Í tilkynningu kemur fram að þau hafi öll hafið störf hjá stofunni.
„Salka Þorsteinsdóttir er grafískur hönnuður, FÍT. Salka er með B.A í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Hún starfaði áður sem grafískur hönnuður á Íslensku auglýsingastofunni árin 2016-2020.
Kristján Gauti Karlsson er texta- og hugmyndasmiður. Kristján er með B.A. í íslensku frá Háskóla Íslands og starfaði áður sem blaðamaður á Skessuhorni árin 2015-2021.
Anna Bergmann er samfélagsmiðlafulltrúi í efnisframleiðslu. Anna er með B.A. í Fashion Business, Communication and Media frá Istituto Marangoni í Mílanó. Hún hefur bloggað á Trendnet undanfarin 2 ár og starfaði sem markaðsfulltrúi hjá ChitoCare árið 2020.
Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir er grafískur hönnuður, FÍT. Margrét er með B.A. í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Hún var áður sjálfstætt starfandi,“ segir í tilkynningunni.