Eru geðlæknar í stofurekstri í útrýmingarhættu? Karl Reynir Einarsson skrifar 17. apríl 2021 13:01 Sérfræðilæknar, sem reka eigin læknastofur, hafa um árabil verið ein hinna þriggja meginstoða heilbrigðiskerfisins. Hinar tvær eru sjúkrahúsin í landinu og heilsugæslan. Undanfarin ár hefur nýliðun í hópi geðlækna í stofurekstri, eða geðlækna á stofu eins og þeir eru yfirleitt kallaðir, verið lítil. Árið 2009 voru þeir 37 talsins og heildarfjöldi viðtala það ár var rúmlega 39 þúsund. Síðan hefur leiðin legið niður á við. Árið 2020 voru 32 geðlæknar á stofu og heildarfjöldi viðtala rúmlega 30 þúsund. Ekki eru til tölur fyrir heildarfjölda stöðugilda geðlækna á stofu undanfarin ár, sumir eru í hlutastarfi á stofu og vinna annars staðar með s.s. á spítala eða heilsugæslu. Fjöldi viðtala er því besti mælikvarðinn á starfsemina í heild sinni, en þetta helst í hendur. Þegar þetta er ritað eru starfandi 28 geðlæknar á stofu, 17 vinna eingöngu á stofu en 11 einnig annars staðar. Það má gróflega áætla að alls séu um 20 stöðugildi lækna ef allir væru eingöngu í 100% starfi á stofu. Undanfarinn áratug hefur geðlæknum á stofu fækkað um næstum fjórðung og fjölda viðtala sem því nemur. Þá vaknar spurningin: hvernig verður þetta eftir önnur tíu ár? Gera má tilraun til að spá fyrir um þróunina næstu ár með því að skoða aldurssamsetningu hópsins. Í dag er meðalaldur geðlækna í stofurekstri um 62 ár. Af þeim 28 sem enn eru starfandi á þessum vettvangi eru tíu þegar orðnir 67 ára eða eldri, eða 36%. Einungis fimm eru undir fimmtugu. Áhuginn á stofurekstri hefur sjaldan eða aldrei verið minni. Hver er ástæðan fyrir þessu? Ég tel að nokkrir þættir spili hér saman: Í fyrsta lagi þá er starfsumhverfið verra en það hefur verið lengi. Fjárhagslegir hvatar til að hefja stofurekstur eru ekki lengur fyrir hendi. Gjaldskrá geðlækna hefur ekki haldið í við hækkun á rekstrarkostnaði, sem er meiri en margur heldur. Leiga, tryggingar, kostnaður við sjúkraskrárkerfi og önnur gjöld – allt hefur þetta hækkað meira en gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Það er athyglisvert að að einkarekið starfsumhverfi geðlækna virðist ekki lengur samkeppnisfært við sumar opinberar stofnanir, enda oft margir sem sækja þar um lausar stöður. Í öðru lagi þá tel ég að breytt viðhorf til vinnu og einkalífs hafi hér áhrif. Í dag vill fólk vinna til að lifa, en hér áður fyrr lifði fólk til að vinna. Þetta er jákvæð þróun, en veldur því að fyrir hvern geðlækni á stofu sem fer á eftirlaun í dag þarf stundum tvo yngri til að hitta jafnmarga sjúklinga. Þeir sem eru í einkarekstri fá einungis greitt fyrir hvert viðtal, mismikið eftir því hvað það er langt. Ef sjúklingurinn mætir ekki í tímann fær læknirinn ekkert greitt. Ef læknirinn mætir ekki vinnu vegna veikinda er hann án launa þann daginn. Hér áður fyrr gátu stofulæknar verið með mjög góðar tekjur með því að vinna langa vinnudaga og jafnvel um helgar líka. Í dag eru viðhorfin breytt, tekjurnar minnka sem því nemur og betra að vera opinber starfsmaður, með frítöku- og veikindarétt og geta t.d. verið heima hjá veiku barni án þess að vera tekjulaus þann daginn. Í þriðja lagi hefur samningsleysi við Sjúkratryggingar Íslands haft mjög slæm áhrif á viðhorf geðlækna til stofureksturs. Áralöng óvissa með rekstrarumhverfið er ekki til þess fallin að menn fari út í einkarekstur. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur heldur engum dulist að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu hefur ekki notið sérstakrar veldvildar, a.m.k. ekki ef þjónustan er veitt hér á landi. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig að öll geðheilbrigðisþjónusta í landinu eigi að vera rekin af opinberum stofnunum. Nú styttist hins vegar í kosningar og þá verður vonandi tekin umræða um þetta efni, því ég efast um að meirihluti þjóðarinnar styðji núverandi stefnu. Þegar allt er tekið saman bendir því ýmislegt til þess að geðlæknar á stofu séu í raunverulegri útrýmingarhættu og muni halda áfram að fækka næstu árin ef ekkert breytist. Þetta gerist á sama tíma og þörf er á fleiri geðlæknum vegna fjölgunar þjóðarinnar og eðlilegum kröfum um meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Það er mikilvægt að öllum sé þetta ljóst. Við þetta mun fjölbreytt og hagkvæm þjónusta tapast, starfsumhverfi geðlækna verður fábreyttara og landið minna aðlaðandi fyrir geðlækna sem nú starfa á erlendri grundu. Ég á erfitt með að trúa því að meirihluti þjóðarinnar sé þessu fylgjandi. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Sérfræðilæknar, sem reka eigin læknastofur, hafa um árabil verið ein hinna þriggja meginstoða heilbrigðiskerfisins. Hinar tvær eru sjúkrahúsin í landinu og heilsugæslan. Undanfarin ár hefur nýliðun í hópi geðlækna í stofurekstri, eða geðlækna á stofu eins og þeir eru yfirleitt kallaðir, verið lítil. Árið 2009 voru þeir 37 talsins og heildarfjöldi viðtala það ár var rúmlega 39 þúsund. Síðan hefur leiðin legið niður á við. Árið 2020 voru 32 geðlæknar á stofu og heildarfjöldi viðtala rúmlega 30 þúsund. Ekki eru til tölur fyrir heildarfjölda stöðugilda geðlækna á stofu undanfarin ár, sumir eru í hlutastarfi á stofu og vinna annars staðar með s.s. á spítala eða heilsugæslu. Fjöldi viðtala er því besti mælikvarðinn á starfsemina í heild sinni, en þetta helst í hendur. Þegar þetta er ritað eru starfandi 28 geðlæknar á stofu, 17 vinna eingöngu á stofu en 11 einnig annars staðar. Það má gróflega áætla að alls séu um 20 stöðugildi lækna ef allir væru eingöngu í 100% starfi á stofu. Undanfarinn áratug hefur geðlæknum á stofu fækkað um næstum fjórðung og fjölda viðtala sem því nemur. Þá vaknar spurningin: hvernig verður þetta eftir önnur tíu ár? Gera má tilraun til að spá fyrir um þróunina næstu ár með því að skoða aldurssamsetningu hópsins. Í dag er meðalaldur geðlækna í stofurekstri um 62 ár. Af þeim 28 sem enn eru starfandi á þessum vettvangi eru tíu þegar orðnir 67 ára eða eldri, eða 36%. Einungis fimm eru undir fimmtugu. Áhuginn á stofurekstri hefur sjaldan eða aldrei verið minni. Hver er ástæðan fyrir þessu? Ég tel að nokkrir þættir spili hér saman: Í fyrsta lagi þá er starfsumhverfið verra en það hefur verið lengi. Fjárhagslegir hvatar til að hefja stofurekstur eru ekki lengur fyrir hendi. Gjaldskrá geðlækna hefur ekki haldið í við hækkun á rekstrarkostnaði, sem er meiri en margur heldur. Leiga, tryggingar, kostnaður við sjúkraskrárkerfi og önnur gjöld – allt hefur þetta hækkað meira en gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Það er athyglisvert að að einkarekið starfsumhverfi geðlækna virðist ekki lengur samkeppnisfært við sumar opinberar stofnanir, enda oft margir sem sækja þar um lausar stöður. Í öðru lagi þá tel ég að breytt viðhorf til vinnu og einkalífs hafi hér áhrif. Í dag vill fólk vinna til að lifa, en hér áður fyrr lifði fólk til að vinna. Þetta er jákvæð þróun, en veldur því að fyrir hvern geðlækni á stofu sem fer á eftirlaun í dag þarf stundum tvo yngri til að hitta jafnmarga sjúklinga. Þeir sem eru í einkarekstri fá einungis greitt fyrir hvert viðtal, mismikið eftir því hvað það er langt. Ef sjúklingurinn mætir ekki í tímann fær læknirinn ekkert greitt. Ef læknirinn mætir ekki vinnu vegna veikinda er hann án launa þann daginn. Hér áður fyrr gátu stofulæknar verið með mjög góðar tekjur með því að vinna langa vinnudaga og jafnvel um helgar líka. Í dag eru viðhorfin breytt, tekjurnar minnka sem því nemur og betra að vera opinber starfsmaður, með frítöku- og veikindarétt og geta t.d. verið heima hjá veiku barni án þess að vera tekjulaus þann daginn. Í þriðja lagi hefur samningsleysi við Sjúkratryggingar Íslands haft mjög slæm áhrif á viðhorf geðlækna til stofureksturs. Áralöng óvissa með rekstrarumhverfið er ekki til þess fallin að menn fari út í einkarekstur. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur heldur engum dulist að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu hefur ekki notið sérstakrar veldvildar, a.m.k. ekki ef þjónustan er veitt hér á landi. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig að öll geðheilbrigðisþjónusta í landinu eigi að vera rekin af opinberum stofnunum. Nú styttist hins vegar í kosningar og þá verður vonandi tekin umræða um þetta efni, því ég efast um að meirihluti þjóðarinnar styðji núverandi stefnu. Þegar allt er tekið saman bendir því ýmislegt til þess að geðlæknar á stofu séu í raunverulegri útrýmingarhættu og muni halda áfram að fækka næstu árin ef ekkert breytist. Þetta gerist á sama tíma og þörf er á fleiri geðlæknum vegna fjölgunar þjóðarinnar og eðlilegum kröfum um meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Það er mikilvægt að öllum sé þetta ljóst. Við þetta mun fjölbreytt og hagkvæm þjónusta tapast, starfsumhverfi geðlækna verður fábreyttara og landið minna aðlaðandi fyrir geðlækna sem nú starfa á erlendri grundu. Ég á erfitt með að trúa því að meirihluti þjóðarinnar sé þessu fylgjandi. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun