„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 22:02 Á einhvern ótrúlegan hátt tókst David Raya að verja skalla Mateo Retegui sem er þegar byrjaður að fagna. Matteo Ciambelli/Getty Images Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. „Þetta er ein besta markvarsla sem ég hef séð á mínum ferli. Hann var magnaður,“ sagði Arteta um samlanda sinn Raya en þökk sé markverðinum er Arsenal komið með stig eftir 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. „Eins og okkur grunaði þá var þetta erfiður leikur og ekki sá besti áhorfs. Við byrjuðum virkilega, virkilega vel og stýrðum leiknum. Eftir það gáfum við boltann frá okkur og náðum engum takti. Það er þó margt jákvætt en að sama skapi margt sem má betur fara,“ sagði Arteta að endingu. Markvörðurinn Raya var heldur auðmjúkur er hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta var vítaspyrna og ég var heppinn að giska á rétta átt. Ég var óheppinn að boltinn féll beint fyrir hann en ég var nægilega fljótur til að ná að verja á ný. Það er frábært að halda hreinu og að geta hjálpað liðinu að ná allavega stigi.“ Vítaspyrnan var slök en það þarf þó að fara í rétt horn og verja boltann. Raya gerði gott betur en það.EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Eftir að vítaspyrnan var dæmt tók það langan tíma að fá hana staðfesta í varsjánni. Raya nýtti tímann vel og ræddi við Iñaki Caña, markmannsþjálfara Arsenal. „Það tók langan tíma að ákveða hvort þetta væri vítaspyrna eður ei svo ég vildi ræða við markmannsþjálfarann til að gera mér betur grein fyrir í hvora áttina ég ætti að skutla mér, hvað ég ætti að gera og hvað ég ætti ekki að gera.“ David Raya had a just 3% chance of saving a goal, based on the xGOT of these two shots.World class goalkeeping. pic.twitter.com/0D21u0F9Va— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) September 19, 2024 „Hrós á hann því hann hjálpar mér gríðarlega mikið í öllum þáttum leiksins. Hann leggur á sig gríðarlega mikla vinnu og á einnig skilið hrós fyrir vörsluna,“ sagði Raya að endingu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira
„Þetta er ein besta markvarsla sem ég hef séð á mínum ferli. Hann var magnaður,“ sagði Arteta um samlanda sinn Raya en þökk sé markverðinum er Arsenal komið með stig eftir 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. „Eins og okkur grunaði þá var þetta erfiður leikur og ekki sá besti áhorfs. Við byrjuðum virkilega, virkilega vel og stýrðum leiknum. Eftir það gáfum við boltann frá okkur og náðum engum takti. Það er þó margt jákvætt en að sama skapi margt sem má betur fara,“ sagði Arteta að endingu. Markvörðurinn Raya var heldur auðmjúkur er hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta var vítaspyrna og ég var heppinn að giska á rétta átt. Ég var óheppinn að boltinn féll beint fyrir hann en ég var nægilega fljótur til að ná að verja á ný. Það er frábært að halda hreinu og að geta hjálpað liðinu að ná allavega stigi.“ Vítaspyrnan var slök en það þarf þó að fara í rétt horn og verja boltann. Raya gerði gott betur en það.EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Eftir að vítaspyrnan var dæmt tók það langan tíma að fá hana staðfesta í varsjánni. Raya nýtti tímann vel og ræddi við Iñaki Caña, markmannsþjálfara Arsenal. „Það tók langan tíma að ákveða hvort þetta væri vítaspyrna eður ei svo ég vildi ræða við markmannsþjálfarann til að gera mér betur grein fyrir í hvora áttina ég ætti að skutla mér, hvað ég ætti að gera og hvað ég ætti ekki að gera.“ David Raya had a just 3% chance of saving a goal, based on the xGOT of these two shots.World class goalkeeping. pic.twitter.com/0D21u0F9Va— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) September 19, 2024 „Hrós á hann því hann hjálpar mér gríðarlega mikið í öllum þáttum leiksins. Hann leggur á sig gríðarlega mikla vinnu og á einnig skilið hrós fyrir vörsluna,“ sagði Raya að endingu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira