Alþingi vill svör frá heilbrigðisráðherra Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa 29. apríl 2021 07:30 Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Gagnrýnin kom frá konum sem og læknum og öðrum sérfræðingum á sviðinu, ekki síst á þá ákvörðun að greining á sýnum færi fram erlendis. Afleiðing þessara breytinga hefur því miður orðið sú að konur eru óöruggar um grundvallarþjónustu sem varðar heilsu þeirra. Það er einfaldlega óboðleg staða. Sérstaklega hefur vakið athygli að flytja sýnin til Danmerkur. Svo virðist sem skýringar heilbrigðisráðherra um ástæður þess að flytja eigi sýnin til rannsóknarstofu erlendis hafi breyst á meðan umræðunni hefur staðið. Þar hefur verið nefnt að geta til greiningar þessara sýna sé ekki nægilega góð hérlendis. Þegar leið á umræðuna komu fram þau rök heilbrigðisyfirvalda að álag á Landspítala vegna Covid-19 væri skýringin en einnig hefur verið sagt að öryggi skorti á rannsóknarstofum LSH. Enn ein skýring ráðherra hefur verið að í reynd hafi Landspítalinn ekki viljað taka við þessari rannsóknarvinnu. Öllum þessum fullyrðingum hefur verið mótmælt af fagaðilum hér á landi, ekki síst fagfólki innan LSH. Hvers vegna var þá Landspítala ekki falið að stækka þá frumurannsóknarstofu sem er til staðar á spítalanum? Á henni eru skoðuð um 2000 sýni árlega og þekkingin er til staðar. Ráðherra hefur 10 vikur til að skila umbeðinni skýrslu til þingsins. Beiðnin var að frumkvæði Viðreisnar en meðflutningsmenn voru 25 þingmenn úr stjórnarandstöðu. Nú eru 8 vikur liðnar en enn hefur ekkert heyrst af vinnunni. Að tíminn líði án þess að hreyfing virðist vera á málinu skiptir máli vegna þess að í skýrslubeiðninni var farið fram á að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila og að samráð yrði haft við þingflokka um hver yrði fenginn í verkið. Enginn þingflokka kannast við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðuneytinu og því virðist mega draga þá ályktun að þrátt fyrir að skýrslan eigi að liggja fyrir eftir tvær vikur þá sé engin vinna hafin af hálfu ráðuneytisins. Þetta rímar því miður við undirbúning þessara breytinga af hálfu stjórnvalda. Þar vantar allt samtal, samtal við konur sem eiga allt undir þessari þjónustu og samtal við kerfið sjálft. Forsendur, samráð, markmið og framkvæmd? Markmiðið með skýrslubeiðninni var að fá fram svör við brýnum spurningum, þannig að upplýsingar fáist t.d. um forsendur að baki þeirri ákvörðun að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningu á sýnum. Við hverja var haft samráð áður en ákveðið var að fela Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn verkefnið? Hver var afstaða einstakra aðila til þess að flytja greiningu á sýnum til útlanda? Einnig var óskað eftir svörum um áhrif á aðgengi að sýnum fyrir sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins hérlendis og á kostnað við greiningu leghálssýna. Þá var óskað svara við því hvort og þá hvernig heilbrigðisráðuneytið hafi lagt mat á greiningargetu meinafræðideildar Landspítala í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameini. Hver verða áhrif breytinganna á öryggi skimunar, m.a. vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa og áhrif á sérhæfð störf við greiningu sýna vegna krabbameinsskimunar á Íslandi? Glatast störf og ef svo, hversu mörg, hver eru áhrif á sérfræðiþekkingu hérlendis við þessar breytingar og hver kunna áhrif að verða á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis? Umræðan hefur leitt í ljós að ekki hafði verið samið við rannsóknarstofuna í Danmörku áður en vinnunni lauk hér heima. Við það myndaðist mikið gat í þjónustunni, sem faglegt hefði verið að forðast með öllum tiltækum ráðum. Það var hins vegar ekki gert þannig að tafir urðu á greiningum. Eftir þunga umræðu í samfélaginu og harða gagnrýni þar sem áhyggjur kvenna eru augljósar eru mikil vonbrigði að ekki virðist mega merkja að vinna við þessa skýrslu fái þá áherslu sem ætti að vera. Það væri til mikils unnið að fá fram faglega úttekt á þessu máli. Úttekt og heiðarlegt samtal í kjölfarið verður að fá að eiga sér stað, enda samþykkti Alþingi einmitt að svo skyldi verða. Það er leiðin til þess að fá upp á yfirborðið hvernig að þessu var staðið af hálfu heilbrigðisyfirvalda og það er leiðin til þess að í kjölfarið geti farið fram samtal og vinna til þess að efla traust kvenna til þessarar grundvallarþjónustu. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Gagnrýnin kom frá konum sem og læknum og öðrum sérfræðingum á sviðinu, ekki síst á þá ákvörðun að greining á sýnum færi fram erlendis. Afleiðing þessara breytinga hefur því miður orðið sú að konur eru óöruggar um grundvallarþjónustu sem varðar heilsu þeirra. Það er einfaldlega óboðleg staða. Sérstaklega hefur vakið athygli að flytja sýnin til Danmerkur. Svo virðist sem skýringar heilbrigðisráðherra um ástæður þess að flytja eigi sýnin til rannsóknarstofu erlendis hafi breyst á meðan umræðunni hefur staðið. Þar hefur verið nefnt að geta til greiningar þessara sýna sé ekki nægilega góð hérlendis. Þegar leið á umræðuna komu fram þau rök heilbrigðisyfirvalda að álag á Landspítala vegna Covid-19 væri skýringin en einnig hefur verið sagt að öryggi skorti á rannsóknarstofum LSH. Enn ein skýring ráðherra hefur verið að í reynd hafi Landspítalinn ekki viljað taka við þessari rannsóknarvinnu. Öllum þessum fullyrðingum hefur verið mótmælt af fagaðilum hér á landi, ekki síst fagfólki innan LSH. Hvers vegna var þá Landspítala ekki falið að stækka þá frumurannsóknarstofu sem er til staðar á spítalanum? Á henni eru skoðuð um 2000 sýni árlega og þekkingin er til staðar. Ráðherra hefur 10 vikur til að skila umbeðinni skýrslu til þingsins. Beiðnin var að frumkvæði Viðreisnar en meðflutningsmenn voru 25 þingmenn úr stjórnarandstöðu. Nú eru 8 vikur liðnar en enn hefur ekkert heyrst af vinnunni. Að tíminn líði án þess að hreyfing virðist vera á málinu skiptir máli vegna þess að í skýrslubeiðninni var farið fram á að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila og að samráð yrði haft við þingflokka um hver yrði fenginn í verkið. Enginn þingflokka kannast við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðuneytinu og því virðist mega draga þá ályktun að þrátt fyrir að skýrslan eigi að liggja fyrir eftir tvær vikur þá sé engin vinna hafin af hálfu ráðuneytisins. Þetta rímar því miður við undirbúning þessara breytinga af hálfu stjórnvalda. Þar vantar allt samtal, samtal við konur sem eiga allt undir þessari þjónustu og samtal við kerfið sjálft. Forsendur, samráð, markmið og framkvæmd? Markmiðið með skýrslubeiðninni var að fá fram svör við brýnum spurningum, þannig að upplýsingar fáist t.d. um forsendur að baki þeirri ákvörðun að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningu á sýnum. Við hverja var haft samráð áður en ákveðið var að fela Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn verkefnið? Hver var afstaða einstakra aðila til þess að flytja greiningu á sýnum til útlanda? Einnig var óskað eftir svörum um áhrif á aðgengi að sýnum fyrir sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins hérlendis og á kostnað við greiningu leghálssýna. Þá var óskað svara við því hvort og þá hvernig heilbrigðisráðuneytið hafi lagt mat á greiningargetu meinafræðideildar Landspítala í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameini. Hver verða áhrif breytinganna á öryggi skimunar, m.a. vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa og áhrif á sérhæfð störf við greiningu sýna vegna krabbameinsskimunar á Íslandi? Glatast störf og ef svo, hversu mörg, hver eru áhrif á sérfræðiþekkingu hérlendis við þessar breytingar og hver kunna áhrif að verða á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis? Umræðan hefur leitt í ljós að ekki hafði verið samið við rannsóknarstofuna í Danmörku áður en vinnunni lauk hér heima. Við það myndaðist mikið gat í þjónustunni, sem faglegt hefði verið að forðast með öllum tiltækum ráðum. Það var hins vegar ekki gert þannig að tafir urðu á greiningum. Eftir þunga umræðu í samfélaginu og harða gagnrýni þar sem áhyggjur kvenna eru augljósar eru mikil vonbrigði að ekki virðist mega merkja að vinna við þessa skýrslu fái þá áherslu sem ætti að vera. Það væri til mikils unnið að fá fram faglega úttekt á þessu máli. Úttekt og heiðarlegt samtal í kjölfarið verður að fá að eiga sér stað, enda samþykkti Alþingi einmitt að svo skyldi verða. Það er leiðin til þess að fá upp á yfirborðið hvernig að þessu var staðið af hálfu heilbrigðisyfirvalda og það er leiðin til þess að í kjölfarið geti farið fram samtal og vinna til þess að efla traust kvenna til þessarar grundvallarþjónustu. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun