Segjum upp hörmungarsamningnum! Guttormur Þorsteinsson skrifar 5. maí 2021 08:01 Í dag, 5. maí, eru 70 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður í byrjun kalda stríðsins. Þá fuku þeir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld settu við inngönguna í Nató tveimur árum áður um að hér yrði ekki her á friðartímum. Í kjölfarið var sett á fót herstöð í Keflavík og Bandaríkjaher átti eftir að hafa fasta viðveru þar til ársins 2006. Íslensk stjórnvöld settu ákvæði um að samráð yrði haft um stærð þess herafla en þau voru upphaflega voru hugsuð til að hafa hemil á honum. Þegar Kalda stríðinu lauk og Bandaríkjaher missti áhugann á Íslandi var dregið úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Íslensk stjórnvöld reyndu þá að beita þessum ákvæðum um samráð til þess að framlengja hersetuna á einhverju mesta niðurlægingarskeiði íslenskrar utanríkisstefnu. Stuðningur Íslands við Íraksstríðið, versta og afdrifaríkasta árásarstríð 21. aldarinnar keypti einungis nokkur misseri af áframhaldandi hersetu. Davíð Oddsson hótaði að segja upp samningnum ef herinn færi en þegar á reyndi voru þær hótanir marklausar og samningsstaða Íslands eftir það engin. Inn um bakdyrnar En þó að herinn hafi átt að heita farinn hélt hann eftir aðstöðu hér og heimildum til að nýta hana ef honum svo sýndist. Síðasta áratug hefur herinn aftur verið að hreiðra um sig og nú án íþyngjandi kvaða um svo og svo mikinn viðbúnað í þágu ætlaðra íslenskra hagsmuna eins og var fyrir 2006. Þetta sjálfdæmi bandarískra stjórnvalda til að halda hér her og byggja upp aðstöðu var staðfest með viðauka við varnarsamninginn sem Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir sem utanríkisráðherra 2016. Þetta er sérstaklega varhugavert nú þegar Bandarísk hernaðaryfirvöld eru aftur farin að vekja máls á hernaðarlegu mikilvægi norðurslóða. Bandarískir flotaforingjar eru farnir að tala um herskipahafnir og nýleg stækkun öryggissvæðis við Langanes og hugmyndir um herskipahöfn í Helguvík eru uggvænlegur fyrirboði um að stjórnvöld hér séu til í að spila með. Í þessari myrku framtíðarsýn dregst Ísland inn í nýtt kalt stríð um skipaleiðir og hráefni á bráðnandi norðurheimskauti með tilheyrandi umferð kjarnorkukafbáta og herskipa. Þetta er þvert á íslenska hagsmuni sem hljóta að felast í samstarfi og friðsamlegri nýtingu auðlinda á norðurslóðum og því að stemma stigu við þeirri hamfarahlýnun sem þyrfti til að þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Þær ógnir sem helst steðja að Íslendingum eru einmitt ekki hernaðarlegar eins og yfirvofandi heimsfaraldur og eldsumbrot á Reykjanesskaga sýna vel. Eftir 70 ár er löngu kominn tími til þess að við segjum upp þessum ójafna samningi. Íslenskir öryggishagsmunir eru ekki þeir sömu og hagsmunir Bandaríska hersins og það er engin ástæða fyrir friðsama og herlausa þjóð til að útvega fjarlægu stórveldi aðstöðu til hernaðarbrölts. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Hernaður Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í dag, 5. maí, eru 70 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður í byrjun kalda stríðsins. Þá fuku þeir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld settu við inngönguna í Nató tveimur árum áður um að hér yrði ekki her á friðartímum. Í kjölfarið var sett á fót herstöð í Keflavík og Bandaríkjaher átti eftir að hafa fasta viðveru þar til ársins 2006. Íslensk stjórnvöld settu ákvæði um að samráð yrði haft um stærð þess herafla en þau voru upphaflega voru hugsuð til að hafa hemil á honum. Þegar Kalda stríðinu lauk og Bandaríkjaher missti áhugann á Íslandi var dregið úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Íslensk stjórnvöld reyndu þá að beita þessum ákvæðum um samráð til þess að framlengja hersetuna á einhverju mesta niðurlægingarskeiði íslenskrar utanríkisstefnu. Stuðningur Íslands við Íraksstríðið, versta og afdrifaríkasta árásarstríð 21. aldarinnar keypti einungis nokkur misseri af áframhaldandi hersetu. Davíð Oddsson hótaði að segja upp samningnum ef herinn færi en þegar á reyndi voru þær hótanir marklausar og samningsstaða Íslands eftir það engin. Inn um bakdyrnar En þó að herinn hafi átt að heita farinn hélt hann eftir aðstöðu hér og heimildum til að nýta hana ef honum svo sýndist. Síðasta áratug hefur herinn aftur verið að hreiðra um sig og nú án íþyngjandi kvaða um svo og svo mikinn viðbúnað í þágu ætlaðra íslenskra hagsmuna eins og var fyrir 2006. Þetta sjálfdæmi bandarískra stjórnvalda til að halda hér her og byggja upp aðstöðu var staðfest með viðauka við varnarsamninginn sem Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir sem utanríkisráðherra 2016. Þetta er sérstaklega varhugavert nú þegar Bandarísk hernaðaryfirvöld eru aftur farin að vekja máls á hernaðarlegu mikilvægi norðurslóða. Bandarískir flotaforingjar eru farnir að tala um herskipahafnir og nýleg stækkun öryggissvæðis við Langanes og hugmyndir um herskipahöfn í Helguvík eru uggvænlegur fyrirboði um að stjórnvöld hér séu til í að spila með. Í þessari myrku framtíðarsýn dregst Ísland inn í nýtt kalt stríð um skipaleiðir og hráefni á bráðnandi norðurheimskauti með tilheyrandi umferð kjarnorkukafbáta og herskipa. Þetta er þvert á íslenska hagsmuni sem hljóta að felast í samstarfi og friðsamlegri nýtingu auðlinda á norðurslóðum og því að stemma stigu við þeirri hamfarahlýnun sem þyrfti til að þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Þær ógnir sem helst steðja að Íslendingum eru einmitt ekki hernaðarlegar eins og yfirvofandi heimsfaraldur og eldsumbrot á Reykjanesskaga sýna vel. Eftir 70 ár er löngu kominn tími til þess að við segjum upp þessum ójafna samningi. Íslenskir öryggishagsmunir eru ekki þeir sömu og hagsmunir Bandaríska hersins og það er engin ástæða fyrir friðsama og herlausa þjóð til að útvega fjarlægu stórveldi aðstöðu til hernaðarbrölts. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar