Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. apríl 2021 09:15 Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. „Ég keyri tvöhundruð kílómetra á hverjum degi sem er kannski einhvers konar yfirlýsing yfir því hvað mér finnst gaman hvað ég er að gera. Mér finnst alveg forréttindi að fá að starfa í skólakerfinu og auðvitað sem skólastjóri og geta haft áhrif.“ Önnu finnst of mikið um greiningar á börnum og að margar þeirra séu jafnvel óþarfar. Að hennar mati er líka of mikið um flokkun og aðgreiningu innan skólakerfisins. Sjálf er hún með ADHD og á lesblinda dóttur með ADHD. Anna Greta ræddi málefni barna í þættinum Spjallið með Góðvild. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Algjörlega úti á túni Anna Greta segir að það þurfi að passa að flokka nemendur ekki of mikið í skólanum. Að það sé einhver ein lína og svo fundin einhver sérlína fyrir aðra. Línuna þurfi einfaldlega að breikka svo allir hafi þar pláss. Anna Greta upplifði sig sjálf sem duglegan og góðan námsmann framan af á eigin grunnskólagöngu. „En ég held að það hafi ekki verið raunin. Ég held að ég hafi verið algjörlega úti á túni alveg örugglega alveg frá upphafi og svona í gegnum mína skólagöngu framan af.“ Anna Greta veltir fyrir sér hvað börnum muni finnast um greiningar sínar í framtíðinni. Hún telur að í mörgum tilfellum ættu skólar að geta aðstoðað barnið án formlegrar greiningar.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að passa sjálfsmyndina Anna Greta fékk sérkennslu á sinni skólagöngu og var í svokölluðum „tossabekk“ í gagnfræðiskólanum, sem í dag er Varmárskóli, skólinn sem hún er skólastjóri yfir í dag. Það starf fékk hún eftir að vera með fyrstu einkunn í gegnum sex ára háskólanám, en hún segist samt ekki telja sig vera sterkan námsmann og talar stundum enn í dag um sjálfa sig sem tossa. „Ég brenn svolítið fyrir þennan hóp, að við séum að passa rosalega vel upp á sjálfsmyndina. Ég er mikið búin að velta fyrir mér sérkennslu og öll þessi börn með ADHD, einhverfu og börn með alls konar áskoranir, að við séum kannski að gefa þeim einhverjar vísbendingar um eitthvað sem við viljum ekkert vera að gefa vísbendingar um.“ Skóli án aðgreiningar gangi út á að allt sé í boði og svo fái börnin stuðning, að þeim sé mætt þar sem þau eru. „Ég held að við þurfum bara fjölbreyttari leiðir fyrir það heila en ekki bara fjölbreyttar leiðir fyrir suma.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar hún meðal annars um greiningar barna, eigin ADHD greiningu og margt fleira. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Grunnskólar Mosfellsbær Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég keyri tvöhundruð kílómetra á hverjum degi sem er kannski einhvers konar yfirlýsing yfir því hvað mér finnst gaman hvað ég er að gera. Mér finnst alveg forréttindi að fá að starfa í skólakerfinu og auðvitað sem skólastjóri og geta haft áhrif.“ Önnu finnst of mikið um greiningar á börnum og að margar þeirra séu jafnvel óþarfar. Að hennar mati er líka of mikið um flokkun og aðgreiningu innan skólakerfisins. Sjálf er hún með ADHD og á lesblinda dóttur með ADHD. Anna Greta ræddi málefni barna í þættinum Spjallið með Góðvild. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Algjörlega úti á túni Anna Greta segir að það þurfi að passa að flokka nemendur ekki of mikið í skólanum. Að það sé einhver ein lína og svo fundin einhver sérlína fyrir aðra. Línuna þurfi einfaldlega að breikka svo allir hafi þar pláss. Anna Greta upplifði sig sjálf sem duglegan og góðan námsmann framan af á eigin grunnskólagöngu. „En ég held að það hafi ekki verið raunin. Ég held að ég hafi verið algjörlega úti á túni alveg örugglega alveg frá upphafi og svona í gegnum mína skólagöngu framan af.“ Anna Greta veltir fyrir sér hvað börnum muni finnast um greiningar sínar í framtíðinni. Hún telur að í mörgum tilfellum ættu skólar að geta aðstoðað barnið án formlegrar greiningar.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að passa sjálfsmyndina Anna Greta fékk sérkennslu á sinni skólagöngu og var í svokölluðum „tossabekk“ í gagnfræðiskólanum, sem í dag er Varmárskóli, skólinn sem hún er skólastjóri yfir í dag. Það starf fékk hún eftir að vera með fyrstu einkunn í gegnum sex ára háskólanám, en hún segist samt ekki telja sig vera sterkan námsmann og talar stundum enn í dag um sjálfa sig sem tossa. „Ég brenn svolítið fyrir þennan hóp, að við séum að passa rosalega vel upp á sjálfsmyndina. Ég er mikið búin að velta fyrir mér sérkennslu og öll þessi börn með ADHD, einhverfu og börn með alls konar áskoranir, að við séum kannski að gefa þeim einhverjar vísbendingar um eitthvað sem við viljum ekkert vera að gefa vísbendingar um.“ Skóli án aðgreiningar gangi út á að allt sé í boði og svo fái börnin stuðning, að þeim sé mætt þar sem þau eru. „Ég held að við þurfum bara fjölbreyttari leiðir fyrir það heila en ekki bara fjölbreyttar leiðir fyrir suma.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar hún meðal annars um greiningar barna, eigin ADHD greiningu og margt fleira. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Grunnskólar Mosfellsbær Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira