Fer í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 09:30 Síðustu ár Alberto Moreno hjá Liverpool voru ekki þau skemmtilegustu. EPA/PETER POWELL Alberto Moreno er enn á ný kominn í úrslitaleik í Evrópukeppni. Áður með Liverpool og Sevilla en nú með Villarreal. Hann ætti að kannast vel við mótherja kvöldsins eftir árin sín með Liverpool. Villarreal mætir Manchester United í kvöld og það halda örugglega miklu fleiri Liverpool stuðningsmenn með honum í kvöld en á erfiðum lokaárum hans sem leikmanni félagsins. Síðasti úrslitaleikur Morena í Evrópudeildinni var nefnilega mjög afdrifaríkur fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Það var árið 2016 og Liverpool missti af Meistaradeildarsæti eftir 3-1 tap á móti Sevilla í Basel. Leikurinn á móti Manchester United í kvöld er fyrsti úrslitaleikur Villarreal liðsins í Evrópu en þetta verður fimmti úrslitaleikur Alberto Moreno á sjö árum í Evrópukeppnum. Alberto Moreno says he and Santi Cazorla fight over who laughs most. Which says a lot. Few players so enjoyable to talk to: funny, open, very honest. https://t.co/XjFOvYwG2F— Sid Lowe (@sidlowe) May 25, 2021 Guardian ræddi við Alberto Moreno í tilefni af úrslitaleiknum í Gdansk. Hann grínaðist með það að hafa verið að segja liðsfélögunum sínum að þeir yrðu að vinna leikinn og fá að finna hvað Evrópudeildarbikarinn er þungur. „Hann er örugglega þyngri en Meistaradeildarbikarinn,“ sagði Alberto Moreno. „Ég var hjá Sevilla og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, fór þaðan til Liverpool og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og er síðan kominn til Villarreal og við erum komnir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Næsta lið sem ég sem við mun fá þetta inn í samninginn minn,“ sagði Moreno léttur. Unai Emery, núverandi knattspyrnustjóri Villarreal, var stjóri Sevilla þegar liðið vann Moreno og þáverandi félaga hans í Liverpool í úrslitaleiknum 2016. „Já hann segir mér frá því. Hann elskar að útskýra það hvernig hann notaði tvo bakverði á móti mér og Coutinho,“ sagði Moreno. Þessi úrslitaleikur var hins vegar mjög afdrifaríkur því Moreno fékk mikla gagnrýni og flestir hjá Liverpool misstu trúna á hann í kjölfarið. „Ég skil ekki ennþá af hverju ég fékk alla þessa gagnrýni. Þeir klobbuðu mig í fyrsta markinu en ég er varnarmaður og leikmenn fara líka framhjá Sergio Ramos, besta miðverði heims. Af hverju getur það ekki gerst fyrir mig líka,“ sagði Moreno. Alberto Moreno opens up on his time at Anfield https://t.co/a4Lr0TIHub— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 25, 2021 „Það er ekki sanngjarnt. Fólkið kenndi mér um. Bara mér. Það var eins og ég einn hefði tapað úrslitaleiknum. Það var erfitt. Ég mun fara í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool í þessum leik,“ sagði Moreno. Jürgen Klopp setti James Milner í öfugan bakvörð í stað Moreno í næsta leik og svo meiddist hann þegar hann leit út fyrir að vera að vinna sér aftur sæti í liðinu. Þá fékk Andy Robertson tækifærið í hægri bakverðinum og hefur ekki litið til baka. Síðasti leikur Moreno með Liverpool var seinni Meistaradeildarleikurinn. Hann fór í kjölfarið til Villarreal og hefur spilað það síðan. Í kvöld gæti hann hjálpað liðinu að upplifa stærstu stundina í sögu þess. Leikur Manchester United og Villarreal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Villarreal mætir Manchester United í kvöld og það halda örugglega miklu fleiri Liverpool stuðningsmenn með honum í kvöld en á erfiðum lokaárum hans sem leikmanni félagsins. Síðasti úrslitaleikur Morena í Evrópudeildinni var nefnilega mjög afdrifaríkur fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Það var árið 2016 og Liverpool missti af Meistaradeildarsæti eftir 3-1 tap á móti Sevilla í Basel. Leikurinn á móti Manchester United í kvöld er fyrsti úrslitaleikur Villarreal liðsins í Evrópu en þetta verður fimmti úrslitaleikur Alberto Moreno á sjö árum í Evrópukeppnum. Alberto Moreno says he and Santi Cazorla fight over who laughs most. Which says a lot. Few players so enjoyable to talk to: funny, open, very honest. https://t.co/XjFOvYwG2F— Sid Lowe (@sidlowe) May 25, 2021 Guardian ræddi við Alberto Moreno í tilefni af úrslitaleiknum í Gdansk. Hann grínaðist með það að hafa verið að segja liðsfélögunum sínum að þeir yrðu að vinna leikinn og fá að finna hvað Evrópudeildarbikarinn er þungur. „Hann er örugglega þyngri en Meistaradeildarbikarinn,“ sagði Alberto Moreno. „Ég var hjá Sevilla og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, fór þaðan til Liverpool og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og er síðan kominn til Villarreal og við erum komnir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Næsta lið sem ég sem við mun fá þetta inn í samninginn minn,“ sagði Moreno léttur. Unai Emery, núverandi knattspyrnustjóri Villarreal, var stjóri Sevilla þegar liðið vann Moreno og þáverandi félaga hans í Liverpool í úrslitaleiknum 2016. „Já hann segir mér frá því. Hann elskar að útskýra það hvernig hann notaði tvo bakverði á móti mér og Coutinho,“ sagði Moreno. Þessi úrslitaleikur var hins vegar mjög afdrifaríkur því Moreno fékk mikla gagnrýni og flestir hjá Liverpool misstu trúna á hann í kjölfarið. „Ég skil ekki ennþá af hverju ég fékk alla þessa gagnrýni. Þeir klobbuðu mig í fyrsta markinu en ég er varnarmaður og leikmenn fara líka framhjá Sergio Ramos, besta miðverði heims. Af hverju getur það ekki gerst fyrir mig líka,“ sagði Moreno. Alberto Moreno opens up on his time at Anfield https://t.co/a4Lr0TIHub— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 25, 2021 „Það er ekki sanngjarnt. Fólkið kenndi mér um. Bara mér. Það var eins og ég einn hefði tapað úrslitaleiknum. Það var erfitt. Ég mun fara í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool í þessum leik,“ sagði Moreno. Jürgen Klopp setti James Milner í öfugan bakvörð í stað Moreno í næsta leik og svo meiddist hann þegar hann leit út fyrir að vera að vinna sér aftur sæti í liðinu. Þá fékk Andy Robertson tækifærið í hægri bakverðinum og hefur ekki litið til baka. Síðasti leikur Moreno með Liverpool var seinni Meistaradeildarleikurinn. Hann fór í kjölfarið til Villarreal og hefur spilað það síðan. Í kvöld gæti hann hjálpað liðinu að upplifa stærstu stundina í sögu þess. Leikur Manchester United og Villarreal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira