður félags sjúkraþjálfara hefur sagt að einn mesti stressþáttur sjúkraþjálfara séu biðlistar og álagið sem fylgir því að vita að fleiri hundruð manns bíða. Biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Ekki liggur fyrir verksamningur um þjónustu á milli SÍ og sjúkraþjálfara og takmarkaðir fjármunir eru settir í þjónustuna. Svo eru það mjaðma- og liðskiptaaðgerðirnar. Sagan endalausa. Þar sem íslenska ríkinu finnst ásættanlegt að senda fólk til Svíþjóðar í allt að þrefalt dýrari aðgerðir en það myndi kosta að tryggja þjónustuna hér heima, óháð rekstrarformi. Biðlistar halda því áfram að hrannast upp og þörfin eykst. En ekki bólar á vilja til að leysa málið. Biðlistastjóri ríkisins er því nokkuð sáttur, hann stendur sig í stykkinu. Það er dýrkeypt að bíða Það er fátt dýrara í heilbrigðiskerfinu en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Á hverjum degi erum við að missa af tækifærum til að koma til móts við þarfir fólks. Tíminn sem fer í að vera á biðlista, hvort sem er með börn eða fullorðna kemur aldrei aftur. Um er að ræða óafturkræft tap í skólakerfinu fyrir börnin okkar, bæði náms- og félagslega. Vinnu- og færnitap fyrir fullorðna fólkið okkar. Lyfjakostnaður eykst og andlegri líðan hrakar. Allir tapa. Nema Biðlistastjórinn. Það ætti að vera eitt mesta kappsmál stjórnvalda að tryggja þessa þjónustu og útrýma biðlistum. Það er oft talað um að minnka þurfi báknið. Fyrsta skrefið ætti því að vera að leggja niður Biðlistastjóra ríkisins og setja þjónustu og þarfir fólks í forgang. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót. Það er hins vegar ekki reyndin. Þvert á móti virðist hin ósýnilega ríkisstofnun „Biðlistastjóri ríkisins“ hafa fest sig í sessi og það sem verra er, bætt við sig mannskap. Hjá þeim er allt að gerast og það gengur vel. Biðlistar halda áfram að lengjast og þeim fjölgar með dyggum stuðningi ríkisstjórnar. Skoðum helstu verkefni Biðlistastjóra ríkisins: Aðför að heilsu kvenna og geðheilbrigði Skimanir kvenna vegna leghálskrabbameina eru í lamasessi eins og þekkt er. Konur fá ekki niðurstöður fyrr en eftir dúk og disk, ef þær fá þá svör á annað borð. Lítið heyrist frá heilbrigðisráðherra sem hefur sett sjálfa sig á bið eftir skýrslu um málið. Á meðan ríkir óvissan. Það sama gildir um nýtt fyrirkomulag vegna brjóstakrabbameins. Yfir þúsund börn eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð hjá opinbera heilbrigðiskerfinu. Lengstur er biðlistinn eftir þjónustu Þroska- og hegðunarmiðstöðvar. Biðlistar til að fá greiningu og meðferð sem er síðan forsenda fyrir stuðningi í skólakerfinu. Fyrir fullorðna fólkið er staðan einnig grafalvarleg. Hvert sem litið erblasa við biðlistar. Viðreisn náði í gegn frumvarpi sem varð að lögum um að niðurgreiða þessa þjónustu en hver tími kostar um 15-20 þúsund krónur. Áherslan var á að gera andlega líðan jafngilda líkamlegri líðan í heilbrigðiskerfinu. En jafnframt átti að koma til móts við yngra og efnaminna fólk. Ekkert fjármagn fæst í verkefnið hjá ríkisstjórninni þótt það gæti stytt biðlista og tryggt lífsnauðsynlega þjónustu. Líklega þarf aðra ríkisstjórn en þessa til að klára málið. Börn á biðlistum og sjúkraþjálfun í uppnámi Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista eftir tíma. Um 300-400 manns bíða vikum saman eftir því að komast að hjá sjúkraþjálfurum. Formaður félags sjúkraþjálfara hefur sagt að einn mesti stressþáttur sjúkraþjálfara séu biðlistar og álagið sem fylgir því að vita að fleiri hundruð manns bíða. Biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Ekki liggur fyrir verksamningur um þjónustu á milli SÍ og sjúkraþjálfara og takmarkaðir fjármunir eru settir í þjónustuna. Svo eru það mjaðma- og liðskiptaaðgerðirnar. Sagan endalausa. Þar sem íslenska ríkinu finnst ásættanlegt að senda fólk til Svíþjóðar í allt að þrefalt dýrari aðgerðir en það myndi kosta að tryggja þjónustuna hér heima, óháð rekstrarformi. Biðlistar halda því áfram að hrannast upp og þörfin eykst. En ekki bólar á vilja til að leysa málið. Biðlistastjóri ríkisins er því nokkuð sáttur, hann stendur sig í stykkinu. Það er dýrkeypt að bíða Það er fátt dýrara í heilbrigðiskerfinu en að láta fólk bíða eftir þjónustu. Á hverjum degi erum við að missa af tækifærum til að koma til móts við þarfir fólks. Tíminn sem fer í að vera á biðlista, hvort sem er með börn eða fullorðna kemur aldrei aftur. Um er að ræða óafturkræft tap í skólakerfinu fyrir börnin okkar, bæði náms- og félagslega. Vinnu- og færnitap fyrir fullorðna fólkið okkar. Lyfjakostnaður eykst og andlegri líðan hrakar. Allir tapa. Nema Biðlistastjórinn. Það ætti að vera eitt mesta kappsmál stjórnvalda að tryggja þessa þjónustu og útrýma biðlistum. Það er oft talað um að minnka þurfi báknið. Fyrsta skrefið ætti því að vera að leggja niður Biðlistastjóra ríkisins og setja þjónustu og þarfir fólks í forgang. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar