Skipta líf og heilsa kvenna heilbrigðisyfirvöld minna máli? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. apríl 2021 17:00 Á undraskömmum tíma nú nýlega sameinuðust tæplega fjórtán þúsund manns af öllum kynjum í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna.“ Ástæðan var sú óreiða sem ríkt hefur undanfarið í málefnum kvenna sem farið hafa í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann áttunda mars s.l. voru heilbrigðisráðherra afhentar um fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem hvatningu til að bæta úr því ófremdarástandi sem skimanir í Danmörku hafa skapað. Nú er liðinn rúmur mánuður frá því að ráðherrann tók við áskoruninni og ekkert hefur gerst. Nema kannski það að einhverjir læknar hafa verið í umkenningaleik um hver beri raunverulega ábyrgð. Í fyrsta lagi ábyrgð á því að hafa rifið verkefni við skimun og greiningu af Krabbameinsfélaginu áður en annar aðili hafði verið fenginn til að taka við. Í öðru lagi að koma skimun og greiningu ekki fyrir á Landsspítala eins og ráð hafði verið fyrir gert. Og í þriðja lagi að koma greiningu skimana fyrir í einkaklínik í Danmörku sem er eins svifasein og óörugg leið og hugsast getur. Þar kemur margt til. Dregið hefur verið fram að sýni höfðu hlaðist upp og voru geymd í pappakössum fram á þetta ár. Flókið er að senda sýni til Danmerkur því merkja þarf sýnin upp á nýtt (íslenska kennitalan gengur ekki) og að lokinni greiningu þarf að umbreyta dönsku merkingunni aftur í íslenska kennitölu. Allt tekur þetta drjúgan tíma. Á meðan á þessu gengur bíða konur milli vonar og ótta vikum saman. Margar hverjar hafa fengið fregnir af því að sýni þeirra hafi sýnt frávik og taka þurfi ný og/eða að grípa þurfi til annarra aðgerða strax. Á fésbókarsíðunni „aðför að heilsu kvenna„ sem nú telur um 14 þúsund meðlima eins og áður sagði er að finna nöturlegar frásagnir kvenna sem hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðum og eftir atvikum framhaldsmeðferð. Sést hafa frásagnir sem sýna að konur hafa þurft að bíða niðurstaðna og jafnvel eftir framhaldsmeðferð allt síðan í júlímánuði 2020. Hver karllæknirinn af öðrum hefur stigið fram og sagt að þessi þjónusta sé þrátt fyrir allt ásættanleg. Með mikilli virðingu efast ég um skilning þeirra á ástandinu. Í 3. gr sjúklingalaga segir að sjúklingar skuli ávallt njóta bestu fáanlegu þjónustu eða eins og segir í lagatextanum: Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Sjúklingur á rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita. Mér er til efs að hægt sé að heimfæra lagaákvæðið upp á þá reynslu sem margar konur hafa gengið í gegnum undanfarandi. Mér vitanlega hefur enginn enn látið reyna á þetta ákvæði laga vegna skimunar leghálskrabbameins en full ástæða virðist til að gaumgæfa það. Það er engu líkara en að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að heilsa og líf kvenna skipti ekki máli. Þessu ástandi verður að linna strax. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta nú þegar úr. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í RVK-kjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á undraskömmum tíma nú nýlega sameinuðust tæplega fjórtán þúsund manns af öllum kynjum í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna.“ Ástæðan var sú óreiða sem ríkt hefur undanfarið í málefnum kvenna sem farið hafa í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann áttunda mars s.l. voru heilbrigðisráðherra afhentar um fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem hvatningu til að bæta úr því ófremdarástandi sem skimanir í Danmörku hafa skapað. Nú er liðinn rúmur mánuður frá því að ráðherrann tók við áskoruninni og ekkert hefur gerst. Nema kannski það að einhverjir læknar hafa verið í umkenningaleik um hver beri raunverulega ábyrgð. Í fyrsta lagi ábyrgð á því að hafa rifið verkefni við skimun og greiningu af Krabbameinsfélaginu áður en annar aðili hafði verið fenginn til að taka við. Í öðru lagi að koma skimun og greiningu ekki fyrir á Landsspítala eins og ráð hafði verið fyrir gert. Og í þriðja lagi að koma greiningu skimana fyrir í einkaklínik í Danmörku sem er eins svifasein og óörugg leið og hugsast getur. Þar kemur margt til. Dregið hefur verið fram að sýni höfðu hlaðist upp og voru geymd í pappakössum fram á þetta ár. Flókið er að senda sýni til Danmerkur því merkja þarf sýnin upp á nýtt (íslenska kennitalan gengur ekki) og að lokinni greiningu þarf að umbreyta dönsku merkingunni aftur í íslenska kennitölu. Allt tekur þetta drjúgan tíma. Á meðan á þessu gengur bíða konur milli vonar og ótta vikum saman. Margar hverjar hafa fengið fregnir af því að sýni þeirra hafi sýnt frávik og taka þurfi ný og/eða að grípa þurfi til annarra aðgerða strax. Á fésbókarsíðunni „aðför að heilsu kvenna„ sem nú telur um 14 þúsund meðlima eins og áður sagði er að finna nöturlegar frásagnir kvenna sem hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðum og eftir atvikum framhaldsmeðferð. Sést hafa frásagnir sem sýna að konur hafa þurft að bíða niðurstaðna og jafnvel eftir framhaldsmeðferð allt síðan í júlímánuði 2020. Hver karllæknirinn af öðrum hefur stigið fram og sagt að þessi þjónusta sé þrátt fyrir allt ásættanleg. Með mikilli virðingu efast ég um skilning þeirra á ástandinu. Í 3. gr sjúklingalaga segir að sjúklingar skuli ávallt njóta bestu fáanlegu þjónustu eða eins og segir í lagatextanum: Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Sjúklingur á rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita. Mér er til efs að hægt sé að heimfæra lagaákvæðið upp á þá reynslu sem margar konur hafa gengið í gegnum undanfarandi. Mér vitanlega hefur enginn enn látið reyna á þetta ákvæði laga vegna skimunar leghálskrabbameins en full ástæða virðist til að gaumgæfa það. Það er engu líkara en að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að heilsa og líf kvenna skipti ekki máli. Þessu ástandi verður að linna strax. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta nú þegar úr. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í RVK-kjördæmi suður.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun