Sjálfsvíg barna og kerfið: 3 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 24. maí 2021 08:01 Eitt það mikilvægasta sem við getum rætt í stjórnmálum eru málefni barna. Ekki hvað síst þeirra barna sem þurfa að kljást við mikil vandamál eða erfiðar aðstæður. Einn hópur barna, sem ég hef miklar áhyggjur af, eru þau börn sem þurfa að reiða sig á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Það eru um 900 börn á ári sem glíma við flókinn og samsettan geðrænan vanda eða alvarleg geðræn einkenni og þurfa á þjónustu BUGL að halda. Sterkar vísbendingar eru um að geðheilsu barna og unglinga á Íslandi hraki með vaxandi einkennum kvíða og þunglyndis. Mikið hefur verið um bráðainnlagnir á BUGL í vetur og er aukningin tæp 80% milli ára. Þá er sjálfsvígstíðni barna á Íslandi því miður há. Geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala sagði nýverið um háa sjálfsvígstíðni barna, að hún sé „ekki tilviljun heldur langtímaafleiðingu sparnaðar í forvörnum og úrræðaleysis í kerfinu“. Þetta er ömurlegt einkunnargjöf um kerfið. Í skýrslu Landlæknis frá 2018 kom fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Þetta er óhugnanleg tala. Það svarar til þess að í 22 barna skólabekk hafi tveir nemendur reynt að fremja sjálfsvíg, Þrjú vandamál BUGL 1. Í fyrsta lagi glímir BUGL við fjárskort. Af hverju getum við sem 10. ríkasta land í heimi, með 1.000 milljarða kr. í fjárlög ríkisins ekki tryggt Barna- og unglingageðdeild nægt fé? Það er ekki eins og BUGL kosti mikið en kostnaður hjúkrunar allra barna á legudeild BUGL er um 400 milljónir kr. á ári, sem er svipað og Menntaskólinn á Laugarvatni kostar eða einn tíundi af því sem sendiráðin okkar kosta. 2. Í öðru lagi glímir BUGL við langan biðlista, þrátt fyrir að fyrir nokkrum árum settu stjórnvöld það markmið að engin bið ætti að vera eftir þjónustu göngudeildar BUGL eftir árið 2019. Núna, tveimur árum seinna, 2021, erum við með yfir 150 börn á biðlista á göngudeild BUGL og er meðalbiðtíminn á göngudeildina núna yfir 8 mánuðir samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég hef fengið og ekki hafa birst áður. Því til viðbótar eru um 340 börn á biðlistum hjá „Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins“ sem hefur það hlutverk að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Þessi biðlistar hafa lengst á síðustu þremur árum og eru núna allt að 24 mánuðir. Þessi lykilstofnun kostar minna en einn tíunda af opinberri niðurgreiðslu nautgriparæktar. Eins og þetta sé ekki nóg þá eru um 600 börn núna á biðlista „Þroska- og hegðunarstöðvar“ sem á að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna taugaþroskaraskana og annarra erfiðleika í hegðun hjá börnum. Sú bið getur verið allt að 18 mánuðir sem er heil eilífð hjá barni í erfiðleikum. Þessi þjónusta kostar minna en Landmælingar Íslands. Af hverju er þetta svona og hver ber ábyrgðina? 3. Í þriðja lagi glímir BUGL við mönnunarvanda en starfsmannaveltan hjá BUGL meðal fagfólks er mjög há. BUGL hefur misst hæft starfsfólk í önnur störf þar sem þau eru betur borguð og þar á meðal innan hins opinbera. Börn á bið er böl Af hverju er þjónusta við veik börn ekki betur borguð? Ég get ekki ímyndað mér að þessi störf séu auðveld. Mannauðurinn á BUGL er það sem þjónustan byggir á. Hér er því verk að vinna. Um er að ræða börn sem samfélagið og ríkisvaldið þarf að sinna miklu betur og rétta út hjálparhönd, en gera það af alvöru. Börn á bið er böl og til skammar fyrir okkur öll. Við eigum að setja geðræna heilsu barna í fremsta forgang. Getum við ekki verið öll sammála um það? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem við getum rætt í stjórnmálum eru málefni barna. Ekki hvað síst þeirra barna sem þurfa að kljást við mikil vandamál eða erfiðar aðstæður. Einn hópur barna, sem ég hef miklar áhyggjur af, eru þau börn sem þurfa að reiða sig á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Það eru um 900 börn á ári sem glíma við flókinn og samsettan geðrænan vanda eða alvarleg geðræn einkenni og þurfa á þjónustu BUGL að halda. Sterkar vísbendingar eru um að geðheilsu barna og unglinga á Íslandi hraki með vaxandi einkennum kvíða og þunglyndis. Mikið hefur verið um bráðainnlagnir á BUGL í vetur og er aukningin tæp 80% milli ára. Þá er sjálfsvígstíðni barna á Íslandi því miður há. Geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala sagði nýverið um háa sjálfsvígstíðni barna, að hún sé „ekki tilviljun heldur langtímaafleiðingu sparnaðar í forvörnum og úrræðaleysis í kerfinu“. Þetta er ömurlegt einkunnargjöf um kerfið. Í skýrslu Landlæknis frá 2018 kom fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Þetta er óhugnanleg tala. Það svarar til þess að í 22 barna skólabekk hafi tveir nemendur reynt að fremja sjálfsvíg, Þrjú vandamál BUGL 1. Í fyrsta lagi glímir BUGL við fjárskort. Af hverju getum við sem 10. ríkasta land í heimi, með 1.000 milljarða kr. í fjárlög ríkisins ekki tryggt Barna- og unglingageðdeild nægt fé? Það er ekki eins og BUGL kosti mikið en kostnaður hjúkrunar allra barna á legudeild BUGL er um 400 milljónir kr. á ári, sem er svipað og Menntaskólinn á Laugarvatni kostar eða einn tíundi af því sem sendiráðin okkar kosta. 2. Í öðru lagi glímir BUGL við langan biðlista, þrátt fyrir að fyrir nokkrum árum settu stjórnvöld það markmið að engin bið ætti að vera eftir þjónustu göngudeildar BUGL eftir árið 2019. Núna, tveimur árum seinna, 2021, erum við með yfir 150 börn á biðlista á göngudeild BUGL og er meðalbiðtíminn á göngudeildina núna yfir 8 mánuðir samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég hef fengið og ekki hafa birst áður. Því til viðbótar eru um 340 börn á biðlistum hjá „Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins“ sem hefur það hlutverk að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Þessi biðlistar hafa lengst á síðustu þremur árum og eru núna allt að 24 mánuðir. Þessi lykilstofnun kostar minna en einn tíunda af opinberri niðurgreiðslu nautgriparæktar. Eins og þetta sé ekki nóg þá eru um 600 börn núna á biðlista „Þroska- og hegðunarstöðvar“ sem á að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna taugaþroskaraskana og annarra erfiðleika í hegðun hjá börnum. Sú bið getur verið allt að 18 mánuðir sem er heil eilífð hjá barni í erfiðleikum. Þessi þjónusta kostar minna en Landmælingar Íslands. Af hverju er þetta svona og hver ber ábyrgðina? 3. Í þriðja lagi glímir BUGL við mönnunarvanda en starfsmannaveltan hjá BUGL meðal fagfólks er mjög há. BUGL hefur misst hæft starfsfólk í önnur störf þar sem þau eru betur borguð og þar á meðal innan hins opinbera. Börn á bið er böl Af hverju er þjónusta við veik börn ekki betur borguð? Ég get ekki ímyndað mér að þessi störf séu auðveld. Mannauðurinn á BUGL er það sem þjónustan byggir á. Hér er því verk að vinna. Um er að ræða börn sem samfélagið og ríkisvaldið þarf að sinna miklu betur og rétta út hjálparhönd, en gera það af alvöru. Börn á bið er böl og til skammar fyrir okkur öll. Við eigum að setja geðræna heilsu barna í fremsta forgang. Getum við ekki verið öll sammála um það? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun