Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2021 22:33 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Arnar Halldórsson Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. Þegar stjórn Icelandair ákvað árið 2012 að endurnýja flugflotann með 737 Max-þotum voru enn fjögur ár í fyrsta flug vélarinnar en fyrir lágu útreikningar um að þær yrðu 23 prósent sparneytnari en Boeing 757 þoturnar. Núna þegar reynsla er komin á rekstur þeirra sér flugrekstrarstjórinn að vélarnar eru mun hagkvæmari. „Reyndin er sú að þær eru 27 prósent hagkvæmari hvað varðar eldsneyti, sem er klárlega mjög ánægjulegt fyrir fyrirtækið,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Boeing 737 Max á Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn föstudag að leggja upp í fyrsta innanlandsflugið.Egill Aðalsteinsson Hann segir fjögur prósent skipta miklu máli, fyrir bæði eldsneytiskostnað og kolefnisspor. „Eldsneytisreikningur fyrirtækisins í fullum rekstri, eins og það var 2019, telur tugi milljarða á ársgrundvelli. Ég held að það hafi verið í kringum tuttugu milljarðar, ef ég man rétt.“ Þessi fjögur prósent þýða jafnframt að flugvélin er fjórum prósentum langdrægari og nýtist þar með á fleiri áfangastaði félagsins eins og Orlando og Seattle en aðeins Portland er fjarlægari. „Við höfum reiknað Maxinn inn þannig að hann geti flogið á Orlando. Ég hugsa að við komum nú ekki til með að nota hann samt sem áður á Orlando þar sem flutningar eru yfirleitt talsvert miklir á þeirri leið. En til dæmis Seattle. Við ætluðum ekki að nota Maxinn á Seattle. En sjáum fram á að hann kemur til með að þjónusta þeirri leið mjög vel,“ segir Haukur. Fyrir covid-kreppuna var Icelandair alvarlega að skoða kaup á langdrægari Airbus A321 þotum sem forstjóri Icelandair sagði fyrir tveimur árum að væru bestar til að leysa 757-vélarnar af hólmi. Með nýjar upplýsingar um getu Maxanna er orðið minna aðkallandi að endurnýja flotann með nýrri tegund. „Við sáum það út, þegar við skoðuðum þetta á sínum tíma, að Maxinn væri betri kostur. Og ég held að hann sé að sýna það í rauninni. Og hvort að við förum í ákvörðunartöku á næstu tveimur til þremur árum varðandi frekari endurnýjun á flotanum, það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það,“ segir flugrekstrarstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum. 25. maí 2021 11:55 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins. 6. desember 2012 20:12 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þegar stjórn Icelandair ákvað árið 2012 að endurnýja flugflotann með 737 Max-þotum voru enn fjögur ár í fyrsta flug vélarinnar en fyrir lágu útreikningar um að þær yrðu 23 prósent sparneytnari en Boeing 757 þoturnar. Núna þegar reynsla er komin á rekstur þeirra sér flugrekstrarstjórinn að vélarnar eru mun hagkvæmari. „Reyndin er sú að þær eru 27 prósent hagkvæmari hvað varðar eldsneyti, sem er klárlega mjög ánægjulegt fyrir fyrirtækið,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Boeing 737 Max á Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn föstudag að leggja upp í fyrsta innanlandsflugið.Egill Aðalsteinsson Hann segir fjögur prósent skipta miklu máli, fyrir bæði eldsneytiskostnað og kolefnisspor. „Eldsneytisreikningur fyrirtækisins í fullum rekstri, eins og það var 2019, telur tugi milljarða á ársgrundvelli. Ég held að það hafi verið í kringum tuttugu milljarðar, ef ég man rétt.“ Þessi fjögur prósent þýða jafnframt að flugvélin er fjórum prósentum langdrægari og nýtist þar með á fleiri áfangastaði félagsins eins og Orlando og Seattle en aðeins Portland er fjarlægari. „Við höfum reiknað Maxinn inn þannig að hann geti flogið á Orlando. Ég hugsa að við komum nú ekki til með að nota hann samt sem áður á Orlando þar sem flutningar eru yfirleitt talsvert miklir á þeirri leið. En til dæmis Seattle. Við ætluðum ekki að nota Maxinn á Seattle. En sjáum fram á að hann kemur til með að þjónusta þeirri leið mjög vel,“ segir Haukur. Fyrir covid-kreppuna var Icelandair alvarlega að skoða kaup á langdrægari Airbus A321 þotum sem forstjóri Icelandair sagði fyrir tveimur árum að væru bestar til að leysa 757-vélarnar af hólmi. Með nýjar upplýsingar um getu Maxanna er orðið minna aðkallandi að endurnýja flotann með nýrri tegund. „Við sáum það út, þegar við skoðuðum þetta á sínum tíma, að Maxinn væri betri kostur. Og ég held að hann sé að sýna það í rauninni. Og hvort að við förum í ákvörðunartöku á næstu tveimur til þremur árum varðandi frekari endurnýjun á flotanum, það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það,“ segir flugrekstrarstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum. 25. maí 2021 11:55 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins. 6. desember 2012 20:12 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum. 25. maí 2021 11:55
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00
Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins. 6. desember 2012 20:12