Margar leiðir til að draga úr svifryki Björgvin Jón Bjarnason skrifar 21. apríl 2021 08:00 Umræða um svifryk og uppruna þess, hreinsun gatna, umferðarstýringu og fleiri áhrifavalda hefur verið fyrirferðarmikil síðustu vikur. Það er af hinu góða, málið snertir okkur öll. Götur eru þrifnar til að viðhalda loftgæðum í umhverfinu. Slíkt hreinlæti bætir bæði ásýnd og líðan íbúa. Sumum eru gott hreinlæti lífsspursmál. Þannig áætlar Umhverfisstofnun Evrópu að á Íslandi látist 60 manns á ári af völdum svifryks. Það eru nokkuð fleiri dauðsföll en t.d. vegna brjóstakrabbameins. Þessi vandi er því mjög áþreifanlegur þótt hann fari lágt. Aðrir eru hæfari til að fjalla um uppruna svifryksins. Mér finnst hins vegar rétt að víkja fremur að því hvað er gert og hvað er hægt að gera til að draga úr þessari mengun. Hreinsitækni ehf er framkvæmdaaðli, verktaki fyrir ríki og sveitarfélög við þrif á götum og stígum. Eðli máls samkvæmt fylgjumst við því býsna vel með ástandi vega, loftgæðum og þróun í verklagi og tækni. Sé litið til höfuðborgarsvæðisins er ljóst að hægt er að vinna með ýmsar breytur til að hámarka árangur. Besta leiðin til að þrífa götur er almennt talin vera sópun – þvottur – sópun. Grófefnið er fjarlægt í fyrstu umferð, þvotturinn skolar fínefni sem situr eftir út í vegkant, seinna sópið á að fjarlægja það sem eftir situr. Misjafnt er á milli sveitarfélaga hvaða aðferðum er beitt. Sums staðar eru götur þrifnar eftir þessari aðferð, annars staðar ekki. Gæði götuþrifanna eru því misjöfn. Fleiri leiðir má nefna. Þannig hefur verið úðað rykbindiefnum til að binda óreinindi á götum. Að okkar mati er betra að fjarlægja óhreinindi en að binda þau niður. Annar búnaður er til svo sem sérstakar svifrykssugur. Þær byggja á þeirri forsendu að gatnakerfið sé í grunninn vel þrifið. (viðhaldsþrif). Auðvitað er nokkuð misjafnt hvernig er staðið að þrifum í borgum í löndum í kringum okkur. Sé litið til borga eins og Oslóar sýna gögn að allar götur hennar eru þrifnar a.m.k. á tveggja vikna fresti. Slík tíðni þýðir auðvitað að hægt er að fara hraðar yfir og beita meira aðferðum eins og götuþvotti. Frágangur samgöngumannvirkja skiptir líka máli. Frágangur vegaxla, svæði sem hægt væri nýta undir hjólastíga o.fl. Áhöld eru um hvort gerð götu sé í raun lokið með því einu að setja bundið slitlag á akreinar. Hægt væri að minnka svifryk með því að rykbinda einnig 1-2 metra út fyrir skilgreinda akbraut og um leið yrðu þrif auðveldari. Engar samhæfðar reglur eru til fyrir umgengni um framkvæmdasvæði. Þannig er mikil umferð malarflutningarbíla til og frá byggingasvæðum. Í langfæstum tilvikum eru settar kvaðir um þrifnað á dekkjum, þannig að ryk og drulla frá byggingasvæðum berist síður út í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Bylting hefur orðið í getu til að mæla umhverfisáhrif. Þannig eru í boðið ódýrar lausnir sem mæla bæði svifryk og lofttegundir sem rekja má til útblásturs frá bílvélum. Hægt er að fá þennan búnað þannig að hann geti nýtt veðurspár og reynslu til að spá fyrir um loftgæði næstu daga. Þennan búnað mætti því nota sem lið í að ástandsstýra þrifum gatna. Á þann hátt yrðu þrifin markvissari og árangursríkari. Þá myndu slíkar aðferðir draga úr svifryki og á sama tíma næðist betri nýting á þá fjármuni sem varið er til þessara mála. Þá myndu markvissar aðferðir væntanlega geta bætt heilsu þeirra sem eru viðkvæmir fyrir lélegum loftgæðum. Hámarkshraði ökutækja er ein breyta sem getur haft áhrif. Áhrif breytingar á hámarkshraða koma fram í rykmyndun, útblæstri og ferðatíma svo eitthvað sé nefnt. Þessi leið hefur því meiri jákvæð áhrif eftir því sem gatnakerfið er óhreinna. Að framansögðu má sjá að möguleikar til að tempra magn ryks í kringum umferðaræðar eru talsverðir. Bestur árangur næst með samspili þessara þátta. Sem stjórnandi í sérhæfðu hreingerningafyrirtæki hef ég mest dálæti á lausnum sem innifela aukið hreinlæti. Höfundur er framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Umræða um svifryk og uppruna þess, hreinsun gatna, umferðarstýringu og fleiri áhrifavalda hefur verið fyrirferðarmikil síðustu vikur. Það er af hinu góða, málið snertir okkur öll. Götur eru þrifnar til að viðhalda loftgæðum í umhverfinu. Slíkt hreinlæti bætir bæði ásýnd og líðan íbúa. Sumum eru gott hreinlæti lífsspursmál. Þannig áætlar Umhverfisstofnun Evrópu að á Íslandi látist 60 manns á ári af völdum svifryks. Það eru nokkuð fleiri dauðsföll en t.d. vegna brjóstakrabbameins. Þessi vandi er því mjög áþreifanlegur þótt hann fari lágt. Aðrir eru hæfari til að fjalla um uppruna svifryksins. Mér finnst hins vegar rétt að víkja fremur að því hvað er gert og hvað er hægt að gera til að draga úr þessari mengun. Hreinsitækni ehf er framkvæmdaaðli, verktaki fyrir ríki og sveitarfélög við þrif á götum og stígum. Eðli máls samkvæmt fylgjumst við því býsna vel með ástandi vega, loftgæðum og þróun í verklagi og tækni. Sé litið til höfuðborgarsvæðisins er ljóst að hægt er að vinna með ýmsar breytur til að hámarka árangur. Besta leiðin til að þrífa götur er almennt talin vera sópun – þvottur – sópun. Grófefnið er fjarlægt í fyrstu umferð, þvotturinn skolar fínefni sem situr eftir út í vegkant, seinna sópið á að fjarlægja það sem eftir situr. Misjafnt er á milli sveitarfélaga hvaða aðferðum er beitt. Sums staðar eru götur þrifnar eftir þessari aðferð, annars staðar ekki. Gæði götuþrifanna eru því misjöfn. Fleiri leiðir má nefna. Þannig hefur verið úðað rykbindiefnum til að binda óreinindi á götum. Að okkar mati er betra að fjarlægja óhreinindi en að binda þau niður. Annar búnaður er til svo sem sérstakar svifrykssugur. Þær byggja á þeirri forsendu að gatnakerfið sé í grunninn vel þrifið. (viðhaldsþrif). Auðvitað er nokkuð misjafnt hvernig er staðið að þrifum í borgum í löndum í kringum okkur. Sé litið til borga eins og Oslóar sýna gögn að allar götur hennar eru þrifnar a.m.k. á tveggja vikna fresti. Slík tíðni þýðir auðvitað að hægt er að fara hraðar yfir og beita meira aðferðum eins og götuþvotti. Frágangur samgöngumannvirkja skiptir líka máli. Frágangur vegaxla, svæði sem hægt væri nýta undir hjólastíga o.fl. Áhöld eru um hvort gerð götu sé í raun lokið með því einu að setja bundið slitlag á akreinar. Hægt væri að minnka svifryk með því að rykbinda einnig 1-2 metra út fyrir skilgreinda akbraut og um leið yrðu þrif auðveldari. Engar samhæfðar reglur eru til fyrir umgengni um framkvæmdasvæði. Þannig er mikil umferð malarflutningarbíla til og frá byggingasvæðum. Í langfæstum tilvikum eru settar kvaðir um þrifnað á dekkjum, þannig að ryk og drulla frá byggingasvæðum berist síður út í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Bylting hefur orðið í getu til að mæla umhverfisáhrif. Þannig eru í boðið ódýrar lausnir sem mæla bæði svifryk og lofttegundir sem rekja má til útblásturs frá bílvélum. Hægt er að fá þennan búnað þannig að hann geti nýtt veðurspár og reynslu til að spá fyrir um loftgæði næstu daga. Þennan búnað mætti því nota sem lið í að ástandsstýra þrifum gatna. Á þann hátt yrðu þrifin markvissari og árangursríkari. Þá myndu slíkar aðferðir draga úr svifryki og á sama tíma næðist betri nýting á þá fjármuni sem varið er til þessara mála. Þá myndu markvissar aðferðir væntanlega geta bætt heilsu þeirra sem eru viðkvæmir fyrir lélegum loftgæðum. Hámarkshraði ökutækja er ein breyta sem getur haft áhrif. Áhrif breytingar á hámarkshraða koma fram í rykmyndun, útblæstri og ferðatíma svo eitthvað sé nefnt. Þessi leið hefur því meiri jákvæð áhrif eftir því sem gatnakerfið er óhreinna. Að framansögðu má sjá að möguleikar til að tempra magn ryks í kringum umferðaræðar eru talsverðir. Bestur árangur næst með samspili þessara þátta. Sem stjórnandi í sérhæfðu hreingerningafyrirtæki hef ég mest dálæti á lausnum sem innifela aukið hreinlæti. Höfundur er framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar