Hverjir eiga Ísland? Fimm sjokkerandi punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 15. apríl 2021 11:01 Ein verðmætasta sameiginlega eign þjóðarinnar samkvæmt lögum er sjávarauðlindin. Fyrir nýtingu á henni greiðir útgerðin veiðileyfagjald. En vissu þið þessa fimm punkta um veiðileyfagjöldin:? 1. Veiðileyfagjöld síðasta árs dugðu ekki einu sinni fyrir þeim kostnaði sem hið opinbera verður fyrir við að þjónusta greinina, eins og eftirlit og hafrannsóknir. Sjávarútvegsfyrirtækjunum tókst meira að segja síðustu jól að lobbýja í gegnum fjárlaganefnd Alþingis viðbótarfé úr ríkiskassanum til að fjármagna loðnuleit en samkvæmt lögum á veiðileyfagjaldið að duga fyrir slíkum kostnaði. 2. Annar samanburður sem ég fann út var að veiðileyfagjaldið var þá svipað hátt og útvarpsgjaldið og það var jafnvel lægra en tóbaksgjaldið! Stangveiðimenn greiddu hærra gjald en stórútgerðin 3. Stangveiðimenn greiddu í fyrra hærri veiðileyfagjöld fyrir veiði sína í ám og vötnum heldur en stórútgerðin greiddi fyrir aðgang sinn að einum bestu sjávarauðlindum jarðar, sem þjóðin á samkvæmt lögum. Mikilvægt er að rugla ekki saman veiðileyfagjaldi við aðra skatta sem öll önnur fyrirtæki greiða. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að sjávarauðlindum sem almenningur á. 4. Krónutala veiðileyfagjalds hefur lækkað um tæp 60% á þremur árum. Ekki er mjög sannfærandi að halda því fram að afkoma greinarinnar hafi versnað um tæp 60% á þessu tímabili. Samkvæmt nýjustu tölum frá sjávarútvegsdeginum 2020 sem byggir á tölum frá fyrirtækjunum sjálfum hefur eigið fé (sem eru eignir mínus skuldir) fyrirtækjanna aukist um 60% á 5 árum. Sé litið á kjörtímabilið í heild, sem lýkur eftir 5 mánuði, nemur lækkun krónutala veiðileyfagjalda um þriðjung. Þegar kemur að þeim varnarpunkti sérhagsmunagæslunnar að hækkun veiðileyfagjalds komi sér svo illa við litlar útgerðir þá má minna á að 80% veiðileyfagjaldsins er greitt af einungis 3% af öllum þeim aðilum sem greiða veiðileyfagjald. Prívat-arður stórútgerðar hærri en veiðileyfagjöld þjóðar 5. Veiðileyfagjöldin sem þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær, eru lægri en arðurinn sem rennur í prívatvasa útgerðarmanna. Þessar prívat-arðgreiðslur sem renna einungis í vasa útgerðarmanna og fjölskyldna þeirra voru yfir 60 milljörðum á 5 árum.Til samanburðar er þessi upphæð prívat-arðgreiðslna næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en það sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis og er það löngu byrjað. Og eignast þeir þannig meira og minna Ísland. Er ekki ástæða til að breyta þessu? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Alþingi Skattar og tollar Sjávarútvegur Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Ein verðmætasta sameiginlega eign þjóðarinnar samkvæmt lögum er sjávarauðlindin. Fyrir nýtingu á henni greiðir útgerðin veiðileyfagjald. En vissu þið þessa fimm punkta um veiðileyfagjöldin:? 1. Veiðileyfagjöld síðasta árs dugðu ekki einu sinni fyrir þeim kostnaði sem hið opinbera verður fyrir við að þjónusta greinina, eins og eftirlit og hafrannsóknir. Sjávarútvegsfyrirtækjunum tókst meira að segja síðustu jól að lobbýja í gegnum fjárlaganefnd Alþingis viðbótarfé úr ríkiskassanum til að fjármagna loðnuleit en samkvæmt lögum á veiðileyfagjaldið að duga fyrir slíkum kostnaði. 2. Annar samanburður sem ég fann út var að veiðileyfagjaldið var þá svipað hátt og útvarpsgjaldið og það var jafnvel lægra en tóbaksgjaldið! Stangveiðimenn greiddu hærra gjald en stórútgerðin 3. Stangveiðimenn greiddu í fyrra hærri veiðileyfagjöld fyrir veiði sína í ám og vötnum heldur en stórútgerðin greiddi fyrir aðgang sinn að einum bestu sjávarauðlindum jarðar, sem þjóðin á samkvæmt lögum. Mikilvægt er að rugla ekki saman veiðileyfagjaldi við aðra skatta sem öll önnur fyrirtæki greiða. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að sjávarauðlindum sem almenningur á. 4. Krónutala veiðileyfagjalds hefur lækkað um tæp 60% á þremur árum. Ekki er mjög sannfærandi að halda því fram að afkoma greinarinnar hafi versnað um tæp 60% á þessu tímabili. Samkvæmt nýjustu tölum frá sjávarútvegsdeginum 2020 sem byggir á tölum frá fyrirtækjunum sjálfum hefur eigið fé (sem eru eignir mínus skuldir) fyrirtækjanna aukist um 60% á 5 árum. Sé litið á kjörtímabilið í heild, sem lýkur eftir 5 mánuði, nemur lækkun krónutala veiðileyfagjalda um þriðjung. Þegar kemur að þeim varnarpunkti sérhagsmunagæslunnar að hækkun veiðileyfagjalds komi sér svo illa við litlar útgerðir þá má minna á að 80% veiðileyfagjaldsins er greitt af einungis 3% af öllum þeim aðilum sem greiða veiðileyfagjald. Prívat-arður stórútgerðar hærri en veiðileyfagjöld þjóðar 5. Veiðileyfagjöldin sem þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær, eru lægri en arðurinn sem rennur í prívatvasa útgerðarmanna. Þessar prívat-arðgreiðslur sem renna einungis í vasa útgerðarmanna og fjölskyldna þeirra voru yfir 60 milljörðum á 5 árum.Til samanburðar er þessi upphæð prívat-arðgreiðslna næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en það sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis og er það löngu byrjað. Og eignast þeir þannig meira og minna Ísland. Er ekki ástæða til að breyta þessu? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar