Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. júní 2021 13:01 „Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum“ sagði vitur maður hér einu sinni og við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum. Við stöndum í anddyri þriðju byltingar mannkynsins, tæknibyltingarinnar, heimurinn verður ekki áhugaverðari en það. En slíkum breytingum fylgja miklar raskanir á lífi fólks, heimsmyndin, sjálfsmyndin og væntingar breytast hratt og reynist mörgum erfiðlega að aðlagast. Flestir eru þannig innréttaðir að tap er verra en ágóði. Vonbrigðin þegar maður tapar þúsundkallinum eru meiri en gleðin sem fylgir óvæntri þúsund króna búbót. Hinn vestræni iðnvæddi heimur sem ég fæddist inn í hefur verið, undanfarna tvo áratugi, að af-iðnvæðast. Störf sem áður voru talin örugg og góð eru nú horfin til svæða langt í burtu. Komin eru ný störf sem krefjast einhvers annars af okkur. Þetta hefur haft það í för með sér að stolt, lífsbjargir, framtíðarsýn og persónuleg auðkenni fjölda fólks hefur horfið og fólki líkar ekki að tapa því sem það hefur. Þegar fólk upplifir slíkar breytingar er eðlilegt að kenna einhverjum um þennan þjófnað og einfaldast er að benda á þann sem nýtur ávinningsins af tapi manns og það eru þeir sem „tóku“ störfin. Mér verður oft hugsað til afa míns og nafna en þegar hann var 17 ára og amma ólétt var honum rétt handrit að lífinu ef svo má að orði komast. Honum var kippt í klæðskeranám og fljótlega eftir það fékk hann starf hjá Sambandinu og starfaði hjá Gefjun alla sína ævi við að sníða og sauma föt á landann. Amma og afi áttu gott líf, framtíðin var örugg og að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Þeir sem fengu þetta handrit að lífinu á síðustu öld geta fleygt því handriti því við erum komin í allt annað leikrit. Það leikrit er án handrits, það er eins konar spunaleikhús. Það krefst allt annars af okkur en þess sem iðnaðarsamfélagið kenndi okkur. Þeir sem verða hvað verst úti í þessari byltingu eru þeir sem hafa hvað minnstu menntunina og þeir sem eiga hvað erfiðast með að aðlagast nýjum veruleika. Því eru það eðlileg varnarviðbrögð að horfa til fortíðar í stað framtíðar og spyrja sig „af hverju getum við ekki haft þetta eins og það var?“ Eitt af því sem samfélagið þarf að gera er að huga betur að þessum hópi fólks sem hefur tapað ótrúlega miklu og er í vanda við að fóta sig í síkvikum og síbreytilegum veruleika. Hvernig getum við sem samfélag stutt við þennan hóp þannig að hann finni farveg fyrir hæfileika sína og færni? Ég held nefnilega að hlutverk samfélagsins, en þá á ég við skólakerfið, félagskerfið, stjórnmálin og atvinnulífið, sé að vernda fólkið en samfélagið hefur á tíðum reynt að vernda störfin því það er auðveldara. Störfin koma og fara en fólkið er og verður alltaf. Gæði samfélaga ræðst af því hvernig við styðjum við þá sem höllustum fæti standa á hverjum tíma. Við verðum að hlusta á hvað hinar reiðu raddir eru að segja. Ef við gerum það ekki munu þær finna sér farveg engum til heilla. Við erum farin að sjá þá þróun m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evrópu. Við sjáum þessa þróun hér á Íslandi. Þróunin er tilbrigði við gömul stef, tortryggni, skýrar hópaskiptingar, fortíðarþrá, einangrunarhyggja, útlendingaandúð og almenn óþolinmæði gagnvart öðru fólki með ólíkar skoðanir. Það er auðvelt að mótivera reitt fólk og við sjáum það að hér á landi eru margir snjallir stjórnmálamenn sem kunna retóríkina og hafa nýtt sér hana sér til handa. Vandinn er þó í grunninn sá að við sem samfélag höfum ekki hlustað á áhyggjur og ótta þess hóps sem telur sig hafa misst mest á þessum „áhugaverðu“ tímum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum“ sagði vitur maður hér einu sinni og við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum. Við stöndum í anddyri þriðju byltingar mannkynsins, tæknibyltingarinnar, heimurinn verður ekki áhugaverðari en það. En slíkum breytingum fylgja miklar raskanir á lífi fólks, heimsmyndin, sjálfsmyndin og væntingar breytast hratt og reynist mörgum erfiðlega að aðlagast. Flestir eru þannig innréttaðir að tap er verra en ágóði. Vonbrigðin þegar maður tapar þúsundkallinum eru meiri en gleðin sem fylgir óvæntri þúsund króna búbót. Hinn vestræni iðnvæddi heimur sem ég fæddist inn í hefur verið, undanfarna tvo áratugi, að af-iðnvæðast. Störf sem áður voru talin örugg og góð eru nú horfin til svæða langt í burtu. Komin eru ný störf sem krefjast einhvers annars af okkur. Þetta hefur haft það í för með sér að stolt, lífsbjargir, framtíðarsýn og persónuleg auðkenni fjölda fólks hefur horfið og fólki líkar ekki að tapa því sem það hefur. Þegar fólk upplifir slíkar breytingar er eðlilegt að kenna einhverjum um þennan þjófnað og einfaldast er að benda á þann sem nýtur ávinningsins af tapi manns og það eru þeir sem „tóku“ störfin. Mér verður oft hugsað til afa míns og nafna en þegar hann var 17 ára og amma ólétt var honum rétt handrit að lífinu ef svo má að orði komast. Honum var kippt í klæðskeranám og fljótlega eftir það fékk hann starf hjá Sambandinu og starfaði hjá Gefjun alla sína ævi við að sníða og sauma föt á landann. Amma og afi áttu gott líf, framtíðin var örugg og að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Þeir sem fengu þetta handrit að lífinu á síðustu öld geta fleygt því handriti því við erum komin í allt annað leikrit. Það leikrit er án handrits, það er eins konar spunaleikhús. Það krefst allt annars af okkur en þess sem iðnaðarsamfélagið kenndi okkur. Þeir sem verða hvað verst úti í þessari byltingu eru þeir sem hafa hvað minnstu menntunina og þeir sem eiga hvað erfiðast með að aðlagast nýjum veruleika. Því eru það eðlileg varnarviðbrögð að horfa til fortíðar í stað framtíðar og spyrja sig „af hverju getum við ekki haft þetta eins og það var?“ Eitt af því sem samfélagið þarf að gera er að huga betur að þessum hópi fólks sem hefur tapað ótrúlega miklu og er í vanda við að fóta sig í síkvikum og síbreytilegum veruleika. Hvernig getum við sem samfélag stutt við þennan hóp þannig að hann finni farveg fyrir hæfileika sína og færni? Ég held nefnilega að hlutverk samfélagsins, en þá á ég við skólakerfið, félagskerfið, stjórnmálin og atvinnulífið, sé að vernda fólkið en samfélagið hefur á tíðum reynt að vernda störfin því það er auðveldara. Störfin koma og fara en fólkið er og verður alltaf. Gæði samfélaga ræðst af því hvernig við styðjum við þá sem höllustum fæti standa á hverjum tíma. Við verðum að hlusta á hvað hinar reiðu raddir eru að segja. Ef við gerum það ekki munu þær finna sér farveg engum til heilla. Við erum farin að sjá þá þróun m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evrópu. Við sjáum þessa þróun hér á Íslandi. Þróunin er tilbrigði við gömul stef, tortryggni, skýrar hópaskiptingar, fortíðarþrá, einangrunarhyggja, útlendingaandúð og almenn óþolinmæði gagnvart öðru fólki með ólíkar skoðanir. Það er auðvelt að mótivera reitt fólk og við sjáum það að hér á landi eru margir snjallir stjórnmálamenn sem kunna retóríkina og hafa nýtt sér hana sér til handa. Vandinn er þó í grunninn sá að við sem samfélag höfum ekki hlustað á áhyggjur og ótta þess hóps sem telur sig hafa misst mest á þessum „áhugaverðu“ tímum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun