Hið óhjákvæmilega samhengi laga og samfélags Arnar Þór Jónsson skrifar 13. maí 2021 18:00 Á síðustu árum hef ég ritað tugi greina í blöð og tímarit um undirstöður laga og réttar, um lýðræði, valdtemprun og nauðsyn þess að valdhafar svari til ábyrgðar, um samhengi réttinda og skyldna, mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar o.m.fl. Framlag mitt má vissulega kallast þátttaka í „samfélagsumræðu“ en hún er þó fyrst og fremst innlegg í lagalega umræðu, því þetta tvennt verður í raun ekki aðgreint. Í skrifum mínum hef ég lagt áherslu á þessa staðreynd, þ.e. að lög og samfélag eru tvær hliðar á sama veruleika. Umræða um lög er því óhjákvæmilega jafnframt umfjöllun um samfélagsmál. Hér sem annars staðar þurfa menn að gæta þess að láta ekki hagsmuni og afflutning leiða sig á villigötur. Greinar mínar hafa verið ritaðar til áminningar um tiltekna útgangspunkta og meginviðmið sem nauðsynlegt er að almenningur og valdhafar séu vakandi yfir: Okkur ber ávallt að standa vörð um stjórnarskrá lýðveldisins og virða ákvæði hennar eins og þau standa. Stjórnskipun Íslands ber að verja og forðast umbyltingar án vandaðrar umræðu. Standa ber vörð um sjálfstæði Íslands, m.a. með því að virða ákvæði laga og fjölþjóðlegra samninga um fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga. Verja ber fullveldi Íslands, þ.e. það meginviðmið að Íslendingar eigi sjálfir síðasta orðið um innihald laga og þar með þann grunn sem dómstólar og framkvæmdavald starfa á. Bæta verður hagsmunagæslu okkar á erlendum vettvangi, ekki síst í sameiginlegu EES nefndinni. Ef við sem þjóð sinnum ekki þessari hagsmunagæslu, þá gerir það enginn. Lög sem gilda eiga á Íslandi skulu eiga sér lýðræðislega rót og vera sett að undangenginni umræðu hér á landi. Innleiðing erlendra reglna má ekki vera hömlulaus. Íslensk lög skulu taka mið af íslenskum aðstæðum. Hagnýting náttúruauðlinda Íslands er ein af grunnstoðum hagsældarinnar og má ekki ganga okkur úr greipum. Framsal ríkisvalds úr landi skal sæta þröngum skilyrðum, ekki aðeins í orði heldur einnig í verki. Í framkvæmd hefur EES samningurinn leitt til meira framsal ríkisvalds til erlendra stofnana en gert var ráð fyrir þegar Ísland gerðist aðili að samningnum 1992. Sem löggjafarþing Íslendinga verður Alþingi að geta breytt eða endurskoðað þau lög sem ætlað er að gilda hérlendis. Ákvarðanir um réttindi og skyldur Íslendinga skulu teknar sem næst vettvangi, ekki í erlendum borgum. Gera ber athugasemdir við að erlendar stofnanir seilist ótilhlýðilega til valda og áhrifa hérlendis án skýrra lagaheimilda. Lög eiga að vera fyrirsjáanleg, skiljanleg og skýr. Lagareglur eiga ekki að vera svo margar og svo flóknar að almennir borgarar sjái ekki út úr augum. Kalla ber fólk til ábyrgðar. Ábyrgð er undirstaða frelsis. Virkja ber þann kraft og þá hæfileika sem búa í hverjum manni, jafnt ungum sem öldnum Ekki má rjúfa tengsl milli almennings og valdhafa. Allt vald ber að tempra, embættisvaldið ekki síst. Borgararnir hafa rétt og skyldu til tjáningar, til að setja fram málefnalega gagnrýni. Í lýðfrjálsu ríki verður almennum borgurum ekki skipað að hlýða umyrðalaust, án andófs, án hugsunar. Við eigum að vinna úr málum okkar eftir samhengi og stöðu mála sem uppi er hverju sinni. Heila gömul sár í stað þess að ýfa þau stöðugt upp. Enginn er fullkominn, en við getum öll gert betur. Öllum er okkur ábótavant, en öll höfum við eitthvað gott fram að færa. Við vitum ekki hvernig mál munu þróast á komandi tíð en við verðum að leitast við að gera okkar besta. Við erum sammála um að við viljum kalla fólk til ábyrgðar sem hefur þá sýn að vilja leiða mál fram til farsældar og betra lífs. Að við viljum vinna saman, en ekki vera stöðugt að deila, sundurgreina og útiloka. Væri ekki gott að horfa á það sem vel gengur og telst æskilegt, fremur en að einblína á dökku hliðarnar og það sem miður hefur farið? Viljum við ekki vökva blómin frekar en arfann? Greinar mínar skrifa ég ekki til að koma sjálfum mér á framfæri, en ég orða raddir margra sem hafa svipaða sýn og liggur það sama á hjarta. Slíkar raddir þurfa að heyrast og þær eiga erindi. Ég gef kost á mér í þeim tilgangi að hjálpa til ef fólk óskar þess að fá sjónarmið mín inn á Alþingi. Þetta snýr ekki að öðru. Allir eiga að hafa slíkan rétt, hvort sem þeir eru dómarar, saksóknarar, smiðir, píparar eða verslunarmenn. Svo er bara kosið. Út á það gengur lýðræðið. Við verðum alltaf að leitast við að sjá heildarmyndina í stað þess að einblína á persónur og einhver afmörkuð tilvik. Hvert viljum við stefna? Það er hin eilífa spurning sem ávallt þarf að vera uppi á borðum. Þeir sem bjóða sig fram hljóta að gera það vegna þess að þeir vilja vinna með öðrum í leit að sameiginlegri sýn í stað þess að eyða orku og tíma í að vega að samferðafólki. Ef við værum öll um borð í einu skipi væri samvinna augljós nauðsyn og tíma ekki eytt í óþarfa flokkadrætti og persónuvíg. Öll viljum við koma landinu okkar í heila höfn og góða. Til þess þurfum við samhljóm og yfirsýn. Höfundur hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer í júní nk. og óskar eftir stuðningi í 2. til 3. sætið í prófkjörinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Dómstólar Arnar Þór Jónsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hef ég ritað tugi greina í blöð og tímarit um undirstöður laga og réttar, um lýðræði, valdtemprun og nauðsyn þess að valdhafar svari til ábyrgðar, um samhengi réttinda og skyldna, mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar o.m.fl. Framlag mitt má vissulega kallast þátttaka í „samfélagsumræðu“ en hún er þó fyrst og fremst innlegg í lagalega umræðu, því þetta tvennt verður í raun ekki aðgreint. Í skrifum mínum hef ég lagt áherslu á þessa staðreynd, þ.e. að lög og samfélag eru tvær hliðar á sama veruleika. Umræða um lög er því óhjákvæmilega jafnframt umfjöllun um samfélagsmál. Hér sem annars staðar þurfa menn að gæta þess að láta ekki hagsmuni og afflutning leiða sig á villigötur. Greinar mínar hafa verið ritaðar til áminningar um tiltekna útgangspunkta og meginviðmið sem nauðsynlegt er að almenningur og valdhafar séu vakandi yfir: Okkur ber ávallt að standa vörð um stjórnarskrá lýðveldisins og virða ákvæði hennar eins og þau standa. Stjórnskipun Íslands ber að verja og forðast umbyltingar án vandaðrar umræðu. Standa ber vörð um sjálfstæði Íslands, m.a. með því að virða ákvæði laga og fjölþjóðlegra samninga um fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga. Verja ber fullveldi Íslands, þ.e. það meginviðmið að Íslendingar eigi sjálfir síðasta orðið um innihald laga og þar með þann grunn sem dómstólar og framkvæmdavald starfa á. Bæta verður hagsmunagæslu okkar á erlendum vettvangi, ekki síst í sameiginlegu EES nefndinni. Ef við sem þjóð sinnum ekki þessari hagsmunagæslu, þá gerir það enginn. Lög sem gilda eiga á Íslandi skulu eiga sér lýðræðislega rót og vera sett að undangenginni umræðu hér á landi. Innleiðing erlendra reglna má ekki vera hömlulaus. Íslensk lög skulu taka mið af íslenskum aðstæðum. Hagnýting náttúruauðlinda Íslands er ein af grunnstoðum hagsældarinnar og má ekki ganga okkur úr greipum. Framsal ríkisvalds úr landi skal sæta þröngum skilyrðum, ekki aðeins í orði heldur einnig í verki. Í framkvæmd hefur EES samningurinn leitt til meira framsal ríkisvalds til erlendra stofnana en gert var ráð fyrir þegar Ísland gerðist aðili að samningnum 1992. Sem löggjafarþing Íslendinga verður Alþingi að geta breytt eða endurskoðað þau lög sem ætlað er að gilda hérlendis. Ákvarðanir um réttindi og skyldur Íslendinga skulu teknar sem næst vettvangi, ekki í erlendum borgum. Gera ber athugasemdir við að erlendar stofnanir seilist ótilhlýðilega til valda og áhrifa hérlendis án skýrra lagaheimilda. Lög eiga að vera fyrirsjáanleg, skiljanleg og skýr. Lagareglur eiga ekki að vera svo margar og svo flóknar að almennir borgarar sjái ekki út úr augum. Kalla ber fólk til ábyrgðar. Ábyrgð er undirstaða frelsis. Virkja ber þann kraft og þá hæfileika sem búa í hverjum manni, jafnt ungum sem öldnum Ekki má rjúfa tengsl milli almennings og valdhafa. Allt vald ber að tempra, embættisvaldið ekki síst. Borgararnir hafa rétt og skyldu til tjáningar, til að setja fram málefnalega gagnrýni. Í lýðfrjálsu ríki verður almennum borgurum ekki skipað að hlýða umyrðalaust, án andófs, án hugsunar. Við eigum að vinna úr málum okkar eftir samhengi og stöðu mála sem uppi er hverju sinni. Heila gömul sár í stað þess að ýfa þau stöðugt upp. Enginn er fullkominn, en við getum öll gert betur. Öllum er okkur ábótavant, en öll höfum við eitthvað gott fram að færa. Við vitum ekki hvernig mál munu þróast á komandi tíð en við verðum að leitast við að gera okkar besta. Við erum sammála um að við viljum kalla fólk til ábyrgðar sem hefur þá sýn að vilja leiða mál fram til farsældar og betra lífs. Að við viljum vinna saman, en ekki vera stöðugt að deila, sundurgreina og útiloka. Væri ekki gott að horfa á það sem vel gengur og telst æskilegt, fremur en að einblína á dökku hliðarnar og það sem miður hefur farið? Viljum við ekki vökva blómin frekar en arfann? Greinar mínar skrifa ég ekki til að koma sjálfum mér á framfæri, en ég orða raddir margra sem hafa svipaða sýn og liggur það sama á hjarta. Slíkar raddir þurfa að heyrast og þær eiga erindi. Ég gef kost á mér í þeim tilgangi að hjálpa til ef fólk óskar þess að fá sjónarmið mín inn á Alþingi. Þetta snýr ekki að öðru. Allir eiga að hafa slíkan rétt, hvort sem þeir eru dómarar, saksóknarar, smiðir, píparar eða verslunarmenn. Svo er bara kosið. Út á það gengur lýðræðið. Við verðum alltaf að leitast við að sjá heildarmyndina í stað þess að einblína á persónur og einhver afmörkuð tilvik. Hvert viljum við stefna? Það er hin eilífa spurning sem ávallt þarf að vera uppi á borðum. Þeir sem bjóða sig fram hljóta að gera það vegna þess að þeir vilja vinna með öðrum í leit að sameiginlegri sýn í stað þess að eyða orku og tíma í að vega að samferðafólki. Ef við værum öll um borð í einu skipi væri samvinna augljós nauðsyn og tíma ekki eytt í óþarfa flokkadrætti og persónuvíg. Öll viljum við koma landinu okkar í heila höfn og góða. Til þess þurfum við samhljóm og yfirsýn. Höfundur hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer í júní nk. og óskar eftir stuðningi í 2. til 3. sætið í prófkjörinu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar