Byggist menntastefnan á óframkvæmanlegri hugmyndafræði? Karl Gauti Hjaltason skrifar 22. apríl 2021 12:01 Í sérstökum umræðum sem ég efndi til á Alþingi í vikunni beindi ég spurningum til menntamálaráðherra um stefnuna í skólamálum. Ein af spurningum mínum var hvort skóli án aðgreiningar væri einungis hugmyndafræði eða hvort stefnan væri í raun framkvæmanleg. Hver er árangurinn Aðstæður í skólakerfinu eru í ýmsu tilliti breyttar frá fyrri árum. Margir tala um að agaleysi í skólum hafi færst í vöxt. Börnum sem hafa annað tungumál hefur fjölgað og áskoranir í kennslu því í ýmsu aðrar en áður var. Þrátt fyrir breytt umhverfi er það óskoruð skylda stjórnvalda, sem að málum koma að vera vel vakandi yfir árangri í skólastarfi og vera á tánum ef markmiðum er ekki náð. Neðst Norðurlanda Árangur skólastarfs er að sumu leyti áhyggjuefni. Íslenskir grunnskólanemendur koma illa út í samanburði við börn í öðrum löndum. PISA-kannanir, sem mæla getu nemenda í fjölmörgum löndum, koma vægast sagt illa út fyrir Ísland. Samkvæmt þeim eru íslenskir grunnskólanemendur í frjálsu falli í lesskilningi. Lesskilningur og læsi hefur lækkað nær samfellt síðustu 20 árin og er langt undir meðaltali OECD-landa. Sömu sögu er að segja af stærðfræði og náttúrufræði. Þar, eins og í lesskilningi erum við neðst allra á Norðurlöndum. Niðurstaða sem þessi ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum í ráðuneyti menntamála og í stofnunum þess ættu að loga rauð ljós. Ískyggileg staða drengja Staða íslenskra drengja er háalvarleg. Meira en þriðjungur íslenskra drengja getur ekki lesið sér til gagns eftir grunnskólagöngu og staða þeirra versnar upp skólakerfið. Nú er svo komið að karlar eru rétt þriðjungur þeirra sem útskrifast með meistarapróf úr háskóla og kynjahlutföll í doktorsnámi eru körlum mjög í óhag. Fyrir rúmum tveimur árum efndi ég til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðu drengja sem vakti verðskuldaða athygli. Ýmsir hafa tekið undir áhyggjur mínar í þeim efnum og hefur mikil umræða skapast um stöðu drengja almennt, en kannski sérstaklega í skólakerfinu. Fyrir liggja órækar tölulegar upplýsingar um að staða drengja í skólum sé að ýmsu leyti fjarri því að vera fullnægjandi. Þær staðreyndir benda til að skólakerfið skorti úrræði til að mæta þörfum drengja þannig að þeir geti notið hæfileika sinna. Hvað með afburðanemendur? Ýmsir hafa einnig bent á að meðalnemandanum sé ekki nægilega sinnt í skólunum, þeir verði út undan, gleymist. Sömu sögu megi segja af afburðanemendum, sem fá ekki næga athygli og verkefni við hæfi. Mestur tíminn fari í erfiðustu nemendurna í hverjum bekk. Kennarar leggja með starfi sínu mikilvægan grunn að framtíð skólabarna og ungmenna. Kennarastéttin hefur verið og er vel mönnuð og hefur mörgum afburðakennurum á að skipa. Kennarar eru hlaðnir verkefnum, það eru fundir og skýrslugerðir ásamt oft miklum og erfiðum samskiptum við foreldra, sem skipta sér sífellt meira af innra starfi skólanna. Kennarar leggja sig fram við krefjandi aðstæður, en eru ekki ofsælir af sínum kjörum. Úrbóta er þörf Skólakerfið er við það að rata í ógöngur og tafarlausra úrbóta er þörf. Viðurkenna verður þennan vanda, ekki aðeins í orði heldur líka í verki. Árangurinn er ófullnægjandi í mikilvægum efnum eins og hér hefur verið rakið. Hvar liggur vandinn í skólakerfinu? Þarf frekari sérfræðiaðstoð inn í skólana; sálfræðinga, félagsfræðinga eða talmeinafræðinga? Er ekki sett nægilegt fjármagn inn í kerfið, eða er þeim ekki nægilega vel varið? Vinur er sá er til vamms segir Mikinn kjark þarf til að gagnrýna skólakerfið og beita sér fyrir endurskoðun á því. Ekki síður þarf kjark til að viðurkenna ef við erum á rangri leið. Ráðherra kvaðst hafa gripið til aðgerða og lýsti nýlegum aðgerðum til að efla kennaramenntun og gera hana eftirsóknarverða. Sagði hún að starf fagráða í viðmiðunargreinum myndi leiða af sér betri árangur í þeim. En betur má ef duga skal. Nemendur eru ekki verr gefnir en fyrir áratugum síðan. Kennarar eru ekkert minna færir um að kenna en áður. Kannski þarf að auka virðingu fyrir kennarastarfinu, en stærsti þátturinn þar er auðvitað launin og launakjörin. Ef til vill þarf að leggja meiri áherslu á sérskóla og sérdeildir innan skólanna en nú er gert, en slík úrræði ganga ekki í berhögg við stefnuna. Gífurlegir fjármunir eru settir í menntakerfið, tími og orka nemenda, kennara og foreldra. Mikið er undir. Eðlilegt er að krefjast árangurs og ef hann næst ekki þurfum við að snúa af rangri braut. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skóla - og menntamál Karl Gauti Hjaltason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í sérstökum umræðum sem ég efndi til á Alþingi í vikunni beindi ég spurningum til menntamálaráðherra um stefnuna í skólamálum. Ein af spurningum mínum var hvort skóli án aðgreiningar væri einungis hugmyndafræði eða hvort stefnan væri í raun framkvæmanleg. Hver er árangurinn Aðstæður í skólakerfinu eru í ýmsu tilliti breyttar frá fyrri árum. Margir tala um að agaleysi í skólum hafi færst í vöxt. Börnum sem hafa annað tungumál hefur fjölgað og áskoranir í kennslu því í ýmsu aðrar en áður var. Þrátt fyrir breytt umhverfi er það óskoruð skylda stjórnvalda, sem að málum koma að vera vel vakandi yfir árangri í skólastarfi og vera á tánum ef markmiðum er ekki náð. Neðst Norðurlanda Árangur skólastarfs er að sumu leyti áhyggjuefni. Íslenskir grunnskólanemendur koma illa út í samanburði við börn í öðrum löndum. PISA-kannanir, sem mæla getu nemenda í fjölmörgum löndum, koma vægast sagt illa út fyrir Ísland. Samkvæmt þeim eru íslenskir grunnskólanemendur í frjálsu falli í lesskilningi. Lesskilningur og læsi hefur lækkað nær samfellt síðustu 20 árin og er langt undir meðaltali OECD-landa. Sömu sögu er að segja af stærðfræði og náttúrufræði. Þar, eins og í lesskilningi erum við neðst allra á Norðurlöndum. Niðurstaða sem þessi ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum í ráðuneyti menntamála og í stofnunum þess ættu að loga rauð ljós. Ískyggileg staða drengja Staða íslenskra drengja er háalvarleg. Meira en þriðjungur íslenskra drengja getur ekki lesið sér til gagns eftir grunnskólagöngu og staða þeirra versnar upp skólakerfið. Nú er svo komið að karlar eru rétt þriðjungur þeirra sem útskrifast með meistarapróf úr háskóla og kynjahlutföll í doktorsnámi eru körlum mjög í óhag. Fyrir rúmum tveimur árum efndi ég til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðu drengja sem vakti verðskuldaða athygli. Ýmsir hafa tekið undir áhyggjur mínar í þeim efnum og hefur mikil umræða skapast um stöðu drengja almennt, en kannski sérstaklega í skólakerfinu. Fyrir liggja órækar tölulegar upplýsingar um að staða drengja í skólum sé að ýmsu leyti fjarri því að vera fullnægjandi. Þær staðreyndir benda til að skólakerfið skorti úrræði til að mæta þörfum drengja þannig að þeir geti notið hæfileika sinna. Hvað með afburðanemendur? Ýmsir hafa einnig bent á að meðalnemandanum sé ekki nægilega sinnt í skólunum, þeir verði út undan, gleymist. Sömu sögu megi segja af afburðanemendum, sem fá ekki næga athygli og verkefni við hæfi. Mestur tíminn fari í erfiðustu nemendurna í hverjum bekk. Kennarar leggja með starfi sínu mikilvægan grunn að framtíð skólabarna og ungmenna. Kennarastéttin hefur verið og er vel mönnuð og hefur mörgum afburðakennurum á að skipa. Kennarar eru hlaðnir verkefnum, það eru fundir og skýrslugerðir ásamt oft miklum og erfiðum samskiptum við foreldra, sem skipta sér sífellt meira af innra starfi skólanna. Kennarar leggja sig fram við krefjandi aðstæður, en eru ekki ofsælir af sínum kjörum. Úrbóta er þörf Skólakerfið er við það að rata í ógöngur og tafarlausra úrbóta er þörf. Viðurkenna verður þennan vanda, ekki aðeins í orði heldur líka í verki. Árangurinn er ófullnægjandi í mikilvægum efnum eins og hér hefur verið rakið. Hvar liggur vandinn í skólakerfinu? Þarf frekari sérfræðiaðstoð inn í skólana; sálfræðinga, félagsfræðinga eða talmeinafræðinga? Er ekki sett nægilegt fjármagn inn í kerfið, eða er þeim ekki nægilega vel varið? Vinur er sá er til vamms segir Mikinn kjark þarf til að gagnrýna skólakerfið og beita sér fyrir endurskoðun á því. Ekki síður þarf kjark til að viðurkenna ef við erum á rangri leið. Ráðherra kvaðst hafa gripið til aðgerða og lýsti nýlegum aðgerðum til að efla kennaramenntun og gera hana eftirsóknarverða. Sagði hún að starf fagráða í viðmiðunargreinum myndi leiða af sér betri árangur í þeim. En betur má ef duga skal. Nemendur eru ekki verr gefnir en fyrir áratugum síðan. Kennarar eru ekkert minna færir um að kenna en áður. Kannski þarf að auka virðingu fyrir kennarastarfinu, en stærsti þátturinn þar er auðvitað launin og launakjörin. Ef til vill þarf að leggja meiri áherslu á sérskóla og sérdeildir innan skólanna en nú er gert, en slík úrræði ganga ekki í berhögg við stefnuna. Gífurlegir fjármunir eru settir í menntakerfið, tími og orka nemenda, kennara og foreldra. Mikið er undir. Eðlilegt er að krefjast árangurs og ef hann næst ekki þurfum við að snúa af rangri braut. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun