Um Anthony Hopkins og hvernig á að fá Hannibal Lecter til að bera virðingu fyrir öðru fólki! Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 30. apríl 2021 20:31 Óskarsverðlaunahafinn og leikarinn Anthony Hopkins hefur stigið fram og tilkynnt veröldinni opinberlega að hann sé einhverfur. Hopkins er þekktastur fyrir að hafa leikið hlutverk hins grimma fjöldamorðingja Hannibals Lecters í kvikmyndinni Lömbin þagna. En þá vaknar stóra spurningin? Hvernig er hægt að fá fjöldamorðingja til að hætta við að verða fjöldamorðingjar þegar þeir verða stórir og læra þess í stað að bera virðingu fyrir öllu lifandi fólki? Svarið er nefnilega það, að þetta hefst allt í skólastofunni. Semsagt það þarf að kenna börnum strax í skólastofunni að bera virðingu fyrir öðrum. Einu sinni hafa allir verið börn. Líka menn eins og Anthony Hopkins alias Hannibal Lecter. Í skólastofunni er samfélag manna í raun og veru komið í smækkaðri mynd, í hnotskurn. Þar eiga að vera börn af öllum stærðum og gerðum. Skólastofan á í raun að endurspegla allt samfélag fullorðinna. Í skólastofunni í gamla daga lærðum við hjá hinum frábæra barnakennara Dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor, hvað í rauninni þarf til þess að hægt sé að reka heilt samfélag. Það þarf lögreglu, slökkvilið, kennara, skóla, leikskóla, verksmiðjur, skip, landbúnað, dýr, forsætisráðherra og svo margt, margt fleira. Við lærðum um fiskiþorpið og hvað þarf í raun og veru til að samfélag fiskiþorpsins gangi upp. Við lærðum um Tansaníu og hversu ólík Tansanía er fiskiþorpinu á Íslandi. Allt var þetta mjög lærdómsríkt. Eins og í alvöru samfélagi vorum við allskonar börn. Ég var einhverft barn, önnur börn voru ofvirk, ADHD, venjuleg, skemmtileg, glöð, sorgmædd, samkynhneigð og bara allavegana. Sum börnin vildu verða bændur, flugstjórar, tannlæknar eða flugfreyjur. Við vorum öll í sama bekknum og við lærðum að umgangast hvort annað og að bera virðingu fyrir hvort öðru. Að setja börn í sérdeildir og útiloka þau úr samfélagi skólastofunnar leysir engin vandamál í raun og veru. Það er svipað eins og að setja þau inn á stofnanir og hæli til þess að við sem teljumst „heilbrigð“ þurfum ekki að umgangast þau. Sú leið hefur þegar verið fullreynd með Breiðavík og Kópavogshæli. Skólastofan er rétti staðurinn til að ala öll börn upp í sameiginlegu samfélagi þar sem ólík börn læra að umgangast hvort annað. En þá mega ekki heldur vera svo mörg börn í skólastofunni að kennarinn komist ekki yfir að sinna þeim öllum. Hámarksfjöldi barna í íslenskum skólastofum ætti að vera 18 börn. Alls ekki meira! 1 af hverjum 3 börnum á Íslandi eru sett í sérkennslu og allskyns sérdeildir. Þetta er alltof hátt hlutfall. Það er ekki til nein vernduð sérdeild í lífinu sjálfu sem tekur við þegar börnin verða fullorðin. Börnin verða að geta horfst í augu við raunveruleikann og bjargað sér í hinum raunverulega raunveruleika. Það geta þau ekki ef þau eru alltaf pökkuð inn í sérdeildir. Svarið við þeim vandamálum sem tengjast mannlegum fjölbreytileika barna, er því í raun og veru mjög einfalt. Það er FÆRRI börn í skólastofunni. Því markmiði hljóta bæði kennarar og nemendur að geta fagnað. Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn og leikarinn Anthony Hopkins hefur stigið fram og tilkynnt veröldinni opinberlega að hann sé einhverfur. Hopkins er þekktastur fyrir að hafa leikið hlutverk hins grimma fjöldamorðingja Hannibals Lecters í kvikmyndinni Lömbin þagna. En þá vaknar stóra spurningin? Hvernig er hægt að fá fjöldamorðingja til að hætta við að verða fjöldamorðingjar þegar þeir verða stórir og læra þess í stað að bera virðingu fyrir öllu lifandi fólki? Svarið er nefnilega það, að þetta hefst allt í skólastofunni. Semsagt það þarf að kenna börnum strax í skólastofunni að bera virðingu fyrir öðrum. Einu sinni hafa allir verið börn. Líka menn eins og Anthony Hopkins alias Hannibal Lecter. Í skólastofunni er samfélag manna í raun og veru komið í smækkaðri mynd, í hnotskurn. Þar eiga að vera börn af öllum stærðum og gerðum. Skólastofan á í raun að endurspegla allt samfélag fullorðinna. Í skólastofunni í gamla daga lærðum við hjá hinum frábæra barnakennara Dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor, hvað í rauninni þarf til þess að hægt sé að reka heilt samfélag. Það þarf lögreglu, slökkvilið, kennara, skóla, leikskóla, verksmiðjur, skip, landbúnað, dýr, forsætisráðherra og svo margt, margt fleira. Við lærðum um fiskiþorpið og hvað þarf í raun og veru til að samfélag fiskiþorpsins gangi upp. Við lærðum um Tansaníu og hversu ólík Tansanía er fiskiþorpinu á Íslandi. Allt var þetta mjög lærdómsríkt. Eins og í alvöru samfélagi vorum við allskonar börn. Ég var einhverft barn, önnur börn voru ofvirk, ADHD, venjuleg, skemmtileg, glöð, sorgmædd, samkynhneigð og bara allavegana. Sum börnin vildu verða bændur, flugstjórar, tannlæknar eða flugfreyjur. Við vorum öll í sama bekknum og við lærðum að umgangast hvort annað og að bera virðingu fyrir hvort öðru. Að setja börn í sérdeildir og útiloka þau úr samfélagi skólastofunnar leysir engin vandamál í raun og veru. Það er svipað eins og að setja þau inn á stofnanir og hæli til þess að við sem teljumst „heilbrigð“ þurfum ekki að umgangast þau. Sú leið hefur þegar verið fullreynd með Breiðavík og Kópavogshæli. Skólastofan er rétti staðurinn til að ala öll börn upp í sameiginlegu samfélagi þar sem ólík börn læra að umgangast hvort annað. En þá mega ekki heldur vera svo mörg börn í skólastofunni að kennarinn komist ekki yfir að sinna þeim öllum. Hámarksfjöldi barna í íslenskum skólastofum ætti að vera 18 börn. Alls ekki meira! 1 af hverjum 3 börnum á Íslandi eru sett í sérkennslu og allskyns sérdeildir. Þetta er alltof hátt hlutfall. Það er ekki til nein vernduð sérdeild í lífinu sjálfu sem tekur við þegar börnin verða fullorðin. Börnin verða að geta horfst í augu við raunveruleikann og bjargað sér í hinum raunverulega raunveruleika. Það geta þau ekki ef þau eru alltaf pökkuð inn í sérdeildir. Svarið við þeim vandamálum sem tengjast mannlegum fjölbreytileika barna, er því í raun og veru mjög einfalt. Það er FÆRRI börn í skólastofunni. Því markmiði hljóta bæði kennarar og nemendur að geta fagnað. Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A.
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar