Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2021 20:31 Þessi flugfélög stefna á áætlunarflug til landsins í sumar og von á fleirum. Ragnar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. Óvenjumargar flugvélar eru væntanlegar til Íslands um helgina, sex á laugardag og níu á sunnudag. Þar á meðal er flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta, sem fljúga mun Covid-bólusettum bandarískum ferðamönnum til landsins. Delta flaug síðast til Íslands haustið 2019. Línur eru farnar að skýrast í flugmálum næstu mánuði. Reiknað er með að tíu til tuttugu flugfélög bjóði upp á áætlunarflug til Íslands í sumar að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Til samanburðar flugu 29 flugfélög hingað til lands þegar mest lét í júlí 2018, fyrir fall Wow air. En hvaða flugfélög eru á leiðinni? Enn er vissulega óvissa á mörkuðum en Icelandair, Lufthansa, Wizz Air og Air Baltic hafa verið með flug síðustu vikur og mánuði - og verða áfram. Þá hefja Delta og Vueling flug um helgina og Play og United Airlines hafa boðað flug í sumar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar því að flugáætlanir séu farnar að teiknast upp. Talsvert jákvæðari teikn séu nú á lofti en voru fyrir nokkrum vikum. „Og það má rekja til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hleypa hingað bólusettum ferðalöngum utan Schengen því nú erum við að sjá verulegan kipp í eftirspurn frá Bandaríkjunum sem við vonum að verði að veruleika á næstu vikum og mánuðum.“ Hún vonar að framundan sé raunverulegt ferðamannasumar - en það velti allt á gangi bólusetninga. „Ef allt fer og gengur eins og við áætlum þá ætti þann 1. júlí að vera nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira
Óvenjumargar flugvélar eru væntanlegar til Íslands um helgina, sex á laugardag og níu á sunnudag. Þar á meðal er flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta, sem fljúga mun Covid-bólusettum bandarískum ferðamönnum til landsins. Delta flaug síðast til Íslands haustið 2019. Línur eru farnar að skýrast í flugmálum næstu mánuði. Reiknað er með að tíu til tuttugu flugfélög bjóði upp á áætlunarflug til Íslands í sumar að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Til samanburðar flugu 29 flugfélög hingað til lands þegar mest lét í júlí 2018, fyrir fall Wow air. En hvaða flugfélög eru á leiðinni? Enn er vissulega óvissa á mörkuðum en Icelandair, Lufthansa, Wizz Air og Air Baltic hafa verið með flug síðustu vikur og mánuði - og verða áfram. Þá hefja Delta og Vueling flug um helgina og Play og United Airlines hafa boðað flug í sumar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar því að flugáætlanir séu farnar að teiknast upp. Talsvert jákvæðari teikn séu nú á lofti en voru fyrir nokkrum vikum. „Og það má rekja til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hleypa hingað bólusettum ferðalöngum utan Schengen því nú erum við að sjá verulegan kipp í eftirspurn frá Bandaríkjunum sem við vonum að verði að veruleika á næstu vikum og mánuðum.“ Hún vonar að framundan sé raunverulegt ferðamannasumar - en það velti allt á gangi bólusetninga. „Ef allt fer og gengur eins og við áætlum þá ætti þann 1. júlí að vera nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira