„Er lánið þitt ólán?“ spyrja Neytendasamtökin og hyggjast stefna bönkunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 06:47 Neytendasamtökin meta skilmála lánanna ólöglega. Vísir „Er lánið þitt ólöglegt? Aukum gagnsæi lána!“ segir á nýrri vefsíðu Neytendasamtakanna sem opnaði í morgun. Þar er greint frá því að samtökin hyggist stefna bönkunum og leiti að lántökum til að fara með mál sín fyrir dóm. „Hefur þú tekið lán með breytilegum vöxtum? Fjölmargir dómar og úrskurðir hafa fallið á sama veg: Lán með breytilegum vöxtum standast ekki lög,“ segir á vaxtamalid.is. „Þú gætir átt kröfu um endurgreiðslu... ef þú tekur þátt.“ Neytendasamtökin hafa samið við Lögfræðistofu Reykjavíkur um að meta réttarstöðu fólks, reikna kröfur og senda kröfubréf til lánafyrirtækja. Þá mun stofan veita ráðgjöf um fyrningar ef þörf krefur og sjá um uppgjör á grundvelli fyrirliggjandi dóma þegar niðurstaða liggur fyrir. Á vaxtamalid.is má skrá sig til þátttöku en þar er einnig að finna leiðbeiningar fyrir þá sem vilja sækja rétt sinn á eigin spýtur. Þeir sem velja að taka þátt í málaferlum Neytendasamtakanna greiða ekkert gjald fyrir lögmannsþjónustuna nema árangur náist í innheimtu. „Neytendasamtökin munu fara með a.m.k. þrjú mál fyrir dóm, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvert lán, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggir þú eins og frekast er unnt að þú glatir ekki rétti þínum. En bara ef þú bregst við og gerir kröfu á lánastofnun þína,“ segir á vefsíðunni. Þar segir einnig að það sé mat Neytendasamtakanna að skilmálar velflestra lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir. Ákvarðanir um vaxtabreytingar séu verulega matskenndar og byggist á óskýrum skilmálum. Ekki sé hægt að sannreyna hvort þær séu réttmætar. Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
„Hefur þú tekið lán með breytilegum vöxtum? Fjölmargir dómar og úrskurðir hafa fallið á sama veg: Lán með breytilegum vöxtum standast ekki lög,“ segir á vaxtamalid.is. „Þú gætir átt kröfu um endurgreiðslu... ef þú tekur þátt.“ Neytendasamtökin hafa samið við Lögfræðistofu Reykjavíkur um að meta réttarstöðu fólks, reikna kröfur og senda kröfubréf til lánafyrirtækja. Þá mun stofan veita ráðgjöf um fyrningar ef þörf krefur og sjá um uppgjör á grundvelli fyrirliggjandi dóma þegar niðurstaða liggur fyrir. Á vaxtamalid.is má skrá sig til þátttöku en þar er einnig að finna leiðbeiningar fyrir þá sem vilja sækja rétt sinn á eigin spýtur. Þeir sem velja að taka þátt í málaferlum Neytendasamtakanna greiða ekkert gjald fyrir lögmannsþjónustuna nema árangur náist í innheimtu. „Neytendasamtökin munu fara með a.m.k. þrjú mál fyrir dóm, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvert lán, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggir þú eins og frekast er unnt að þú glatir ekki rétti þínum. En bara ef þú bregst við og gerir kröfu á lánastofnun þína,“ segir á vefsíðunni. Þar segir einnig að það sé mat Neytendasamtakanna að skilmálar velflestra lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir. Ákvarðanir um vaxtabreytingar séu verulega matskenndar og byggist á óskýrum skilmálum. Ekki sé hægt að sannreyna hvort þær séu réttmætar.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira