Seðlabankinn skammar LIVE vegna útboðs Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2021 10:38 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi um fjármálastöðugleika í húsakynnum bankans í gær. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands segir að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans. Þá skammar Seðlabankinn lífeyrissjóðinn og sagði upplýsingagjöf sjóðsins til bankans hafa verið ábótavant og misvísandi. Það hafi tafið störf bankans. Seðlabankinn hóf í september athugun á stjórnarháttum hjá sjóðnum vegna álitamáls sem komu upp í tengslum við undirbúning ákvörðunar stjórnar sjóðsins um hvort hann tæki þátt í útboðinu. Fyrir útboðið var sjóðurinn stærsti hluthafinn í Icelandair og vakti því athygli að sjóðurinn ákvað að taka ekki þáttt í útboðinu. Það stóð þó tæpt. Fjórir gegn fjórum Ákvörðunin féll á jöfnum akvæðum átta stjórnarmanna. Helmingur stjórnarmanna er fulltrúi launafólks og sagði nei á meðan fulltrúar atvinnurekenda sögðu já. Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður sjóðsins og forstjóri Kjörís, mælti með kaupum fyrir 2,5 milljarða. „Þarna er um að ræða lífsviðurværi þúsunda starfsmanna og starfsfólk Icelandair er einn stærsti greiðandi félagsgjalda til VR og þar með til lífeyrissjóðsins. Það kom mér því á óvart að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda í sjóðnum sem töluðu fyrir mikilvægi þess að verja störf félagsmanna en ekki fulltrúar launþegahreyfingarinnar,“ sagði Guðrún. Sagði rýningu hafa verið ítarlega Orð hennar féllu í grýttan jarðveg hjá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. „Guðrún Hafsteinsdóttir ræðst með ótrúlega svívirðilegum hætti að minni persónu og fulltrúum okkar í stjórn LIVE, starfsheiðri þeirra og trúverðugleika.“ Formaðurinn Stefán Sveinbjörnsson sagði fjárfestingakost sjóðsins sjaldan hafa verið rýndan með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair. Stjórnin hefði hist á fjórum fundum og rætt ítarlega. „Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu.“ Seðlabankinn fylgist með Seðlabankinn tók til skoðunar hvort stjórn lífeyrissjóðsins hefði gætt að því með fullnægjandi hætti að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboðinu í samræmi við kröfur laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og stjórnsýslulaga. Seðlabankinn segist í tilkynningu hafa aflað upplýsinga og gagna um ákvörðunarferli stjórnar sjóðsins vegna útboðsins og átti fundi með stjórnarmönnum sjóðsins þar sem farið var yfir sömu málefni. „Athuguninni er nú lokið og er niðurstaða Seðlabankans sú að stjórn lífeyrissjóðsins hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf.,“ segir í tilkynningu. Um stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Stjórnin er skipuð átta manns. Bjarni Þór Sigurðsson, Guðrún Johnsen, Helga Ingólfsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson eru tilnefnd af VR. Árni Stefánsson, Jón Ólafur Halldórsson og Guðrún Hafsteinsdóttir eru tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Guðný Rósa Þorvarðardóttir er tilnefnd af Félagi atvinnurekenda. Stefán er formaður og Guðrún varaformaður. Seðlabankinn hafi farið fram á að stjórn lífeyrissjóðsins myndi framvegis tryggja að fullnægjandi umræða færi fram á stjórnarfundum um hæfi stjórnarmanna þegar tilefni væri til þess, og að stjórnarmönnum sé tryggður kostur á að koma á framfæri upplýsingum sem varða hæfi þeirra í tengslum við þau mál sem eru til umræðu, eftir því sem tilefni er til hverju sinni. Þá taldi Seðlabankinn að upplýsingagjöf sjóðsins til bankans vegna athugunarinnar á stjórnarháttum sjóðsins hafi verið ábótavant og misvísandi sem meðal annars tafði afgreiðslu málsins. „Seðlabankinn mun fylgjast með því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar,“ segir í tilkynningunni. Lífeyrissjóðir Icelandair Seðlabankinn Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Þjónustudagur Toyota Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Greiðsluáskorun „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Sjá meira
Þá skammar Seðlabankinn lífeyrissjóðinn og sagði upplýsingagjöf sjóðsins til bankans hafa verið ábótavant og misvísandi. Það hafi tafið störf bankans. Seðlabankinn hóf í september athugun á stjórnarháttum hjá sjóðnum vegna álitamáls sem komu upp í tengslum við undirbúning ákvörðunar stjórnar sjóðsins um hvort hann tæki þátt í útboðinu. Fyrir útboðið var sjóðurinn stærsti hluthafinn í Icelandair og vakti því athygli að sjóðurinn ákvað að taka ekki þáttt í útboðinu. Það stóð þó tæpt. Fjórir gegn fjórum Ákvörðunin féll á jöfnum akvæðum átta stjórnarmanna. Helmingur stjórnarmanna er fulltrúi launafólks og sagði nei á meðan fulltrúar atvinnurekenda sögðu já. Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður sjóðsins og forstjóri Kjörís, mælti með kaupum fyrir 2,5 milljarða. „Þarna er um að ræða lífsviðurværi þúsunda starfsmanna og starfsfólk Icelandair er einn stærsti greiðandi félagsgjalda til VR og þar með til lífeyrissjóðsins. Það kom mér því á óvart að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda í sjóðnum sem töluðu fyrir mikilvægi þess að verja störf félagsmanna en ekki fulltrúar launþegahreyfingarinnar,“ sagði Guðrún. Sagði rýningu hafa verið ítarlega Orð hennar féllu í grýttan jarðveg hjá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. „Guðrún Hafsteinsdóttir ræðst með ótrúlega svívirðilegum hætti að minni persónu og fulltrúum okkar í stjórn LIVE, starfsheiðri þeirra og trúverðugleika.“ Formaðurinn Stefán Sveinbjörnsson sagði fjárfestingakost sjóðsins sjaldan hafa verið rýndan með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair. Stjórnin hefði hist á fjórum fundum og rætt ítarlega. „Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu.“ Seðlabankinn fylgist með Seðlabankinn tók til skoðunar hvort stjórn lífeyrissjóðsins hefði gætt að því með fullnægjandi hætti að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboðinu í samræmi við kröfur laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og stjórnsýslulaga. Seðlabankinn segist í tilkynningu hafa aflað upplýsinga og gagna um ákvörðunarferli stjórnar sjóðsins vegna útboðsins og átti fundi með stjórnarmönnum sjóðsins þar sem farið var yfir sömu málefni. „Athuguninni er nú lokið og er niðurstaða Seðlabankans sú að stjórn lífeyrissjóðsins hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf.,“ segir í tilkynningu. Um stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Stjórnin er skipuð átta manns. Bjarni Þór Sigurðsson, Guðrún Johnsen, Helga Ingólfsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson eru tilnefnd af VR. Árni Stefánsson, Jón Ólafur Halldórsson og Guðrún Hafsteinsdóttir eru tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Guðný Rósa Þorvarðardóttir er tilnefnd af Félagi atvinnurekenda. Stefán er formaður og Guðrún varaformaður. Seðlabankinn hafi farið fram á að stjórn lífeyrissjóðsins myndi framvegis tryggja að fullnægjandi umræða færi fram á stjórnarfundum um hæfi stjórnarmanna þegar tilefni væri til þess, og að stjórnarmönnum sé tryggður kostur á að koma á framfæri upplýsingum sem varða hæfi þeirra í tengslum við þau mál sem eru til umræðu, eftir því sem tilefni er til hverju sinni. Þá taldi Seðlabankinn að upplýsingagjöf sjóðsins til bankans vegna athugunarinnar á stjórnarháttum sjóðsins hafi verið ábótavant og misvísandi sem meðal annars tafði afgreiðslu málsins. „Seðlabankinn mun fylgjast með því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar,“ segir í tilkynningunni.
Um stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Stjórnin er skipuð átta manns. Bjarni Þór Sigurðsson, Guðrún Johnsen, Helga Ingólfsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson eru tilnefnd af VR. Árni Stefánsson, Jón Ólafur Halldórsson og Guðrún Hafsteinsdóttir eru tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Guðný Rósa Þorvarðardóttir er tilnefnd af Félagi atvinnurekenda. Stefán er formaður og Guðrún varaformaður.
Lífeyrissjóðir Icelandair Seðlabankinn Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Þjónustudagur Toyota Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Greiðsluáskorun „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent