Áslaug Arna, hvað er glæpur? Þorgerður M Þorbjarnardóttir skrifar 20. maí 2021 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi að umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi væru áhyggjuefni og að mati ríkislögreglustjóra næmu skattaundanskot um 4% af vergri þjóðarframleiðslu. Til að takast á við þennan vanda einblína stjórnvöld á innflytjendur og herða landamæraeftirlit. Í stað þess að beita sér af krafti gegn peningaþvætti og skattaundanskotum og beina sviðsljósinu þangað er einblínt á glæpagengi. Orðræðan er til þess fallin að vekja óhug hjá almenningi og til að réttlæta hertar aðgerðir á landamærunum. Ég gæti nýtt tækifærið hér og bent á alls kyns aðferðir til að minnka skaðann, s.s. afglæpavæðingu fíkniefna og fleira til að hjálpa þeim sem leiðast inn á braut glæpa og annarar áhættuhegðunar vegna áfalla og félagsstöðu. Hins vegar ætla ég að beina athyglinni að hópi fólks sem verður fyrir barðinu ómannúðlegri meðferð hér á landi, af hálfu hins opinbera. Íslensk stjórnvöld brjóta ítrekað á viðkvæmum hópi fólks, flóttamönnum. Flóttamenn á Íslandi eru að flýja ýmsar og oft mjög slæmar aðstæður. Þeir koma hingað til lands í von um betra líf. Til þess að komast hingað þurfa flestir að fara í gegnum Grikkland. Til þess að forðast það að vera látin sækja um hæli í Grikklandi gegn vilja sínum grípa sumir til þess ráðs að kaupa fölsuð skilríki eða fara huldu höfði til að komast fram hjá landamæraeftirliti. Það er einmitt þetta fólk sem í neyð sinni borga háar upphæðir til skipulagðrar glæpastarfsemi til að komast hingað til lands og fá hér hæli þar sem þau eru ekki með hæli í Grikklandi. Aðrir flóttamenn eru látnir skanna vegabréf sín í Grikklandi og sækja þar með sjálfkrafa um hæli þar í landi. Í stað þess að hjálpa þessum hópi vísum við þeim aftur til Grikklands með vísun í Dyflinnarreglugerðina sem ráðherra er þó ekki skylt að fara eftir. Það er nefnilega ekkert mál fyrir þá sem standa að skipulagðri glæpastarfsemi að tryggja sér leið fram hjá þessum ferlum. Því er það blásaklaust fólk sem verður fyrir barðinu á þessum aðgerðum stjórnvalda. Ég neita að sitja þegjandi og hljóðalaust undir orðræðu ráðherra sem réttlætir þessar aðgerðir. Hræsnin er þrúgandi! Á bak við hvert tilfelli er manneskja sem verið er að senda í ómannúðlegar aðstæður. Í mínum huga er það mjög alvarlegur glæpur og þetta fólk er ekki fólk sem við þurfum að óttast í okkar samfélagi. Höfundur er aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi að umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi væru áhyggjuefni og að mati ríkislögreglustjóra næmu skattaundanskot um 4% af vergri þjóðarframleiðslu. Til að takast á við þennan vanda einblína stjórnvöld á innflytjendur og herða landamæraeftirlit. Í stað þess að beita sér af krafti gegn peningaþvætti og skattaundanskotum og beina sviðsljósinu þangað er einblínt á glæpagengi. Orðræðan er til þess fallin að vekja óhug hjá almenningi og til að réttlæta hertar aðgerðir á landamærunum. Ég gæti nýtt tækifærið hér og bent á alls kyns aðferðir til að minnka skaðann, s.s. afglæpavæðingu fíkniefna og fleira til að hjálpa þeim sem leiðast inn á braut glæpa og annarar áhættuhegðunar vegna áfalla og félagsstöðu. Hins vegar ætla ég að beina athyglinni að hópi fólks sem verður fyrir barðinu ómannúðlegri meðferð hér á landi, af hálfu hins opinbera. Íslensk stjórnvöld brjóta ítrekað á viðkvæmum hópi fólks, flóttamönnum. Flóttamenn á Íslandi eru að flýja ýmsar og oft mjög slæmar aðstæður. Þeir koma hingað til lands í von um betra líf. Til þess að komast hingað þurfa flestir að fara í gegnum Grikkland. Til þess að forðast það að vera látin sækja um hæli í Grikklandi gegn vilja sínum grípa sumir til þess ráðs að kaupa fölsuð skilríki eða fara huldu höfði til að komast fram hjá landamæraeftirliti. Það er einmitt þetta fólk sem í neyð sinni borga háar upphæðir til skipulagðrar glæpastarfsemi til að komast hingað til lands og fá hér hæli þar sem þau eru ekki með hæli í Grikklandi. Aðrir flóttamenn eru látnir skanna vegabréf sín í Grikklandi og sækja þar með sjálfkrafa um hæli þar í landi. Í stað þess að hjálpa þessum hópi vísum við þeim aftur til Grikklands með vísun í Dyflinnarreglugerðina sem ráðherra er þó ekki skylt að fara eftir. Það er nefnilega ekkert mál fyrir þá sem standa að skipulagðri glæpastarfsemi að tryggja sér leið fram hjá þessum ferlum. Því er það blásaklaust fólk sem verður fyrir barðinu á þessum aðgerðum stjórnvalda. Ég neita að sitja þegjandi og hljóðalaust undir orðræðu ráðherra sem réttlætir þessar aðgerðir. Hræsnin er þrúgandi! Á bak við hvert tilfelli er manneskja sem verið er að senda í ómannúðlegar aðstæður. Í mínum huga er það mjög alvarlegur glæpur og þetta fólk er ekki fólk sem við þurfum að óttast í okkar samfélagi. Höfundur er aktivisti.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun