Ósætti við úrelta löggjöf: „Sennilega eina þjóðin eftir í heiminum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2024 07:33 Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum. Vísir/Einar Frumvarp hefur verið lagt fyrir Alþingi um að lögleiða atvinnuhnefaleika hérlendis en stundun íþróttarinnar var hér ólögleg með öllu í tæpa hálfa öld. Landsliðsþjálfari Íslands segir bannið byggt á mýtu og að heimilun atvinnumennsku myndi í raun auka öryggi keppenda. Áhugamannahnefaleikar hafa verið heimilaðir hér á landi frá árinu 2002 en áður höfðu hvers kyns hnefaleikar verið bannaðir með öllu frá árinu 1956. Atvinnumennska er enn með öllu óheimil samkvæmt löggjöfinni frá 2002. Íslendingar mega því ekki hafa atvinnu af hnefaleikum hér á landi. Atvinnumennirnir tveir sem Ísland á þurfa því að keppa erlendis og í gegnum erlent hnefaleikasamband. Kúba og Norður-Kórea voru í hópi með Íslandi sem þjóðir með álíka bann. Nýverið voru haldnir atvinnubardagar í báðum ríkjum og telur Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum, að Ísland standi nú eitt eftir á heimsvísu. „Í raun og veru er engin bein ástæða fyrir því hvers vegna og þetta hefur aldrei verið tekið fyrir. Við erum sennilega eina þjóðin eftir í heiminum sem leyfir ekki að neinu leyti atvinnuhnefaleika. Í raun og veru er þetta bara út af gamalli mýtu og hræðsla við eitthvað sem fólk þekkir ekki,“ segir Davíð Rúnar í samtali við íþróttadeild. Davíð stendur ár hvert við Icebox viðburðinum. Áhugi hefur verið fyrir atvinnumannaviðburðum hérlendis, sem gæti trekkt að stærri nöfn og meiri áhuga, en eins og sakir standa væri slíkur viðburður ólöglegur.Vísir/Arnar Segir mýtu um hætturnar Mýtan sem Davíð nefnir tengist hættunni sem stafi af hnefaleikum. Töluverð hætta er á höfuðmeiðslum sem geta haft mikil áhrif á heilsu keppenda. Dæmi eru um stórvægleg áhrif ítrekaðra höfuðhögga á íþróttafólk í mörgum greinum, til að mynda fótbolta, rúgbý og amerískum fótbolta, auk hnefaleika. Hann segir raunveruleikann aftur á móti þann að hugað sé betur að heilsu atvinnumanna heldur en áhugamanna. Heimilun atvinnumennsku geti því verkað til að auka öryggi hnefaleikafólks á Íslandi. „Munurinn á áhugamönnum og atvinnumönnum er orðinn svo lítill. Það er búið að taka höfuðhlífarnar af hjá fullorðnum. Reglurnar [sem varða öryggi og heilsu] eru miklu strangari í atvinnuhnefaleikum. Þú þarft að fara í gegnum heilaskanna, mikið læknaeftirlit og eftir bardaga er mikið athugað,“ segir Davíð en samkvæmt alþjóðlegu regluverki þarf atvinnufólk í greininni að fara í myndatöku á höfði árlega. „Á móti því að í áhugamannahnefaleikum er svona tiltölulega þægilegt lækniseftirlit. [Það er skrýtið] að leyfa ekki grein sem er með enn strangara utanumhald sem hefur sýnt að það gengur,“ segir Davíð. Hægt að bera sig saman við Noreg og Svíþjóð Þau Ágúst Bjarni Garðarsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru flutningsmenn frumvarps fyrir Alþingi þess efnis að atvinnuhnefaleikar verði leyfðir hér á landi. Sjá einnig: 119/155 frumvarp: hnefaleikar | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is) Málið var fyrst lagt fram í mars í fyrra en komst ekki að á þinginu á síðasta vetri. Davíð telur að málið fljúgi í gegn strax og það nær inn á þinggólf. „Ég held að ef þetta nær inn fer það alltaf í gegn. Það er engin ástæða yfir því að þetta fari ekki í gegn. Þetta er ætti að vera heldur fljótafgreitt,“ segir Davíð. „Við erum með lönd í kringum okkur, eins og til dæmis norska sambandið, sem er nýjasta sambandið í kringum okkur til að lögleiða hnefaleika. Við getum kóperað það sem þeir eru að gera, sama með Svíþjóð, það er ekki langt síðan að þeir lögleiddu þetta heldur,“ „Þetta er mjög svipað umhverfi. Við getum gert nákvæmlega það sem þeir eru að gera. Af hverju ekki?“ segir Davíð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Box Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Áhugamannahnefaleikar hafa verið heimilaðir hér á landi frá árinu 2002 en áður höfðu hvers kyns hnefaleikar verið bannaðir með öllu frá árinu 1956. Atvinnumennska er enn með öllu óheimil samkvæmt löggjöfinni frá 2002. Íslendingar mega því ekki hafa atvinnu af hnefaleikum hér á landi. Atvinnumennirnir tveir sem Ísland á þurfa því að keppa erlendis og í gegnum erlent hnefaleikasamband. Kúba og Norður-Kórea voru í hópi með Íslandi sem þjóðir með álíka bann. Nýverið voru haldnir atvinnubardagar í báðum ríkjum og telur Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum, að Ísland standi nú eitt eftir á heimsvísu. „Í raun og veru er engin bein ástæða fyrir því hvers vegna og þetta hefur aldrei verið tekið fyrir. Við erum sennilega eina þjóðin eftir í heiminum sem leyfir ekki að neinu leyti atvinnuhnefaleika. Í raun og veru er þetta bara út af gamalli mýtu og hræðsla við eitthvað sem fólk þekkir ekki,“ segir Davíð Rúnar í samtali við íþróttadeild. Davíð stendur ár hvert við Icebox viðburðinum. Áhugi hefur verið fyrir atvinnumannaviðburðum hérlendis, sem gæti trekkt að stærri nöfn og meiri áhuga, en eins og sakir standa væri slíkur viðburður ólöglegur.Vísir/Arnar Segir mýtu um hætturnar Mýtan sem Davíð nefnir tengist hættunni sem stafi af hnefaleikum. Töluverð hætta er á höfuðmeiðslum sem geta haft mikil áhrif á heilsu keppenda. Dæmi eru um stórvægleg áhrif ítrekaðra höfuðhögga á íþróttafólk í mörgum greinum, til að mynda fótbolta, rúgbý og amerískum fótbolta, auk hnefaleika. Hann segir raunveruleikann aftur á móti þann að hugað sé betur að heilsu atvinnumanna heldur en áhugamanna. Heimilun atvinnumennsku geti því verkað til að auka öryggi hnefaleikafólks á Íslandi. „Munurinn á áhugamönnum og atvinnumönnum er orðinn svo lítill. Það er búið að taka höfuðhlífarnar af hjá fullorðnum. Reglurnar [sem varða öryggi og heilsu] eru miklu strangari í atvinnuhnefaleikum. Þú þarft að fara í gegnum heilaskanna, mikið læknaeftirlit og eftir bardaga er mikið athugað,“ segir Davíð en samkvæmt alþjóðlegu regluverki þarf atvinnufólk í greininni að fara í myndatöku á höfði árlega. „Á móti því að í áhugamannahnefaleikum er svona tiltölulega þægilegt lækniseftirlit. [Það er skrýtið] að leyfa ekki grein sem er með enn strangara utanumhald sem hefur sýnt að það gengur,“ segir Davíð. Hægt að bera sig saman við Noreg og Svíþjóð Þau Ágúst Bjarni Garðarsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru flutningsmenn frumvarps fyrir Alþingi þess efnis að atvinnuhnefaleikar verði leyfðir hér á landi. Sjá einnig: 119/155 frumvarp: hnefaleikar | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is) Málið var fyrst lagt fram í mars í fyrra en komst ekki að á þinginu á síðasta vetri. Davíð telur að málið fljúgi í gegn strax og það nær inn á þinggólf. „Ég held að ef þetta nær inn fer það alltaf í gegn. Það er engin ástæða yfir því að þetta fari ekki í gegn. Þetta er ætti að vera heldur fljótafgreitt,“ segir Davíð. „Við erum með lönd í kringum okkur, eins og til dæmis norska sambandið, sem er nýjasta sambandið í kringum okkur til að lögleiða hnefaleika. Við getum kóperað það sem þeir eru að gera, sama með Svíþjóð, það er ekki langt síðan að þeir lögleiddu þetta heldur,“ „Þetta er mjög svipað umhverfi. Við getum gert nákvæmlega það sem þeir eru að gera. Af hverju ekki?“ segir Davíð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Box Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira