Enski boltinn

Alexander-Arnold reynir að kaupa Nantes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Trent Alexander-Arnold lætur sér ekki nægja að spila fótbolta.
Trent Alexander-Arnold lætur sér ekki nægja að spila fótbolta. getty/Visionhaus

Enski landsliðsmaðurinn Trent Alexander-Arnold, sem leikur með Liverpool, freistar þess nú að kaupa franska úrvalsdeildarliðið Nantes.

L'Equipe greinir frá því að Alexander-Arnold og faðir hans, Michael, vilji kaupa Nantes í gegnum fjárfestingafélag þeirra. 

Alexander-Arnold á hlut í Formúlu 1-liðinu Alpine og hafði einnig augastað á fótboltaliðunum Saint-Étienne og Le Havre.

Alexander-Arnold feðgarnir hafa þegar rætt við Waldemar Kita, hefur átt Nantes frá 2007. Hann ku vera opinn fyrir því að selja félagið.

Nantes endaði í 14. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Liðið er í 5. sæti eftir fyrstu fjórar umferðirnar á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×