Hið óhjákvæmilega samhengi laga og samfélags Arnar Þór Jónsson skrifar 13. maí 2021 18:00 Á síðustu árum hef ég ritað tugi greina í blöð og tímarit um undirstöður laga og réttar, um lýðræði, valdtemprun og nauðsyn þess að valdhafar svari til ábyrgðar, um samhengi réttinda og skyldna, mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar o.m.fl. Framlag mitt má vissulega kallast þátttaka í „samfélagsumræðu“ en hún er þó fyrst og fremst innlegg í lagalega umræðu, því þetta tvennt verður í raun ekki aðgreint. Í skrifum mínum hef ég lagt áherslu á þessa staðreynd, þ.e. að lög og samfélag eru tvær hliðar á sama veruleika. Umræða um lög er því óhjákvæmilega jafnframt umfjöllun um samfélagsmál. Hér sem annars staðar þurfa menn að gæta þess að láta ekki hagsmuni og afflutning leiða sig á villigötur. Greinar mínar hafa verið ritaðar til áminningar um tiltekna útgangspunkta og meginviðmið sem nauðsynlegt er að almenningur og valdhafar séu vakandi yfir: Okkur ber ávallt að standa vörð um stjórnarskrá lýðveldisins og virða ákvæði hennar eins og þau standa. Stjórnskipun Íslands ber að verja og forðast umbyltingar án vandaðrar umræðu. Standa ber vörð um sjálfstæði Íslands, m.a. með því að virða ákvæði laga og fjölþjóðlegra samninga um fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga. Verja ber fullveldi Íslands, þ.e. það meginviðmið að Íslendingar eigi sjálfir síðasta orðið um innihald laga og þar með þann grunn sem dómstólar og framkvæmdavald starfa á. Bæta verður hagsmunagæslu okkar á erlendum vettvangi, ekki síst í sameiginlegu EES nefndinni. Ef við sem þjóð sinnum ekki þessari hagsmunagæslu, þá gerir það enginn. Lög sem gilda eiga á Íslandi skulu eiga sér lýðræðislega rót og vera sett að undangenginni umræðu hér á landi. Innleiðing erlendra reglna má ekki vera hömlulaus. Íslensk lög skulu taka mið af íslenskum aðstæðum. Hagnýting náttúruauðlinda Íslands er ein af grunnstoðum hagsældarinnar og má ekki ganga okkur úr greipum. Framsal ríkisvalds úr landi skal sæta þröngum skilyrðum, ekki aðeins í orði heldur einnig í verki. Í framkvæmd hefur EES samningurinn leitt til meira framsal ríkisvalds til erlendra stofnana en gert var ráð fyrir þegar Ísland gerðist aðili að samningnum 1992. Sem löggjafarþing Íslendinga verður Alþingi að geta breytt eða endurskoðað þau lög sem ætlað er að gilda hérlendis. Ákvarðanir um réttindi og skyldur Íslendinga skulu teknar sem næst vettvangi, ekki í erlendum borgum. Gera ber athugasemdir við að erlendar stofnanir seilist ótilhlýðilega til valda og áhrifa hérlendis án skýrra lagaheimilda. Lög eiga að vera fyrirsjáanleg, skiljanleg og skýr. Lagareglur eiga ekki að vera svo margar og svo flóknar að almennir borgarar sjái ekki út úr augum. Kalla ber fólk til ábyrgðar. Ábyrgð er undirstaða frelsis. Virkja ber þann kraft og þá hæfileika sem búa í hverjum manni, jafnt ungum sem öldnum Ekki má rjúfa tengsl milli almennings og valdhafa. Allt vald ber að tempra, embættisvaldið ekki síst. Borgararnir hafa rétt og skyldu til tjáningar, til að setja fram málefnalega gagnrýni. Í lýðfrjálsu ríki verður almennum borgurum ekki skipað að hlýða umyrðalaust, án andófs, án hugsunar. Við eigum að vinna úr málum okkar eftir samhengi og stöðu mála sem uppi er hverju sinni. Heila gömul sár í stað þess að ýfa þau stöðugt upp. Enginn er fullkominn, en við getum öll gert betur. Öllum er okkur ábótavant, en öll höfum við eitthvað gott fram að færa. Við vitum ekki hvernig mál munu þróast á komandi tíð en við verðum að leitast við að gera okkar besta. Við erum sammála um að við viljum kalla fólk til ábyrgðar sem hefur þá sýn að vilja leiða mál fram til farsældar og betra lífs. Að við viljum vinna saman, en ekki vera stöðugt að deila, sundurgreina og útiloka. Væri ekki gott að horfa á það sem vel gengur og telst æskilegt, fremur en að einblína á dökku hliðarnar og það sem miður hefur farið? Viljum við ekki vökva blómin frekar en arfann? Greinar mínar skrifa ég ekki til að koma sjálfum mér á framfæri, en ég orða raddir margra sem hafa svipaða sýn og liggur það sama á hjarta. Slíkar raddir þurfa að heyrast og þær eiga erindi. Ég gef kost á mér í þeim tilgangi að hjálpa til ef fólk óskar þess að fá sjónarmið mín inn á Alþingi. Þetta snýr ekki að öðru. Allir eiga að hafa slíkan rétt, hvort sem þeir eru dómarar, saksóknarar, smiðir, píparar eða verslunarmenn. Svo er bara kosið. Út á það gengur lýðræðið. Við verðum alltaf að leitast við að sjá heildarmyndina í stað þess að einblína á persónur og einhver afmörkuð tilvik. Hvert viljum við stefna? Það er hin eilífa spurning sem ávallt þarf að vera uppi á borðum. Þeir sem bjóða sig fram hljóta að gera það vegna þess að þeir vilja vinna með öðrum í leit að sameiginlegri sýn í stað þess að eyða orku og tíma í að vega að samferðafólki. Ef við værum öll um borð í einu skipi væri samvinna augljós nauðsyn og tíma ekki eytt í óþarfa flokkadrætti og persónuvíg. Öll viljum við koma landinu okkar í heila höfn og góða. Til þess þurfum við samhljóm og yfirsýn. Höfundur hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer í júní nk. og óskar eftir stuðningi í 2. til 3. sætið í prófkjörinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Dómstólar Arnar Þór Jónsson Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hef ég ritað tugi greina í blöð og tímarit um undirstöður laga og réttar, um lýðræði, valdtemprun og nauðsyn þess að valdhafar svari til ábyrgðar, um samhengi réttinda og skyldna, mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar o.m.fl. Framlag mitt má vissulega kallast þátttaka í „samfélagsumræðu“ en hún er þó fyrst og fremst innlegg í lagalega umræðu, því þetta tvennt verður í raun ekki aðgreint. Í skrifum mínum hef ég lagt áherslu á þessa staðreynd, þ.e. að lög og samfélag eru tvær hliðar á sama veruleika. Umræða um lög er því óhjákvæmilega jafnframt umfjöllun um samfélagsmál. Hér sem annars staðar þurfa menn að gæta þess að láta ekki hagsmuni og afflutning leiða sig á villigötur. Greinar mínar hafa verið ritaðar til áminningar um tiltekna útgangspunkta og meginviðmið sem nauðsynlegt er að almenningur og valdhafar séu vakandi yfir: Okkur ber ávallt að standa vörð um stjórnarskrá lýðveldisins og virða ákvæði hennar eins og þau standa. Stjórnskipun Íslands ber að verja og forðast umbyltingar án vandaðrar umræðu. Standa ber vörð um sjálfstæði Íslands, m.a. með því að virða ákvæði laga og fjölþjóðlegra samninga um fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga. Verja ber fullveldi Íslands, þ.e. það meginviðmið að Íslendingar eigi sjálfir síðasta orðið um innihald laga og þar með þann grunn sem dómstólar og framkvæmdavald starfa á. Bæta verður hagsmunagæslu okkar á erlendum vettvangi, ekki síst í sameiginlegu EES nefndinni. Ef við sem þjóð sinnum ekki þessari hagsmunagæslu, þá gerir það enginn. Lög sem gilda eiga á Íslandi skulu eiga sér lýðræðislega rót og vera sett að undangenginni umræðu hér á landi. Innleiðing erlendra reglna má ekki vera hömlulaus. Íslensk lög skulu taka mið af íslenskum aðstæðum. Hagnýting náttúruauðlinda Íslands er ein af grunnstoðum hagsældarinnar og má ekki ganga okkur úr greipum. Framsal ríkisvalds úr landi skal sæta þröngum skilyrðum, ekki aðeins í orði heldur einnig í verki. Í framkvæmd hefur EES samningurinn leitt til meira framsal ríkisvalds til erlendra stofnana en gert var ráð fyrir þegar Ísland gerðist aðili að samningnum 1992. Sem löggjafarþing Íslendinga verður Alþingi að geta breytt eða endurskoðað þau lög sem ætlað er að gilda hérlendis. Ákvarðanir um réttindi og skyldur Íslendinga skulu teknar sem næst vettvangi, ekki í erlendum borgum. Gera ber athugasemdir við að erlendar stofnanir seilist ótilhlýðilega til valda og áhrifa hérlendis án skýrra lagaheimilda. Lög eiga að vera fyrirsjáanleg, skiljanleg og skýr. Lagareglur eiga ekki að vera svo margar og svo flóknar að almennir borgarar sjái ekki út úr augum. Kalla ber fólk til ábyrgðar. Ábyrgð er undirstaða frelsis. Virkja ber þann kraft og þá hæfileika sem búa í hverjum manni, jafnt ungum sem öldnum Ekki má rjúfa tengsl milli almennings og valdhafa. Allt vald ber að tempra, embættisvaldið ekki síst. Borgararnir hafa rétt og skyldu til tjáningar, til að setja fram málefnalega gagnrýni. Í lýðfrjálsu ríki verður almennum borgurum ekki skipað að hlýða umyrðalaust, án andófs, án hugsunar. Við eigum að vinna úr málum okkar eftir samhengi og stöðu mála sem uppi er hverju sinni. Heila gömul sár í stað þess að ýfa þau stöðugt upp. Enginn er fullkominn, en við getum öll gert betur. Öllum er okkur ábótavant, en öll höfum við eitthvað gott fram að færa. Við vitum ekki hvernig mál munu þróast á komandi tíð en við verðum að leitast við að gera okkar besta. Við erum sammála um að við viljum kalla fólk til ábyrgðar sem hefur þá sýn að vilja leiða mál fram til farsældar og betra lífs. Að við viljum vinna saman, en ekki vera stöðugt að deila, sundurgreina og útiloka. Væri ekki gott að horfa á það sem vel gengur og telst æskilegt, fremur en að einblína á dökku hliðarnar og það sem miður hefur farið? Viljum við ekki vökva blómin frekar en arfann? Greinar mínar skrifa ég ekki til að koma sjálfum mér á framfæri, en ég orða raddir margra sem hafa svipaða sýn og liggur það sama á hjarta. Slíkar raddir þurfa að heyrast og þær eiga erindi. Ég gef kost á mér í þeim tilgangi að hjálpa til ef fólk óskar þess að fá sjónarmið mín inn á Alþingi. Þetta snýr ekki að öðru. Allir eiga að hafa slíkan rétt, hvort sem þeir eru dómarar, saksóknarar, smiðir, píparar eða verslunarmenn. Svo er bara kosið. Út á það gengur lýðræðið. Við verðum alltaf að leitast við að sjá heildarmyndina í stað þess að einblína á persónur og einhver afmörkuð tilvik. Hvert viljum við stefna? Það er hin eilífa spurning sem ávallt þarf að vera uppi á borðum. Þeir sem bjóða sig fram hljóta að gera það vegna þess að þeir vilja vinna með öðrum í leit að sameiginlegri sýn í stað þess að eyða orku og tíma í að vega að samferðafólki. Ef við værum öll um borð í einu skipi væri samvinna augljós nauðsyn og tíma ekki eytt í óþarfa flokkadrætti og persónuvíg. Öll viljum við koma landinu okkar í heila höfn og góða. Til þess þurfum við samhljóm og yfirsýn. Höfundur hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer í júní nk. og óskar eftir stuðningi í 2. til 3. sætið í prófkjörinu.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun