Erfðasynd og klámhám Gunnar Dan Wiium skrifar 18. maí 2021 09:31 Í síðasta pistli mínum „Hvað hefur þú að fela strákur”, fór ég inn á tvennt. Annað var þessi spurning sem ég spyr mig varðandi mögulega erfðasynd. Brot forfeðra minn í garð kvenna og í raun oft á tíðum barna. Ég spyr mig hvort þessi erfðasynd sé yfir höfuð möguleg, óuppgerð fortíð sem skilur eftir sig eindir fyrir afkomendur að díla við. Hin pælingin í þessum pistli var pælingin um feluleikinn eins og titillinn gefur til kynna. Hvað hefur maðurinn að fela sem lítur ekki út fyrir að fela neitt? Meira að segja maðurinn, strákurinn með uppgerða fortíð, hvað situr eftir sem hann segir engum? Hvert er leyndarmálið sem þolir ekki dagsljós? Ég vil taka það fram að þessara spurninga sem varða leyndarmál og erfðasynd spyr ég einungis sjálfan mig í gegnum íhugun og svörin eru alls ekki kynnt sem algildur sannleikur eða lögmál heldur einungis sem upplifun þess sem spyr, upplifun sem svo er kynnt með fyrirvara um ranghugmyndir eða rangtúlkanir. Málið er að ég hef litið svo á að fortíð mín hvað varðar kynhegðun eða samskipti almennt við hitt kynið sé hrein og uppgerð. Ég hef meira að segja unnið markvisst þessa vinnu út frá leiðum sem mér voru færðar í formi vissra tólf spora verkfæra. Samt sem áður, þrátt fyrir alla vinnuna stóð ég sjálfan mig að því að er málefni eins og feminismi eða metoo komu upp í umræðum þá stífnaði ég að innan og fór í einhverskonar vörn. Viðbrögð sem ég gat ekki útskýrt, viðbrögð sem svo oft urðu að orðum sem ég svo lét út úr mér í einskonar óumbeðinni sjálfsréttlætingu. Ég hélt að ég væri sloppinn fyrir horn þar til metoo#2 kom upp. Aftur stóð ég frammi fyrir því að þurfa stífna upp og upplifa mótþróa og vörn þrátt fyrir alla mína uppgerðu fortíð. Hvað er þá til ráða eiginlega þegar vanmátturinn hellist yfir mann? Þessi vanmáttartilfinning sem er eins og viðnámsorka raunverunnar og mörunnar sem hana hylur. Það sem gerist næst er að ég finn mig í svitahofi, svokölluðu “swett logde” með góðum vinum. Athöfnin er löng, heit, beitt og erfið. Athöfninni er skipt upp í fjórar lotur og strax í annarri lotu er ég kominn í gólfið bókstaflega bugaður af hita. Þetta var án efa það heitasta “swett” sem ég hafði upplifað, tvær og hálf lota eftir og ég átti ekkert eftir. Ég íhugaði að fara bara út strax eftir þessa aðra lotu en það sem gerðist var að ég var sem krossfestur í moldina og ég fór ekki neitt. Á tímabili var ég ekki viss um hvort ég væri lífs eða liðinn. Það ómuðu bara möntrur samferðafólks míns í eyrum mér og ég var bókstaflega ófær um að hreyfa mig. En það sem kom til mín var rödd sem færði mér svörin við þessum spurningum sem aðeins nokkrum dögum áður ég hafði spurt sjálfan mig. Röddin talaði til mín án tungumáls er ég klóraði fingrum mínum niður í moldina, í móðurina sjálfa. Svörin sem komu voru eftirfarandi: Erfðasyndin, hún er hér, hún er rituð í mál undir heitinu Sunnefumálið, eitt lengsta sakamál Íslandssögunnar. Sunnefa er 16 ára gömul dæmd af Jens Wium sýslumanni í Skriðuklaustri fyrir að eignast barn með 14 ára bróður sínum. Dómurinn sem fellur í Fljótsdal sem blóðskömm er dauðadómur. Nokkru seinna deyr Jens sem var aðkomumaður frá Danmörku og almennt vel liðinn af alþýðunni. Hans Wium sonur hans tekur við þessu sýslumanns embætti enda vanur maður. Hans hafði verið sýslumaður sjálfur í Vestmannaeyjum í einhvern tíma þar sem hann hafði getið af sér tvö lausaleiksbörn svo vitað sé um. Á þriðja eða fjórða ári af fangelsisvist Sunnefu fæðir hún annað barn. Sunnefa er í kjölfarið þjökuð af bólusótt og í því ástandi yfirheyrir Hans hana sjálfur, fær hana til að benda á bróður sinn aftur sem föður þessa barns. Bróðirinn mótmælir hástöfum en samt sem áður réttar Hans yfir þeim báðum og aftur eru þau dæmd til dauða fyrir blóðskömm. Hans dregur þau með sér á Alþingi til staðfestingar á dómunum en það sem gerist þar er að Sunnefa lýsir því yfir að Hans sjálfur sé faðirinn í kjölfar nauðgunar. Danakonungur sýknar þau af seinni dauðadómnum en staðfestir þann fyrri þótt að ýmsar getgátur séu um það hvort bróðir Sunnefu væri raunverulega faðir barnsins eða ekki. Málið verður mjög umtalað og stefnir allt í að þau bæði hljóti sýknun en heilum átján árum eftir að Sunnefa verður ófrísk af fyrsta barni sínu deyr hún í vörslu Hans Wium. Ofbeldið, kúgunin, valdnýðslan, smánunin. Þessar óbeisluðu hvatir sem ólu af sér alla þessa þjáningu Sunnefu og auðvitað bróður hennar sem var sendur úr landi eftir að systir hans dó svo ekki sé minnst á þessi tvö börn sem ólust upp án samneytis við sína lífmóður. Öll þessi atburðarás er óuppgerð. Enginn hefur gengist við neinu, þetta dó með þeim, sekum og saklausum. Þetta er erfðasyndin mín því þessi maður, Hans Wium er forfaðir minn átta kynslóðir til baka. Ég er frá þessum manni kominn og ég horfist í augu við það. Ég geri mér grein fyrir að ég sjálfur ber enga ábyrgð á glæpnum sem framinn var en ég ber ábyrgð á að hreinsa burt afleiðingarnar, eindirnar sem sitja eftir innra með mér. Tíminn læknar nefnilega ekki öll sár skiljiði. Það sitja eftir agnir í mínum innsta kvantakjarna sem krefjast úrlausnar, úrlausnar sem kannski aðeins fæst með því að segja upphátt, með því að kynna sér málið eftir bestu getu og segja upphátt og hér með segi ég upphátt: Langa, langa, langa, lang afi, langa, langaafa míns var að öllum líkindum kynferðisofbeldismaður! Hér með er það sagt. Það sem situr þá eftir þegar erfðaskömminni hefur verið skilað er núlífið, mitt líf, mín brot. Ég ætla ekki að fara yfir þau brot sem ég lít svo á að séu uppgerð heldur ætla ég að fara yfir það sem stendur eftir óuppgert, óupplýst. Það sem þolir ekki dagsins ljós eins og ég sagði hér að ofan. Ég er að tala um klámneyslu, ég segi neyslu því ég sem fyrrum fíkill og alkahólisti sé í dag lítinn mun á neyslu kókaíns og pornhub. Sama spennan er beðið er eftir dílernum, sömu boðefnin, sami ásetningurinn sem er flótti og tengslarof. Boðefna fyllerí eins og góður maður sagði eitt sinn. Þessi iðnaður, þessi heimur opnast okkur meðan við erum ungir, og ég vil taka það fram að ég veit að stelpur horfa líka á klám og ég veit að margir velja að leika í klámi sem að virðast frekar heilsteyptar manneskjur. Ég er ekki að dæma framboðið né eftirspurnina nema þá einungis áhrifin sem framboðið hefur haft á mig, mig sem eftirspurnin ég er. En já, við erum oftast ungir. Í mínu tilfelli inni á heimili vinar míns bara rétt um 10 ára aldur, einn pabbinn með klámblöð í stæðum á náttborðinu hjá sér. Þetta var eins og að finna stargate, hlið inn í nýja vídd. Við tekur þarna margra ára, áratuga varsla á klámefni, ekkert sudda magn né sudda efni en alltaf einhver lágmarks lager. Sumir okkar áttu heilt safn af spólum meðan aðrir áttu bara eina í mörg ár, alltaf sama spólan, spólað fram og til baka. Klámið mótaði mín viðhorf og mína nálgun til kynlífs enda besti vinur minn í mörg ár áður en ég svo sjálfur komst í raunverulegt kynlíf sem varla stóðst væntingar út frá samanburði við alla þessa leikstýrðu vini mína. Öll þessi ár kröfðust þess að ég faldi, inn í hellinum, á leynilegum stöðum eitthvað sem þoldi ekki dagsins ljós.Þessari hegðun fylgir skömm og djúp sekt. Það var enginn sem talaði við mig um þessi mál. Það var engin umræða hvorki að hálfu foreldra, skóla né í samfélaginu. Þetta var bara eitt af því sem var en var ekki, eitthvað sem er eðlilegt og aðgengilegt en alls ekki í guðanna bænum tala of mikið um það. Þessi feluleikur hættir og annar tekur við þegar Internetið kemur upp og þetta er tekið inn í fullorðinsárin, aðgengið og úrvalið af klámi allt í einu er orðið nánast ótakmarkað. Leikurunum sem maður þekkti með nöfnum er nú skipt út fyrir nýja. Þeir skipta hundruðum, þúsundum, venjulegt fólk, fólk eins og ég, yngra, ungt fólk. Og oft, svo sjáanlega, ungt fólk í veseni. Það skín af því þjáningin, ekkert Hollywood setup, engin sérstök lýsing, enginn leikur bara grimmd og niðurlæging. Eins og hinir svokölluðu leikarar hefðu bara verið pikkaðir upp af götunni sem þeir örugglega hafa verið. Ég hef heyrt um karlmenn sem eru háðir klámi á hátt sem virðist ótrúlegur. Ég er að tala um átján tíma klámsession án matar og drykkjar bakvið luktar dyr þar til viðkomandi dettur einfaldlega í blackout því heilinn hættir að framleiða boðefni. Ég lýg þessu ekki, þessar sögur hef ég heyrt, margar. Ég hef heyrt af mönnum sem missa fjölskyldur, vinnu, lífið sökum klámneyslu. Hvað mig varðar þá er ég eflaust average Joe en samt án þess að vita það því eins og ég kom inn á, það talar enginn saman og því lítið um samanburð. Klámið fylgdi mér inn í fullorðins árin og hér er ég fjörtíu og fjögurra ára, orðinn faðir og málið er að klámneysla er farin að hafa meira en bara áhrif á mína viðkæmu boðefnaframleiðslu. Klámneysla er farin að hafa áhrif á samvisku mína, samvitund. Hún hefur alls ekki verið regluleg né mikil síðustu ár en þegar hún dúkkar upp þá kemur upp þessi skömm og þessi sárindi sem alltaf fylgja því að gera gegn betri vitund. Þessi sekt yfir því að vera eftirspurn sem framkallar markaðinn sem ég svo innilega trúi og innst inni veit fyrir mitt leyti og samkvæmt minni sannfæringu að er eyðileggjandi afl en ekki göfgandi á neinn hátt. Klámneysla er fyrir mig í dag ekki ókeypis þótt að efnið kosti ekki krónu gegn nokkrum fingrahreyfingum. Neyslan kostar mig nauðsynleg boðefni sem annars ég get notað einmitt í að göfga umhverfi mitt. Neyslan kostar mig heilbrigða veru í samneyti við konur hvort sem er á vinnustað eða innan heimilis. Þessi neysla hefur verið að rjátlast af mér síðustu árin en þessi yfirlýsing, uppljóstrun, er síðasti naglinn. Ég vil ekki meir, mér finnst þetta skítugt og mannskemmandi. Ég vil vera heill og ég vil geta sinnt mínum skyldum af heilum hug með hreina samvisku. Svo nú spyr ég aftur: Strákur, hvað ertu að fela? Svarið er: Ekkert! Hér allt uppi á borðum. Höfundur starfar sem smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðasta pistli mínum „Hvað hefur þú að fela strákur”, fór ég inn á tvennt. Annað var þessi spurning sem ég spyr mig varðandi mögulega erfðasynd. Brot forfeðra minn í garð kvenna og í raun oft á tíðum barna. Ég spyr mig hvort þessi erfðasynd sé yfir höfuð möguleg, óuppgerð fortíð sem skilur eftir sig eindir fyrir afkomendur að díla við. Hin pælingin í þessum pistli var pælingin um feluleikinn eins og titillinn gefur til kynna. Hvað hefur maðurinn að fela sem lítur ekki út fyrir að fela neitt? Meira að segja maðurinn, strákurinn með uppgerða fortíð, hvað situr eftir sem hann segir engum? Hvert er leyndarmálið sem þolir ekki dagsljós? Ég vil taka það fram að þessara spurninga sem varða leyndarmál og erfðasynd spyr ég einungis sjálfan mig í gegnum íhugun og svörin eru alls ekki kynnt sem algildur sannleikur eða lögmál heldur einungis sem upplifun þess sem spyr, upplifun sem svo er kynnt með fyrirvara um ranghugmyndir eða rangtúlkanir. Málið er að ég hef litið svo á að fortíð mín hvað varðar kynhegðun eða samskipti almennt við hitt kynið sé hrein og uppgerð. Ég hef meira að segja unnið markvisst þessa vinnu út frá leiðum sem mér voru færðar í formi vissra tólf spora verkfæra. Samt sem áður, þrátt fyrir alla vinnuna stóð ég sjálfan mig að því að er málefni eins og feminismi eða metoo komu upp í umræðum þá stífnaði ég að innan og fór í einhverskonar vörn. Viðbrögð sem ég gat ekki útskýrt, viðbrögð sem svo oft urðu að orðum sem ég svo lét út úr mér í einskonar óumbeðinni sjálfsréttlætingu. Ég hélt að ég væri sloppinn fyrir horn þar til metoo#2 kom upp. Aftur stóð ég frammi fyrir því að þurfa stífna upp og upplifa mótþróa og vörn þrátt fyrir alla mína uppgerðu fortíð. Hvað er þá til ráða eiginlega þegar vanmátturinn hellist yfir mann? Þessi vanmáttartilfinning sem er eins og viðnámsorka raunverunnar og mörunnar sem hana hylur. Það sem gerist næst er að ég finn mig í svitahofi, svokölluðu “swett logde” með góðum vinum. Athöfnin er löng, heit, beitt og erfið. Athöfninni er skipt upp í fjórar lotur og strax í annarri lotu er ég kominn í gólfið bókstaflega bugaður af hita. Þetta var án efa það heitasta “swett” sem ég hafði upplifað, tvær og hálf lota eftir og ég átti ekkert eftir. Ég íhugaði að fara bara út strax eftir þessa aðra lotu en það sem gerðist var að ég var sem krossfestur í moldina og ég fór ekki neitt. Á tímabili var ég ekki viss um hvort ég væri lífs eða liðinn. Það ómuðu bara möntrur samferðafólks míns í eyrum mér og ég var bókstaflega ófær um að hreyfa mig. En það sem kom til mín var rödd sem færði mér svörin við þessum spurningum sem aðeins nokkrum dögum áður ég hafði spurt sjálfan mig. Röddin talaði til mín án tungumáls er ég klóraði fingrum mínum niður í moldina, í móðurina sjálfa. Svörin sem komu voru eftirfarandi: Erfðasyndin, hún er hér, hún er rituð í mál undir heitinu Sunnefumálið, eitt lengsta sakamál Íslandssögunnar. Sunnefa er 16 ára gömul dæmd af Jens Wium sýslumanni í Skriðuklaustri fyrir að eignast barn með 14 ára bróður sínum. Dómurinn sem fellur í Fljótsdal sem blóðskömm er dauðadómur. Nokkru seinna deyr Jens sem var aðkomumaður frá Danmörku og almennt vel liðinn af alþýðunni. Hans Wium sonur hans tekur við þessu sýslumanns embætti enda vanur maður. Hans hafði verið sýslumaður sjálfur í Vestmannaeyjum í einhvern tíma þar sem hann hafði getið af sér tvö lausaleiksbörn svo vitað sé um. Á þriðja eða fjórða ári af fangelsisvist Sunnefu fæðir hún annað barn. Sunnefa er í kjölfarið þjökuð af bólusótt og í því ástandi yfirheyrir Hans hana sjálfur, fær hana til að benda á bróður sinn aftur sem föður þessa barns. Bróðirinn mótmælir hástöfum en samt sem áður réttar Hans yfir þeim báðum og aftur eru þau dæmd til dauða fyrir blóðskömm. Hans dregur þau með sér á Alþingi til staðfestingar á dómunum en það sem gerist þar er að Sunnefa lýsir því yfir að Hans sjálfur sé faðirinn í kjölfar nauðgunar. Danakonungur sýknar þau af seinni dauðadómnum en staðfestir þann fyrri þótt að ýmsar getgátur séu um það hvort bróðir Sunnefu væri raunverulega faðir barnsins eða ekki. Málið verður mjög umtalað og stefnir allt í að þau bæði hljóti sýknun en heilum átján árum eftir að Sunnefa verður ófrísk af fyrsta barni sínu deyr hún í vörslu Hans Wium. Ofbeldið, kúgunin, valdnýðslan, smánunin. Þessar óbeisluðu hvatir sem ólu af sér alla þessa þjáningu Sunnefu og auðvitað bróður hennar sem var sendur úr landi eftir að systir hans dó svo ekki sé minnst á þessi tvö börn sem ólust upp án samneytis við sína lífmóður. Öll þessi atburðarás er óuppgerð. Enginn hefur gengist við neinu, þetta dó með þeim, sekum og saklausum. Þetta er erfðasyndin mín því þessi maður, Hans Wium er forfaðir minn átta kynslóðir til baka. Ég er frá þessum manni kominn og ég horfist í augu við það. Ég geri mér grein fyrir að ég sjálfur ber enga ábyrgð á glæpnum sem framinn var en ég ber ábyrgð á að hreinsa burt afleiðingarnar, eindirnar sem sitja eftir innra með mér. Tíminn læknar nefnilega ekki öll sár skiljiði. Það sitja eftir agnir í mínum innsta kvantakjarna sem krefjast úrlausnar, úrlausnar sem kannski aðeins fæst með því að segja upphátt, með því að kynna sér málið eftir bestu getu og segja upphátt og hér með segi ég upphátt: Langa, langa, langa, lang afi, langa, langaafa míns var að öllum líkindum kynferðisofbeldismaður! Hér með er það sagt. Það sem situr þá eftir þegar erfðaskömminni hefur verið skilað er núlífið, mitt líf, mín brot. Ég ætla ekki að fara yfir þau brot sem ég lít svo á að séu uppgerð heldur ætla ég að fara yfir það sem stendur eftir óuppgert, óupplýst. Það sem þolir ekki dagsins ljós eins og ég sagði hér að ofan. Ég er að tala um klámneyslu, ég segi neyslu því ég sem fyrrum fíkill og alkahólisti sé í dag lítinn mun á neyslu kókaíns og pornhub. Sama spennan er beðið er eftir dílernum, sömu boðefnin, sami ásetningurinn sem er flótti og tengslarof. Boðefna fyllerí eins og góður maður sagði eitt sinn. Þessi iðnaður, þessi heimur opnast okkur meðan við erum ungir, og ég vil taka það fram að ég veit að stelpur horfa líka á klám og ég veit að margir velja að leika í klámi sem að virðast frekar heilsteyptar manneskjur. Ég er ekki að dæma framboðið né eftirspurnina nema þá einungis áhrifin sem framboðið hefur haft á mig, mig sem eftirspurnin ég er. En já, við erum oftast ungir. Í mínu tilfelli inni á heimili vinar míns bara rétt um 10 ára aldur, einn pabbinn með klámblöð í stæðum á náttborðinu hjá sér. Þetta var eins og að finna stargate, hlið inn í nýja vídd. Við tekur þarna margra ára, áratuga varsla á klámefni, ekkert sudda magn né sudda efni en alltaf einhver lágmarks lager. Sumir okkar áttu heilt safn af spólum meðan aðrir áttu bara eina í mörg ár, alltaf sama spólan, spólað fram og til baka. Klámið mótaði mín viðhorf og mína nálgun til kynlífs enda besti vinur minn í mörg ár áður en ég svo sjálfur komst í raunverulegt kynlíf sem varla stóðst væntingar út frá samanburði við alla þessa leikstýrðu vini mína. Öll þessi ár kröfðust þess að ég faldi, inn í hellinum, á leynilegum stöðum eitthvað sem þoldi ekki dagsins ljós.Þessari hegðun fylgir skömm og djúp sekt. Það var enginn sem talaði við mig um þessi mál. Það var engin umræða hvorki að hálfu foreldra, skóla né í samfélaginu. Þetta var bara eitt af því sem var en var ekki, eitthvað sem er eðlilegt og aðgengilegt en alls ekki í guðanna bænum tala of mikið um það. Þessi feluleikur hættir og annar tekur við þegar Internetið kemur upp og þetta er tekið inn í fullorðinsárin, aðgengið og úrvalið af klámi allt í einu er orðið nánast ótakmarkað. Leikurunum sem maður þekkti með nöfnum er nú skipt út fyrir nýja. Þeir skipta hundruðum, þúsundum, venjulegt fólk, fólk eins og ég, yngra, ungt fólk. Og oft, svo sjáanlega, ungt fólk í veseni. Það skín af því þjáningin, ekkert Hollywood setup, engin sérstök lýsing, enginn leikur bara grimmd og niðurlæging. Eins og hinir svokölluðu leikarar hefðu bara verið pikkaðir upp af götunni sem þeir örugglega hafa verið. Ég hef heyrt um karlmenn sem eru háðir klámi á hátt sem virðist ótrúlegur. Ég er að tala um átján tíma klámsession án matar og drykkjar bakvið luktar dyr þar til viðkomandi dettur einfaldlega í blackout því heilinn hættir að framleiða boðefni. Ég lýg þessu ekki, þessar sögur hef ég heyrt, margar. Ég hef heyrt af mönnum sem missa fjölskyldur, vinnu, lífið sökum klámneyslu. Hvað mig varðar þá er ég eflaust average Joe en samt án þess að vita það því eins og ég kom inn á, það talar enginn saman og því lítið um samanburð. Klámið fylgdi mér inn í fullorðins árin og hér er ég fjörtíu og fjögurra ára, orðinn faðir og málið er að klámneysla er farin að hafa meira en bara áhrif á mína viðkæmu boðefnaframleiðslu. Klámneysla er farin að hafa áhrif á samvisku mína, samvitund. Hún hefur alls ekki verið regluleg né mikil síðustu ár en þegar hún dúkkar upp þá kemur upp þessi skömm og þessi sárindi sem alltaf fylgja því að gera gegn betri vitund. Þessi sekt yfir því að vera eftirspurn sem framkallar markaðinn sem ég svo innilega trúi og innst inni veit fyrir mitt leyti og samkvæmt minni sannfæringu að er eyðileggjandi afl en ekki göfgandi á neinn hátt. Klámneysla er fyrir mig í dag ekki ókeypis þótt að efnið kosti ekki krónu gegn nokkrum fingrahreyfingum. Neyslan kostar mig nauðsynleg boðefni sem annars ég get notað einmitt í að göfga umhverfi mitt. Neyslan kostar mig heilbrigða veru í samneyti við konur hvort sem er á vinnustað eða innan heimilis. Þessi neysla hefur verið að rjátlast af mér síðustu árin en þessi yfirlýsing, uppljóstrun, er síðasti naglinn. Ég vil ekki meir, mér finnst þetta skítugt og mannskemmandi. Ég vil vera heill og ég vil geta sinnt mínum skyldum af heilum hug með hreina samvisku. Svo nú spyr ég aftur: Strákur, hvað ertu að fela? Svarið er: Ekkert! Hér allt uppi á borðum. Höfundur starfar sem smíðakennari.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun