Fótbolti

„Á skalanum einn til tíu? Mínus 48“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jess verður að öllum líkindum áfram í Kaupmannahöfn.
Jess verður að öllum líkindum áfram í Kaupmannahöfn. Lars Ronbog/Getty

Jess Thorup, þjálfari danska stórliðsins FCK, er ekki að taka við HSV í þýsku B-deildinni þrátt fyrir sögusagnir þess efnis.

Þetta segir Peter 'PC' Christiansen, yfirmaður knattspyrnumála hjá FCK, en sögusagnirnar urðu ansi háværarar fyrir leik FCK og Midtjylland í gær.

HSV klúðraði annað árið í röð að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu og þjálfarinn fékk sparkið.

Jess var þar af leiðandi orðaður við starfið en yfirmaður hans segir að hann sé ekki fara eitt né neitt.

„Er þetta leikur með að segja á skalanum einn til tíu? Já, þá myndi ég segja mínus 48,“ sagði hann í samtali við Eurosport 2.

„Ég er viss um að hann verði í FCK á næstu leiktíð.“

Í sömu útsendingu sagðist Jess ánægður í Kaupmannahöfn og hann gæti ekki verið að hugsa um hvað stæði í blöðunum.

Thorup tók við FCK af Ståle Solbakken en hann er með samning í höfuðstaðnum til ársins 2024.

FCK vann ansi mikilvægan sigur á FC Midtjylland í gær og nú geta þrjú lið orðið meistarar fyrir lokaumferðina í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×