Er eðlilegt að útgerðarmenn geti einhliða ráðið verði til sjómanna? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 5. maí 2021 10:31 Laugardaginn 1. maí síðastliðinn birti VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kom fram samanburður á loðnuverði til Íslendinga annarsvegar og Norðmanna hinsvegar á ný afstaðinni vertíð. Í auglýsingunni bentum við á að á ný afstaðinni loðnuvertíð fengu íslenskir sjómenn greiddar að meðaltali 110 kr. á kíló frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir loðnuna. Á sömu loðnuvertíð borguðu sömu íslensku sjávarútvegsfyrirtæki norskum sjómönnum hins vegar að meðaltali 224 kr. á kíló fyrir loðnuna. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að langflestir sem vinna í íslenskum sjávarútvegi viti að loðnan sem íslensku sjómennirnir veiddu var mun verðmætari útflutningsvara á þeim tíma sem þeir veiddu loðnuna heldur en þegar norsku sjómennirnir máttu veiða hana. Í kjarasamningum sjómanna stendur að sjómönnum „skal tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær fyrir sinn hlut.“ Vissulega greiddu útgerðarmenn sjómönnum hlut úr því verði sem þeir greiddu til skipa sinna, en var þeim tryggt hæsta gangverð? Það stingur í augu að sömu útgerðir treystu sér að kaupa afla af norskum skipum á tvisvar sinnum hærra verði en þær borguðu íslenskum sjómönnum. Ég vil taka fram að það voru ekki allar íslenskar útgerðir sem keyptu afla af norskum skipum. En engu að síður vaknar sú spurning hvort verið er að borga sanngjarnt verð til íslenskra skipa? Ef íslenskir sjómenn hefðu fengið að minnsta kosti sama verð fyrir loðnuna og norskir sjómenn hefðu rétt tæpir átta milljarðar komið til skipta til viðbótar á þessari litlu vertíð. Hverjir tapa á því? Það er auðvitað öll íslenska þjóðin sem tapar. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélögin tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Sameiginlegir sjóðir okkar verða af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Fiskurinn í sjónum er þjóðarauðlind og við eigum öll rétt á að fá okkar hlut úr henni Spurning um verðlagningu á uppsjávarfiski vaknar á hverri vertíð Við höfum áður vakið athygli á því að íslenskar útgerðir virðast greiða hærra verð til norskra skipa en íslenskra. Í mars 2019 keypti bræðsla á Íslandi kolmuna af bæði íslensku skipi og norsku skipi og greiddi bræðslan skipinu rúmlega 43% hærra verð. Við höfum einnig bent á skýrslur frá Verðlagsstofu Skiptaverðs. Þar má sjá samanburð á verði á makríl og síld á milli Íslands og Noregs frá 2012 til 2019, og er sá munur sláandi svo ekki sé meira sagt. Útgerðarmenn segja að það sé ekkert óeðlilegt við þetta. Það sem er hins vegar sérstakt og vekur upp spurningar er að þegar erlend skip landa á Íslandi þá er hægt að borga langt um hærra verð til þeirra en til íslenskra sjómanna og þegar íslensk skip landa erlendis þá virðast sjómenn okkar fá miklu betra verð þar en þegar þeir landa á Íslandi. Það er ekki furða að við teljum að verið sé að brjóta kjarasamninga þegar þetta birtist okkur svona. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu meðal þingmanna, því miður virðist lítill pólitískur vilji til að skoða málið og láta útgerðarmenn gera upp á réttum verðum. Hitti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kannski naglann á höfuðið þegar hann benti á að hagsmunasamtök hafi of mikil áhrif á Íslandi? Þessu verðum við að breyta – fyrir okkur öll. Við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna höfum spurt áður og spyrjum enn: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 1. maí síðastliðinn birti VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kom fram samanburður á loðnuverði til Íslendinga annarsvegar og Norðmanna hinsvegar á ný afstaðinni vertíð. Í auglýsingunni bentum við á að á ný afstaðinni loðnuvertíð fengu íslenskir sjómenn greiddar að meðaltali 110 kr. á kíló frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir loðnuna. Á sömu loðnuvertíð borguðu sömu íslensku sjávarútvegsfyrirtæki norskum sjómönnum hins vegar að meðaltali 224 kr. á kíló fyrir loðnuna. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að langflestir sem vinna í íslenskum sjávarútvegi viti að loðnan sem íslensku sjómennirnir veiddu var mun verðmætari útflutningsvara á þeim tíma sem þeir veiddu loðnuna heldur en þegar norsku sjómennirnir máttu veiða hana. Í kjarasamningum sjómanna stendur að sjómönnum „skal tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær fyrir sinn hlut.“ Vissulega greiddu útgerðarmenn sjómönnum hlut úr því verði sem þeir greiddu til skipa sinna, en var þeim tryggt hæsta gangverð? Það stingur í augu að sömu útgerðir treystu sér að kaupa afla af norskum skipum á tvisvar sinnum hærra verði en þær borguðu íslenskum sjómönnum. Ég vil taka fram að það voru ekki allar íslenskar útgerðir sem keyptu afla af norskum skipum. En engu að síður vaknar sú spurning hvort verið er að borga sanngjarnt verð til íslenskra skipa? Ef íslenskir sjómenn hefðu fengið að minnsta kosti sama verð fyrir loðnuna og norskir sjómenn hefðu rétt tæpir átta milljarðar komið til skipta til viðbótar á þessari litlu vertíð. Hverjir tapa á því? Það er auðvitað öll íslenska þjóðin sem tapar. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélögin tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Sameiginlegir sjóðir okkar verða af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Fiskurinn í sjónum er þjóðarauðlind og við eigum öll rétt á að fá okkar hlut úr henni Spurning um verðlagningu á uppsjávarfiski vaknar á hverri vertíð Við höfum áður vakið athygli á því að íslenskar útgerðir virðast greiða hærra verð til norskra skipa en íslenskra. Í mars 2019 keypti bræðsla á Íslandi kolmuna af bæði íslensku skipi og norsku skipi og greiddi bræðslan skipinu rúmlega 43% hærra verð. Við höfum einnig bent á skýrslur frá Verðlagsstofu Skiptaverðs. Þar má sjá samanburð á verði á makríl og síld á milli Íslands og Noregs frá 2012 til 2019, og er sá munur sláandi svo ekki sé meira sagt. Útgerðarmenn segja að það sé ekkert óeðlilegt við þetta. Það sem er hins vegar sérstakt og vekur upp spurningar er að þegar erlend skip landa á Íslandi þá er hægt að borga langt um hærra verð til þeirra en til íslenskra sjómanna og þegar íslensk skip landa erlendis þá virðast sjómenn okkar fá miklu betra verð þar en þegar þeir landa á Íslandi. Það er ekki furða að við teljum að verið sé að brjóta kjarasamninga þegar þetta birtist okkur svona. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu meðal þingmanna, því miður virðist lítill pólitískur vilji til að skoða málið og láta útgerðarmenn gera upp á réttum verðum. Hitti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kannski naglann á höfuðið þegar hann benti á að hagsmunasamtök hafi of mikil áhrif á Íslandi? Þessu verðum við að breyta – fyrir okkur öll. Við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna höfum spurt áður og spyrjum enn: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun