Er eðlilegt að útgerðarmenn geti einhliða ráðið verði til sjómanna? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 5. maí 2021 10:31 Laugardaginn 1. maí síðastliðinn birti VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kom fram samanburður á loðnuverði til Íslendinga annarsvegar og Norðmanna hinsvegar á ný afstaðinni vertíð. Í auglýsingunni bentum við á að á ný afstaðinni loðnuvertíð fengu íslenskir sjómenn greiddar að meðaltali 110 kr. á kíló frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir loðnuna. Á sömu loðnuvertíð borguðu sömu íslensku sjávarútvegsfyrirtæki norskum sjómönnum hins vegar að meðaltali 224 kr. á kíló fyrir loðnuna. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að langflestir sem vinna í íslenskum sjávarútvegi viti að loðnan sem íslensku sjómennirnir veiddu var mun verðmætari útflutningsvara á þeim tíma sem þeir veiddu loðnuna heldur en þegar norsku sjómennirnir máttu veiða hana. Í kjarasamningum sjómanna stendur að sjómönnum „skal tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær fyrir sinn hlut.“ Vissulega greiddu útgerðarmenn sjómönnum hlut úr því verði sem þeir greiddu til skipa sinna, en var þeim tryggt hæsta gangverð? Það stingur í augu að sömu útgerðir treystu sér að kaupa afla af norskum skipum á tvisvar sinnum hærra verði en þær borguðu íslenskum sjómönnum. Ég vil taka fram að það voru ekki allar íslenskar útgerðir sem keyptu afla af norskum skipum. En engu að síður vaknar sú spurning hvort verið er að borga sanngjarnt verð til íslenskra skipa? Ef íslenskir sjómenn hefðu fengið að minnsta kosti sama verð fyrir loðnuna og norskir sjómenn hefðu rétt tæpir átta milljarðar komið til skipta til viðbótar á þessari litlu vertíð. Hverjir tapa á því? Það er auðvitað öll íslenska þjóðin sem tapar. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélögin tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Sameiginlegir sjóðir okkar verða af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Fiskurinn í sjónum er þjóðarauðlind og við eigum öll rétt á að fá okkar hlut úr henni Spurning um verðlagningu á uppsjávarfiski vaknar á hverri vertíð Við höfum áður vakið athygli á því að íslenskar útgerðir virðast greiða hærra verð til norskra skipa en íslenskra. Í mars 2019 keypti bræðsla á Íslandi kolmuna af bæði íslensku skipi og norsku skipi og greiddi bræðslan skipinu rúmlega 43% hærra verð. Við höfum einnig bent á skýrslur frá Verðlagsstofu Skiptaverðs. Þar má sjá samanburð á verði á makríl og síld á milli Íslands og Noregs frá 2012 til 2019, og er sá munur sláandi svo ekki sé meira sagt. Útgerðarmenn segja að það sé ekkert óeðlilegt við þetta. Það sem er hins vegar sérstakt og vekur upp spurningar er að þegar erlend skip landa á Íslandi þá er hægt að borga langt um hærra verð til þeirra en til íslenskra sjómanna og þegar íslensk skip landa erlendis þá virðast sjómenn okkar fá miklu betra verð þar en þegar þeir landa á Íslandi. Það er ekki furða að við teljum að verið sé að brjóta kjarasamninga þegar þetta birtist okkur svona. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu meðal þingmanna, því miður virðist lítill pólitískur vilji til að skoða málið og láta útgerðarmenn gera upp á réttum verðum. Hitti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kannski naglann á höfuðið þegar hann benti á að hagsmunasamtök hafi of mikil áhrif á Íslandi? Þessu verðum við að breyta – fyrir okkur öll. Við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna höfum spurt áður og spyrjum enn: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 1. maí síðastliðinn birti VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kom fram samanburður á loðnuverði til Íslendinga annarsvegar og Norðmanna hinsvegar á ný afstaðinni vertíð. Í auglýsingunni bentum við á að á ný afstaðinni loðnuvertíð fengu íslenskir sjómenn greiddar að meðaltali 110 kr. á kíló frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir loðnuna. Á sömu loðnuvertíð borguðu sömu íslensku sjávarútvegsfyrirtæki norskum sjómönnum hins vegar að meðaltali 224 kr. á kíló fyrir loðnuna. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að langflestir sem vinna í íslenskum sjávarútvegi viti að loðnan sem íslensku sjómennirnir veiddu var mun verðmætari útflutningsvara á þeim tíma sem þeir veiddu loðnuna heldur en þegar norsku sjómennirnir máttu veiða hana. Í kjarasamningum sjómanna stendur að sjómönnum „skal tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær fyrir sinn hlut.“ Vissulega greiddu útgerðarmenn sjómönnum hlut úr því verði sem þeir greiddu til skipa sinna, en var þeim tryggt hæsta gangverð? Það stingur í augu að sömu útgerðir treystu sér að kaupa afla af norskum skipum á tvisvar sinnum hærra verði en þær borguðu íslenskum sjómönnum. Ég vil taka fram að það voru ekki allar íslenskar útgerðir sem keyptu afla af norskum skipum. En engu að síður vaknar sú spurning hvort verið er að borga sanngjarnt verð til íslenskra skipa? Ef íslenskir sjómenn hefðu fengið að minnsta kosti sama verð fyrir loðnuna og norskir sjómenn hefðu rétt tæpir átta milljarðar komið til skipta til viðbótar á þessari litlu vertíð. Hverjir tapa á því? Það er auðvitað öll íslenska þjóðin sem tapar. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélögin tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Sameiginlegir sjóðir okkar verða af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Fiskurinn í sjónum er þjóðarauðlind og við eigum öll rétt á að fá okkar hlut úr henni Spurning um verðlagningu á uppsjávarfiski vaknar á hverri vertíð Við höfum áður vakið athygli á því að íslenskar útgerðir virðast greiða hærra verð til norskra skipa en íslenskra. Í mars 2019 keypti bræðsla á Íslandi kolmuna af bæði íslensku skipi og norsku skipi og greiddi bræðslan skipinu rúmlega 43% hærra verð. Við höfum einnig bent á skýrslur frá Verðlagsstofu Skiptaverðs. Þar má sjá samanburð á verði á makríl og síld á milli Íslands og Noregs frá 2012 til 2019, og er sá munur sláandi svo ekki sé meira sagt. Útgerðarmenn segja að það sé ekkert óeðlilegt við þetta. Það sem er hins vegar sérstakt og vekur upp spurningar er að þegar erlend skip landa á Íslandi þá er hægt að borga langt um hærra verð til þeirra en til íslenskra sjómanna og þegar íslensk skip landa erlendis þá virðast sjómenn okkar fá miklu betra verð þar en þegar þeir landa á Íslandi. Það er ekki furða að við teljum að verið sé að brjóta kjarasamninga þegar þetta birtist okkur svona. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu meðal þingmanna, því miður virðist lítill pólitískur vilji til að skoða málið og láta útgerðarmenn gera upp á réttum verðum. Hitti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kannski naglann á höfuðið þegar hann benti á að hagsmunasamtök hafi of mikil áhrif á Íslandi? Þessu verðum við að breyta – fyrir okkur öll. Við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna höfum spurt áður og spyrjum enn: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun