Samhæfð sundfimi (e. synchronized swimming) Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 16. apríl 2021 07:02 Sveitarfélögin vinna saman á mörgum sviðum Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga margt sameiginlegt og vinna saman að mörgum verkefnum. Sumum finnst þau mættu vinna meira saman, jafnvel að einhverju öðru en þeim verkefnum sem eru skylduverkefni eins og t.d. sorphirðu og slökkviliði. Hagsmunir íbúanna Hagsmunir íbúanna eru nefnilega þeir að þau vinni saman að sem flestu, að ekki séu hindranir á milli þeirra, í þjónustu, aðgengi að afþreyingu eða samgöngum. Að þau vinni saman að virkum samgöngum eins og hjóla og göngustígum. Þetta þarf ekki að hafa neitt með það að gera að sveitarfélögin geti verið sjálfstæðar einingar í sumu, bara að þau teygi sig í átt til íbúanna með samvinnu í þjónustuþáttum sem skipta íbúana máli í daglegu lífi. Íþróttastarf er vettvangur sem sveitarfélögin eru sterk í og þau kosta flest umtalsverðum upphæðum til þess. Börn og ungmenni geta farið á milli sveitarfélaga og stundað æfingar hjá félagi í nágrannasveitarfélagi. Þetta finnst okkur flestum sjálfsagt. Svipað á víða við um tónlistar og listnám, og einnig um margskonar annað tómstundastarf. Samræmt sundkort Svona ætti þetta líka að vera þegar kemur að sundlaugunum. Væri ekki frábært ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu væru með samræmt sundkort. Afsláttarkort eins og þau eru flest með hvort eð er. Þetta gætu bæði verið fjölskyldukort og einstaklingskort. Íbúar gætu þá farið á milli lauga og kynnst lauginni í næsta byggðarlagi eða þar næsta. Án þess að það leiddi til verulegra útgjalda. Sundkort frá einum gilti alls staðar, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum öll að hreyfa okkur, og sundferð er ágætis leið fyrir fjölskyldur og vini til að gera eitthvað saman án umtalsverðs kostnaðar. Ég beini því hér með til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að drífa í þessu fyrir sumarið, í seinasta lagi fyrir haustið. Það væri sannarlega skemmtileg viðbót við annars ágætt samstarf þeirra á mörgum sviðum. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Sveitarstjórnarmál Sundlaugar Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin vinna saman á mörgum sviðum Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga margt sameiginlegt og vinna saman að mörgum verkefnum. Sumum finnst þau mættu vinna meira saman, jafnvel að einhverju öðru en þeim verkefnum sem eru skylduverkefni eins og t.d. sorphirðu og slökkviliði. Hagsmunir íbúanna Hagsmunir íbúanna eru nefnilega þeir að þau vinni saman að sem flestu, að ekki séu hindranir á milli þeirra, í þjónustu, aðgengi að afþreyingu eða samgöngum. Að þau vinni saman að virkum samgöngum eins og hjóla og göngustígum. Þetta þarf ekki að hafa neitt með það að gera að sveitarfélögin geti verið sjálfstæðar einingar í sumu, bara að þau teygi sig í átt til íbúanna með samvinnu í þjónustuþáttum sem skipta íbúana máli í daglegu lífi. Íþróttastarf er vettvangur sem sveitarfélögin eru sterk í og þau kosta flest umtalsverðum upphæðum til þess. Börn og ungmenni geta farið á milli sveitarfélaga og stundað æfingar hjá félagi í nágrannasveitarfélagi. Þetta finnst okkur flestum sjálfsagt. Svipað á víða við um tónlistar og listnám, og einnig um margskonar annað tómstundastarf. Samræmt sundkort Svona ætti þetta líka að vera þegar kemur að sundlaugunum. Væri ekki frábært ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu væru með samræmt sundkort. Afsláttarkort eins og þau eru flest með hvort eð er. Þetta gætu bæði verið fjölskyldukort og einstaklingskort. Íbúar gætu þá farið á milli lauga og kynnst lauginni í næsta byggðarlagi eða þar næsta. Án þess að það leiddi til verulegra útgjalda. Sundkort frá einum gilti alls staðar, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum öll að hreyfa okkur, og sundferð er ágætis leið fyrir fjölskyldur og vini til að gera eitthvað saman án umtalsverðs kostnaðar. Ég beini því hér með til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að drífa í þessu fyrir sumarið, í seinasta lagi fyrir haustið. Það væri sannarlega skemmtileg viðbót við annars ágætt samstarf þeirra á mörgum sviðum. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun