Breiðholtið vex Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. maí 2021 16:30 Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. Vonir stóðu til að fyrirkomulagið væri tímabundið og skólastjórnendur, kennarar og nemendur horfðu löngunaraugum til byggingalóðar sem þótti henta vel undir nýtt kennsluhúsnæði. Í dag – 46 árum síðar – er lóðin enn óbyggð og hluti af kennslu í verklegum greinum fer enn fram undir berum himni! Nú sér hins vegar fyrir endann á áratugabið Breiðhyltinga og annarra velunnara skólans, því í síðustu viku undirritaði ég ásamt borgarstjóra samningur um nýbyggingu fyrir verk- og listnám við FB. Undirritunin markaði tímamót og það vottaði fyrir tárum á hvarmi sumra sem voru viðstaddir. Uppbygging verk- og listnámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er engin tilviljun, heldur er hún hluti af skýrri stefnu yfirvalda. Við upphaf kjörtímabilsins einsetti ég mér að koma verkmenntun á þann stall sem hún á skilið. Ryðja úr vegi kerfislægum hindrunum sem hafa beint ungu fólki frekar í bóknám en verknám, tryggja iðnmenntuðum sömu tækifærin til háskólanáms og auðvelda iðnnemum að komast á vinnustaðasamning, eða ella fá sambærilega þjálfun með öðrum leiðum. Allt ofangreint er að ganga eftir. Grundvallarbreyting hefur orðið á viðhorfum til starfsmenntunar og áhuginn á starfsnámi hefur snaraukist. Verk- og tæknimenntaskólar eru meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins og laða í stórauknum mæli til sín hæfileikafólk á öllum aldri. Aðsóknartölur undanfarinna ára sýna sterka leitni upp á við og fyrstu vísbendingar um innritun í framhaldsskólanna fyrir næsta skólaár gefa til kynna aðsóknarmet í verknám. Mannlíf í Breiðholti og menntun í landinu mun njóta góðs af uppbyggingunni sem er framundan við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún rímar vel við hugmyndir um nýjan og nútímalegan Tækniskóla og auknar fjárveitingar til tækjakaupa í öðrum verkmenntaskólum um allt land. Í lok kjörtímabils vænti ég þess að geta horft stolt um öxl, enda er vöxtur og viðgangur góðrar verkmenntunar ein af forsendum þess að samfélagið okkar blómstri. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. Vonir stóðu til að fyrirkomulagið væri tímabundið og skólastjórnendur, kennarar og nemendur horfðu löngunaraugum til byggingalóðar sem þótti henta vel undir nýtt kennsluhúsnæði. Í dag – 46 árum síðar – er lóðin enn óbyggð og hluti af kennslu í verklegum greinum fer enn fram undir berum himni! Nú sér hins vegar fyrir endann á áratugabið Breiðhyltinga og annarra velunnara skólans, því í síðustu viku undirritaði ég ásamt borgarstjóra samningur um nýbyggingu fyrir verk- og listnám við FB. Undirritunin markaði tímamót og það vottaði fyrir tárum á hvarmi sumra sem voru viðstaddir. Uppbygging verk- og listnámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er engin tilviljun, heldur er hún hluti af skýrri stefnu yfirvalda. Við upphaf kjörtímabilsins einsetti ég mér að koma verkmenntun á þann stall sem hún á skilið. Ryðja úr vegi kerfislægum hindrunum sem hafa beint ungu fólki frekar í bóknám en verknám, tryggja iðnmenntuðum sömu tækifærin til háskólanáms og auðvelda iðnnemum að komast á vinnustaðasamning, eða ella fá sambærilega þjálfun með öðrum leiðum. Allt ofangreint er að ganga eftir. Grundvallarbreyting hefur orðið á viðhorfum til starfsmenntunar og áhuginn á starfsnámi hefur snaraukist. Verk- og tæknimenntaskólar eru meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins og laða í stórauknum mæli til sín hæfileikafólk á öllum aldri. Aðsóknartölur undanfarinna ára sýna sterka leitni upp á við og fyrstu vísbendingar um innritun í framhaldsskólanna fyrir næsta skólaár gefa til kynna aðsóknarmet í verknám. Mannlíf í Breiðholti og menntun í landinu mun njóta góðs af uppbyggingunni sem er framundan við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún rímar vel við hugmyndir um nýjan og nútímalegan Tækniskóla og auknar fjárveitingar til tækjakaupa í öðrum verkmenntaskólum um allt land. Í lok kjörtímabils vænti ég þess að geta horft stolt um öxl, enda er vöxtur og viðgangur góðrar verkmenntunar ein af forsendum þess að samfélagið okkar blómstri. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun