Vítamínsprauta fyrir framtíðina ekki fyrir börnin í Háteigsskóla? Bergrún Tinna Magnúsdóttir skrifar 15. apríl 2021 14:31 Sama dag og grafan mætir og síðasta nálæga græna svæðið er tekið frá börnunum í Háteigsskóla er eftirfarandi birt á vef Reykjavíkurborgar: „Græn svæði eru eins og vítamínsprauta fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.“ Vitnað er í Katrínu Karlsdóttir skipulagsverkfræðing: „Fyrir börn sem lifa við græn svæði og fá þessa náttúru inn í sitt daglega líf hefur þetta áhrif á hreyfiþroska, félagsþroska og andlegan þroska. Það eru minni líkur á að börn sem alast upp nærri grænum svæðum þrói með sér geðræn vandamál,“ (Sjá: https://reykjavik.is/frettir/graenir-gardar-halda-ser-i-vogabyggd, sótt kl.13:30,12.04.2021) Vatnshóllinn og umhverfi hans er svo sannarlega vítamanínsprauta fyrir börnin í Háteigsskóla. Lóðamörk blokkanna sem reisa á hafa verið merkt á lóðina með stikum og liggja alveg upp við hólinn. Blokkirnar sjálfar verða ekki mikið lengra frá hólnum. Það er ljóst að börnin renna sér ekki framar hér á veturna. Hvernig er hægt að taka sleðabrekku af börnum? Og birta á sama tíma texta í áróðursskyni um mikilvægi grænna svæði fyrir þroska barna? Börnin eru í sárum og mótmæla nú kröftuglega. Sunnan megin við Háteigsskóla, þar sem áður voru ósnertir móar sem börnin nýttu sem leiksvæði, er nú þegar komið þéttbyggt háhýsahverfi. Háteigsskóli er einn þéttsetnasti skólinn á landinu með yfir 440 nemendur. Þegar Sjómannaskólareiturinn hverfur verður ekkert ósnert leiksvæði eftir í hverfinu, aðeins steypt skólalóðin. Það hefði verið hægt að standa miklu betur að þessu og reisa minni hús lengra frá hólnum við Vatnsholt eða blokkir á bílastæðaplaninu hinum megin við Háteigsveg. Hvers virði er hreyfi- félags- og andlegur þroski fyrir börnin í Háteigsskóla? Hvernig er hægt að fórna þessu dýrmæta svæði? Foreldrar ætla að mótmæla með börnunum sínum við Vatnshólinn næsta laugardag kl. 14:00. Búið er að stofna Facebook-viðburð um mótmælin. Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Börn og uppeldi Grunnskólar Skipulag Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sama dag og grafan mætir og síðasta nálæga græna svæðið er tekið frá börnunum í Háteigsskóla er eftirfarandi birt á vef Reykjavíkurborgar: „Græn svæði eru eins og vítamínsprauta fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.“ Vitnað er í Katrínu Karlsdóttir skipulagsverkfræðing: „Fyrir börn sem lifa við græn svæði og fá þessa náttúru inn í sitt daglega líf hefur þetta áhrif á hreyfiþroska, félagsþroska og andlegan þroska. Það eru minni líkur á að börn sem alast upp nærri grænum svæðum þrói með sér geðræn vandamál,“ (Sjá: https://reykjavik.is/frettir/graenir-gardar-halda-ser-i-vogabyggd, sótt kl.13:30,12.04.2021) Vatnshóllinn og umhverfi hans er svo sannarlega vítamanínsprauta fyrir börnin í Háteigsskóla. Lóðamörk blokkanna sem reisa á hafa verið merkt á lóðina með stikum og liggja alveg upp við hólinn. Blokkirnar sjálfar verða ekki mikið lengra frá hólnum. Það er ljóst að börnin renna sér ekki framar hér á veturna. Hvernig er hægt að taka sleðabrekku af börnum? Og birta á sama tíma texta í áróðursskyni um mikilvægi grænna svæði fyrir þroska barna? Börnin eru í sárum og mótmæla nú kröftuglega. Sunnan megin við Háteigsskóla, þar sem áður voru ósnertir móar sem börnin nýttu sem leiksvæði, er nú þegar komið þéttbyggt háhýsahverfi. Háteigsskóli er einn þéttsetnasti skólinn á landinu með yfir 440 nemendur. Þegar Sjómannaskólareiturinn hverfur verður ekkert ósnert leiksvæði eftir í hverfinu, aðeins steypt skólalóðin. Það hefði verið hægt að standa miklu betur að þessu og reisa minni hús lengra frá hólnum við Vatnsholt eða blokkir á bílastæðaplaninu hinum megin við Háteigsveg. Hvers virði er hreyfi- félags- og andlegur þroski fyrir börnin í Háteigsskóla? Hvernig er hægt að fórna þessu dýrmæta svæði? Foreldrar ætla að mótmæla með börnunum sínum við Vatnshólinn næsta laugardag kl. 14:00. Búið er að stofna Facebook-viðburð um mótmælin. Höfundur er foreldri.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar