Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. apríl 2021 09:15 Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. „Ég keyri tvöhundruð kílómetra á hverjum degi sem er kannski einhvers konar yfirlýsing yfir því hvað mér finnst gaman hvað ég er að gera. Mér finnst alveg forréttindi að fá að starfa í skólakerfinu og auðvitað sem skólastjóri og geta haft áhrif.“ Önnu finnst of mikið um greiningar á börnum og að margar þeirra séu jafnvel óþarfar. Að hennar mati er líka of mikið um flokkun og aðgreiningu innan skólakerfisins. Sjálf er hún með ADHD og á lesblinda dóttur með ADHD. Anna Greta ræddi málefni barna í þættinum Spjallið með Góðvild. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Algjörlega úti á túni Anna Greta segir að það þurfi að passa að flokka nemendur ekki of mikið í skólanum. Að það sé einhver ein lína og svo fundin einhver sérlína fyrir aðra. Línuna þurfi einfaldlega að breikka svo allir hafi þar pláss. Anna Greta upplifði sig sjálf sem duglegan og góðan námsmann framan af á eigin grunnskólagöngu. „En ég held að það hafi ekki verið raunin. Ég held að ég hafi verið algjörlega úti á túni alveg örugglega alveg frá upphafi og svona í gegnum mína skólagöngu framan af.“ Anna Greta veltir fyrir sér hvað börnum muni finnast um greiningar sínar í framtíðinni. Hún telur að í mörgum tilfellum ættu skólar að geta aðstoðað barnið án formlegrar greiningar.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að passa sjálfsmyndina Anna Greta fékk sérkennslu á sinni skólagöngu og var í svokölluðum „tossabekk“ í gagnfræðiskólanum, sem í dag er Varmárskóli, skólinn sem hún er skólastjóri yfir í dag. Það starf fékk hún eftir að vera með fyrstu einkunn í gegnum sex ára háskólanám, en hún segist samt ekki telja sig vera sterkan námsmann og talar stundum enn í dag um sjálfa sig sem tossa. „Ég brenn svolítið fyrir þennan hóp, að við séum að passa rosalega vel upp á sjálfsmyndina. Ég er mikið búin að velta fyrir mér sérkennslu og öll þessi börn með ADHD, einhverfu og börn með alls konar áskoranir, að við séum kannski að gefa þeim einhverjar vísbendingar um eitthvað sem við viljum ekkert vera að gefa vísbendingar um.“ Skóli án aðgreiningar gangi út á að allt sé í boði og svo fái börnin stuðning, að þeim sé mætt þar sem þau eru. „Ég held að við þurfum bara fjölbreyttari leiðir fyrir það heila en ekki bara fjölbreyttar leiðir fyrir suma.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar hún meðal annars um greiningar barna, eigin ADHD greiningu og margt fleira. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Grunnskólar Mosfellsbær Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Ég keyri tvöhundruð kílómetra á hverjum degi sem er kannski einhvers konar yfirlýsing yfir því hvað mér finnst gaman hvað ég er að gera. Mér finnst alveg forréttindi að fá að starfa í skólakerfinu og auðvitað sem skólastjóri og geta haft áhrif.“ Önnu finnst of mikið um greiningar á börnum og að margar þeirra séu jafnvel óþarfar. Að hennar mati er líka of mikið um flokkun og aðgreiningu innan skólakerfisins. Sjálf er hún með ADHD og á lesblinda dóttur með ADHD. Anna Greta ræddi málefni barna í þættinum Spjallið með Góðvild. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Algjörlega úti á túni Anna Greta segir að það þurfi að passa að flokka nemendur ekki of mikið í skólanum. Að það sé einhver ein lína og svo fundin einhver sérlína fyrir aðra. Línuna þurfi einfaldlega að breikka svo allir hafi þar pláss. Anna Greta upplifði sig sjálf sem duglegan og góðan námsmann framan af á eigin grunnskólagöngu. „En ég held að það hafi ekki verið raunin. Ég held að ég hafi verið algjörlega úti á túni alveg örugglega alveg frá upphafi og svona í gegnum mína skólagöngu framan af.“ Anna Greta veltir fyrir sér hvað börnum muni finnast um greiningar sínar í framtíðinni. Hún telur að í mörgum tilfellum ættu skólar að geta aðstoðað barnið án formlegrar greiningar.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að passa sjálfsmyndina Anna Greta fékk sérkennslu á sinni skólagöngu og var í svokölluðum „tossabekk“ í gagnfræðiskólanum, sem í dag er Varmárskóli, skólinn sem hún er skólastjóri yfir í dag. Það starf fékk hún eftir að vera með fyrstu einkunn í gegnum sex ára háskólanám, en hún segist samt ekki telja sig vera sterkan námsmann og talar stundum enn í dag um sjálfa sig sem tossa. „Ég brenn svolítið fyrir þennan hóp, að við séum að passa rosalega vel upp á sjálfsmyndina. Ég er mikið búin að velta fyrir mér sérkennslu og öll þessi börn með ADHD, einhverfu og börn með alls konar áskoranir, að við séum kannski að gefa þeim einhverjar vísbendingar um eitthvað sem við viljum ekkert vera að gefa vísbendingar um.“ Skóli án aðgreiningar gangi út á að allt sé í boði og svo fái börnin stuðning, að þeim sé mætt þar sem þau eru. „Ég held að við þurfum bara fjölbreyttari leiðir fyrir það heila en ekki bara fjölbreyttar leiðir fyrir suma.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar hún meðal annars um greiningar barna, eigin ADHD greiningu og margt fleira. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Grunnskólar Mosfellsbær Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira