Seinna spjaldið var ekki viljandi: „Er bara pirraður og missi hausinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. september 2024 22:35 Elmar Kári skoraði annað mark Aftureldingar í leiknum og hefði hæglega getað bætt við. Hann verður í banni í næsta leik. afturelding Furðulegt mál tók athyglina af frábærri frammistöðu Elmars Kára Enesson Gocic í 3-1 sigri Aftureldingar gegn Fjölni í fyrri umspilsleik liðanna í kvöld. Elmar fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að hafa ekki beðið um brot sjálfur. „Ósáttur með það? Hann bara sparkar í mig. Ég bara skil ekki hvað er í gangi, af hverju hann var að gefa mér gult. Þetta er mjög skrítið, ég skildi þetta ekki þannig að eðlilega var ég ósáttur við það. En hann er dómarinn og er að gera sitt besta, ég virði það,“ sagði Elmar um atvikið í viðtali eftir leik. Spjaldið eitt og sér var mjög furðulegt en það sem vakti umtal og athygli var sú staðreynd að spjaldið hefði skilað Elmari leikbanni í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli – en ekki í næsta leik gegn Fjölni á mánudaginn. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ úrskurðar um leikbönn vegna uppsafnaðra gulra spjalda og hún kemur ekki saman fyrr en á þriðjudag, degi eftir leikinn gegn Fjölni. Aganefndin úrskurðar ekki leikbann þegar um er að ræða rautt spjald. Það biðu því allir áhorfendur eftir því að sjá hvort Elmar myndi næla sér í annað gult spjald, þar af leiðandi rautt og verða sjálfkrafa dæmdur í leikbann í næsta leik, frekar en að missa af úrslitaleiknum. Hann gerði það á lokasekúndum leiksins, braut harkalega á Reyni Haraldssyni og verður því í banni á mánudaginn. Hann var þá nýbúinn að klúðra víti sem hefði gefið Aftureldingu 4-1 forystu. „Ég klúðraði víti, er bara pirraður og missi hausinn þarna. Það var ekkert flóknara en það,“ sagði Elmar um seinna spjaldið og spilaði sig grunlausan. Hann fullyrti að hann hafi ekki vitað um afleiðingar fyrra spjaldsins og seinna spjaldið hafi því ekki verið viljandi gert. „Það gæti verið [að ég hafi verið meðvitaður um að ég væri á leið í bann í úrslitaleiknum], en það var bara ekki í hausnum á þeim tímapunkti og ég gerði mér ekki grein fyrir því,“ sagði Elmar að lokum. Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Elmar fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að hafa ekki beðið um brot sjálfur. „Ósáttur með það? Hann bara sparkar í mig. Ég bara skil ekki hvað er í gangi, af hverju hann var að gefa mér gult. Þetta er mjög skrítið, ég skildi þetta ekki þannig að eðlilega var ég ósáttur við það. En hann er dómarinn og er að gera sitt besta, ég virði það,“ sagði Elmar um atvikið í viðtali eftir leik. Spjaldið eitt og sér var mjög furðulegt en það sem vakti umtal og athygli var sú staðreynd að spjaldið hefði skilað Elmari leikbanni í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli – en ekki í næsta leik gegn Fjölni á mánudaginn. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ úrskurðar um leikbönn vegna uppsafnaðra gulra spjalda og hún kemur ekki saman fyrr en á þriðjudag, degi eftir leikinn gegn Fjölni. Aganefndin úrskurðar ekki leikbann þegar um er að ræða rautt spjald. Það biðu því allir áhorfendur eftir því að sjá hvort Elmar myndi næla sér í annað gult spjald, þar af leiðandi rautt og verða sjálfkrafa dæmdur í leikbann í næsta leik, frekar en að missa af úrslitaleiknum. Hann gerði það á lokasekúndum leiksins, braut harkalega á Reyni Haraldssyni og verður því í banni á mánudaginn. Hann var þá nýbúinn að klúðra víti sem hefði gefið Aftureldingu 4-1 forystu. „Ég klúðraði víti, er bara pirraður og missi hausinn þarna. Það var ekkert flóknara en það,“ sagði Elmar um seinna spjaldið og spilaði sig grunlausan. Hann fullyrti að hann hafi ekki vitað um afleiðingar fyrra spjaldsins og seinna spjaldið hafi því ekki verið viljandi gert. „Það gæti verið [að ég hafi verið meðvitaður um að ég væri á leið í bann í úrslitaleiknum], en það var bara ekki í hausnum á þeim tímapunkti og ég gerði mér ekki grein fyrir því,“ sagði Elmar að lokum.
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira