Ekki gleyma okkur – við eigum mikið undir! Laufey Sif Lárusdóttir skrifar 1. júní 2021 06:02 Fyrstu bólusettu ferðamennirnir lentu á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí og fer sem betur fer stöðugt fjölgandi. Um leið vakna vonir um að við séum saman að sigla út úr þessari lægð og segja skilið við sögulegt atvinnuleysi og eina dýpstu kreppu sem við höfum séð í hundrað ár. Af Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa og aðildarfélögum þeirra er það hins vegar að frétta að við virðumst hafa gleymst. Íslensku handverksbrugghúsin sem telja á þriðja tug, tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og hvað sem afkomu þeirra líður skila þau tugum milljóna í skatttekjur á ári. Handverksbrugghúsin eru mikil lyftistöng fyrir nærumhverfi sitt. Sum þeirra eru staðsett á svæðum sem teljast til brothættra byggða þar sem hvert starf skiptir sköpum fyrir samfélagið. Í byrjun árs lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp um heimild fyrir íslensk handverksbrugghús til þess að selja vörur sínar beint á framleiðslustað. Þetta mál skiptir miklu máli þegar litið er til framtíðarmöguleika þessarar iðngreinar sem hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Þessi lagabreyting er sáraeinföld og staðreyndin er sú að ef brugghúsum yrði leyft að selja vörur sínar beint á framleiðslustað væri aðgengi að áfengi ekki að aukast. Eini munurinn væri sá að bjórdós, sem þegar má selja opna, mætti selja lokaða til innlendra og erlendra ferðamanna. Vörurnar yrðu einungis seldar á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupsaldri má koma saman, rétt eins og gildir á vínveitingastöðum. Árið 2021 viljum við geta státað okkur af því að búa í samfélagi sem styður við innlenda framleiðslu. Brugghús eru hluti af þeirri mynd. Þau stunda viðskipti á hagkvæman og umhverfisvænan hátt og þessi lagabreyting hefði jákvæð áhrif fyrir neytendur, umhverfið og um leið afkomu brugghúsanna. Þannig væri iðngreininni veitt tækifæri til þess að standa stöðugri, skapa fleiri störf og auka tekjur fyrir byggðalögin og ríkissjóð. Ferðamannasumarið er að hefjast og við finnum fyrir miklum áhuga á íslenskum, ferskum og fjölbreyttum vörum. Þinglok nálgast óðfluga en ekkert hefur spurst til frumvarpsins frá því að ráðherra lagði það fram. Ekki gleyma okkur - þetta sumar skiptir okkur miklu máli til að ná öflugri viðspyrnu eftir erfitt ár. Nú er tíminn fyrir þingmenn allra flokka að sameinast um þetta mál. Við erum nefnilega mörg og allskonar, einstaklingar og byggðalög, sem eigum mikið undir. Höfundur er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og skrifar fyrir þeirra hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Fyrstu bólusettu ferðamennirnir lentu á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí og fer sem betur fer stöðugt fjölgandi. Um leið vakna vonir um að við séum saman að sigla út úr þessari lægð og segja skilið við sögulegt atvinnuleysi og eina dýpstu kreppu sem við höfum séð í hundrað ár. Af Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa og aðildarfélögum þeirra er það hins vegar að frétta að við virðumst hafa gleymst. Íslensku handverksbrugghúsin sem telja á þriðja tug, tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og hvað sem afkomu þeirra líður skila þau tugum milljóna í skatttekjur á ári. Handverksbrugghúsin eru mikil lyftistöng fyrir nærumhverfi sitt. Sum þeirra eru staðsett á svæðum sem teljast til brothættra byggða þar sem hvert starf skiptir sköpum fyrir samfélagið. Í byrjun árs lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp um heimild fyrir íslensk handverksbrugghús til þess að selja vörur sínar beint á framleiðslustað. Þetta mál skiptir miklu máli þegar litið er til framtíðarmöguleika þessarar iðngreinar sem hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Þessi lagabreyting er sáraeinföld og staðreyndin er sú að ef brugghúsum yrði leyft að selja vörur sínar beint á framleiðslustað væri aðgengi að áfengi ekki að aukast. Eini munurinn væri sá að bjórdós, sem þegar má selja opna, mætti selja lokaða til innlendra og erlendra ferðamanna. Vörurnar yrðu einungis seldar á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupsaldri má koma saman, rétt eins og gildir á vínveitingastöðum. Árið 2021 viljum við geta státað okkur af því að búa í samfélagi sem styður við innlenda framleiðslu. Brugghús eru hluti af þeirri mynd. Þau stunda viðskipti á hagkvæman og umhverfisvænan hátt og þessi lagabreyting hefði jákvæð áhrif fyrir neytendur, umhverfið og um leið afkomu brugghúsanna. Þannig væri iðngreininni veitt tækifæri til þess að standa stöðugri, skapa fleiri störf og auka tekjur fyrir byggðalögin og ríkissjóð. Ferðamannasumarið er að hefjast og við finnum fyrir miklum áhuga á íslenskum, ferskum og fjölbreyttum vörum. Þinglok nálgast óðfluga en ekkert hefur spurst til frumvarpsins frá því að ráðherra lagði það fram. Ekki gleyma okkur - þetta sumar skiptir okkur miklu máli til að ná öflugri viðspyrnu eftir erfitt ár. Nú er tíminn fyrir þingmenn allra flokka að sameinast um þetta mál. Við erum nefnilega mörg og allskonar, einstaklingar og byggðalög, sem eigum mikið undir. Höfundur er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og skrifar fyrir þeirra hönd.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun