Guðspjallið spilaði ... Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. maí 2021 09:49 Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. Tónlist hans og annarra meistara kirkjutónlistarinnar opnar svið innra með hlustandanum sem rökhugsunin nær ekki fyllilega til, orðin eða frásagnirnar. Þegar vel tekst til skynjar hlustandinn voldugar kenndir hrærast innra með sér, sem fátækleg orð ná ekki að lýsa. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Að baki býr mikil vinna, sérstök færni og djúp þekking. Hörður Áskelsson hefur í yfir fjörutíu ár staðið fyrir slíkum tónlistarflutningi í Hallgrímskirkju. Hann hefur laðað til sín margt af besta söngfólki landsins og starfrækt tvo afburða kóra, Mótettukórinn og Schola Cantorum. Þetta er ævistarf hans, og Hallgrímskirkja hefur verið vettvangur þess starfs. Hann hefur lært á hljóm kirkjunnar, fundið hvernig má láta undrið gerast, þegar ómur nær að senda ljósgeisla inn í sálina. Hann hefur spilað guðspjallið. Hann hefur gert manna mest til að gera Hallgrímskirkju að höfuðkirkju. Og nú þegar líður að leiðarlokum skyldi maður ætla að fulltrúar Hallgrímskirkju, prestar hennar og þjóðkirkjan öll þakkaði mikið og gott starf og stuðlaði að farsælum starfslokum sem sómi væri að, ekki síst til að tryggja að tónlistin ómi áfram um hvelfingar kirkjunnar. En það er öðru nær. Herði er gert að yfirgefa þennan starfsvettvang sinn með skömm. Að baki býr vanmat á Herði sem listamanni, vanmat á hlut listarinnar í kirkjustarfinu, vanmat á samstöðu annarra listamanna með honum. Fyrir vikið er tónlistarstarf í kirkjunni í uppnámi, kórarnir tveir á förum og guðspjall fimmta guðspjallamannsins við það að hljóðna. Það hlýtur að vera hægt að vinda ofan af þessu klúðri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímskirkja Tónlist Þjóðkirkjan Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. Tónlist hans og annarra meistara kirkjutónlistarinnar opnar svið innra með hlustandanum sem rökhugsunin nær ekki fyllilega til, orðin eða frásagnirnar. Þegar vel tekst til skynjar hlustandinn voldugar kenndir hrærast innra með sér, sem fátækleg orð ná ekki að lýsa. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Að baki býr mikil vinna, sérstök færni og djúp þekking. Hörður Áskelsson hefur í yfir fjörutíu ár staðið fyrir slíkum tónlistarflutningi í Hallgrímskirkju. Hann hefur laðað til sín margt af besta söngfólki landsins og starfrækt tvo afburða kóra, Mótettukórinn og Schola Cantorum. Þetta er ævistarf hans, og Hallgrímskirkja hefur verið vettvangur þess starfs. Hann hefur lært á hljóm kirkjunnar, fundið hvernig má láta undrið gerast, þegar ómur nær að senda ljósgeisla inn í sálina. Hann hefur spilað guðspjallið. Hann hefur gert manna mest til að gera Hallgrímskirkju að höfuðkirkju. Og nú þegar líður að leiðarlokum skyldi maður ætla að fulltrúar Hallgrímskirkju, prestar hennar og þjóðkirkjan öll þakkaði mikið og gott starf og stuðlaði að farsælum starfslokum sem sómi væri að, ekki síst til að tryggja að tónlistin ómi áfram um hvelfingar kirkjunnar. En það er öðru nær. Herði er gert að yfirgefa þennan starfsvettvang sinn með skömm. Að baki býr vanmat á Herði sem listamanni, vanmat á hlut listarinnar í kirkjustarfinu, vanmat á samstöðu annarra listamanna með honum. Fyrir vikið er tónlistarstarf í kirkjunni í uppnámi, kórarnir tveir á förum og guðspjall fimmta guðspjallamannsins við það að hljóðna. Það hlýtur að vera hægt að vinda ofan af þessu klúðri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun