Ósanngjarnt að bera saman launakjör flugfélaganna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:59 Birgir Jónsson forstjóri Play Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir ósanngjarnt að bera saman launakjör nýstofnaðs lággjaldaflugfélags við önnur rótgróin flugfélög. Hann segir glærur sem birtar voru í morgun með áformum félagsins um lágan launakostnað eldgamlar og að þær eigi ekkert skylt við það sem félagið sé að gera í dag. Kjarasamningar félagsins séu ekkert til að skammast sín fyrir. Líkt og greint var frá á Vísi í morgun undirbjó Play á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. Glærurnar voru birtar á Vísi í morgun en á þeim má sjá hvernig launakostnaður bæði flugliða og flugmanna var einn helstu útgangspunktur kynningarinnar. Glærurnar eru frá nóvember 2019. Birgir segir flókið að ræða launakjör í fjölmiðlum og að þau eigi fyrst og fremst heima við kjarasamningsborðið. „Þessi glærukynning sem er birt í fjölmiðlum í morgun er eldgömul, frá þeim tíma sem fyrirtækið var á algjöru ungbarnastigi. Og á ekkert skylt við það sem við erum að gera í dag,” segir Birgir. „Þetta er alveg gríðarlega flókinn samanburður á stærðum sem er ekkert hægt að ræða í fjölmiðlum. Þetta samtal á að eiga sér stað við kjarasamningsborðið, eins og það hefur átt sér stað, enda erum við með fullgildan kjarasamning við íslenskt stéttarfélag og það er ekkert sem við höfum að skammast okkur fyrir eða stenst ekki fulla skoðun.” ASÍ hefur gagnrýnt launakostnað Play og hvatt bæði landsmenn og fjárfesta til þess að sniðganga félagið. Birgir segir að um sé að ræða aðför að flugfélaginu. Óskað hafi verið eftir samtali við ASÍ, án árangurs. „Kjarasamningurinn sem við erum að vinna eftir er hagstæðari, en hann hefur verið borinn saman við samkeppnisaðila okkar. En það er ekkert það sem þessi aðför ASÍ að okkur snýst um í þessari viku. Hún snerist um það að við vorum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og værum einhvern veginn að níða skóinn af starfsmönnum okkar. Við vísum því bara algjörlega til föðurhúsanna.” Birgir segir óeðlilegt að bera saman nýstofnað lággjaldaflugfélag við Icelandair. Félagið hefur krafið ASÍ um afsökunarbeiðni, ella muni það leita réttar síns. „Það er bara mjög ósanngjarnt því við erum ekkert að stilla okkar fyrirtæki upp í einhverri beinni samkeppni eða samanburði við Icelandair og enn og aftur, þessi aðför ASÍ að okkur snerist ekkert um það. Hún byrjaði þannig að við værum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og allir launþegar á Íslandi voru hvattir til að sniðganga fyrirtækið. Og nú er þetta farið að snúast um samanburð milli tveggja fyrirtækja á markaði, einkafyrirtækja. Þetta er bara algjörlega ótækt.” Kjaramál Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í morgun undirbjó Play á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. Glærurnar voru birtar á Vísi í morgun en á þeim má sjá hvernig launakostnaður bæði flugliða og flugmanna var einn helstu útgangspunktur kynningarinnar. Glærurnar eru frá nóvember 2019. Birgir segir flókið að ræða launakjör í fjölmiðlum og að þau eigi fyrst og fremst heima við kjarasamningsborðið. „Þessi glærukynning sem er birt í fjölmiðlum í morgun er eldgömul, frá þeim tíma sem fyrirtækið var á algjöru ungbarnastigi. Og á ekkert skylt við það sem við erum að gera í dag,” segir Birgir. „Þetta er alveg gríðarlega flókinn samanburður á stærðum sem er ekkert hægt að ræða í fjölmiðlum. Þetta samtal á að eiga sér stað við kjarasamningsborðið, eins og það hefur átt sér stað, enda erum við með fullgildan kjarasamning við íslenskt stéttarfélag og það er ekkert sem við höfum að skammast okkur fyrir eða stenst ekki fulla skoðun.” ASÍ hefur gagnrýnt launakostnað Play og hvatt bæði landsmenn og fjárfesta til þess að sniðganga félagið. Birgir segir að um sé að ræða aðför að flugfélaginu. Óskað hafi verið eftir samtali við ASÍ, án árangurs. „Kjarasamningurinn sem við erum að vinna eftir er hagstæðari, en hann hefur verið borinn saman við samkeppnisaðila okkar. En það er ekkert það sem þessi aðför ASÍ að okkur snýst um í þessari viku. Hún snerist um það að við vorum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og værum einhvern veginn að níða skóinn af starfsmönnum okkar. Við vísum því bara algjörlega til föðurhúsanna.” Birgir segir óeðlilegt að bera saman nýstofnað lággjaldaflugfélag við Icelandair. Félagið hefur krafið ASÍ um afsökunarbeiðni, ella muni það leita réttar síns. „Það er bara mjög ósanngjarnt því við erum ekkert að stilla okkar fyrirtæki upp í einhverri beinni samkeppni eða samanburði við Icelandair og enn og aftur, þessi aðför ASÍ að okkur snerist ekkert um það. Hún byrjaði þannig að við værum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og allir launþegar á Íslandi voru hvattir til að sniðganga fyrirtækið. Og nú er þetta farið að snúast um samanburð milli tveggja fyrirtækja á markaði, einkafyrirtækja. Þetta er bara algjörlega ótækt.”
Kjaramál Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira