Geðheilbrigði – Höfum við gengið til góðs? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 14. apríl 2021 10:00 Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í stefnu sinni; að: gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra hefja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænan vanda byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar útiloka nauðung og þvingun við meðferð koma á fót geðráði; breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál Fyrsta áhersluatriðið stefnunnar er að gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Skoða þarf í hvað fjármagnið fer og hvort það endurspegli vandann og áherslur stjórnvalda. Stjórnvöld gera þá kröfu að þjónustan sé byggð á vísindalegum grunni. Geðgreiningar byggja á huglægu mati, - kenningin um efnaójafnvægi í heila heldur ekki, og lyfin eru hugbreytandi með auka- og/eða hliðarverkunum sem geta hindrað almenna þátttöku og virkni þeirra sem eiga við slæma geðheilsu að stríða. Geðhjálp vill að byggt verði nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK en samhliða sé hugmyndafræði og innihaldi meðferðar endurskoðuð. Ný steinsteypa og umgjörð gerir lítið gagn ef hugmyndafræði og innviðirnir eru óbreyttir. Áföll, vanræksla og erfið skilyrði í æsku hafa áhrif á almenna heilsu og líðan á fullorðinsárum. Því kallar almenningur eftir frekari sálfræðiaðstoð og að sú þjónusta verði niðurgreidd með einhverjum hætti. Lyf eru þó enn fyrsta lausnin og oftar en ekki aðallausnin, þrátt fyrir að vitað sé að í mörgum tilfellum hafi lyfjafyrirtækin stýrt rannsóknarniðurstöðum sér í hag, keypt áhrifavalda og blekkt lækna, stjórnvöld og almenning með markaðssetningu. Meðan stjórnvöld stuðla ekki að auknum valmöguleikum í geðmeðferðum viðhaldast sömu nálganir. Þegar rannsakaðar eru mismunandi íhlutanir og þær bornar t.d. saman við árangur geðlyfja kemur í ljós að flestar þeirra virka og þyngst vegur svokölluð placebo-/lyfleysuáhrif; trú okkar á að hlutirnir virki. Umgjörðin og sá sem veitir meðferðina skiptir því oft meira máli en aðferðin sem beitt er. Við getum státað okkur af góðu heilbrigðiskerfi, heilbrigðisstarfsfólki, samfélagsúrræðum og að umræða hefur aukist. Þrátt fyrir þennan meðbyr á stór hluti þeirra sem takast á við geðraskanir í erfiðleikum og um 40% þeirra sem búa við örorku er fólk með geðraskanir. Fjölgun þeirra hefur verið tæpleg 200% á síðustu 30 árum á meðan þjóðinni hefur fjölgað um 40% á sama tíma. Uppeldisskilyrði hafa áhrif á geðslag og því ætti að auka stuðning við börn og á sama tíma þarf aukin stuðning og fræðslu fyrir foreldra. Skólakerfið þarf einnig að endurskilgreina innihald námskráa og umgjörð til að undirbúa börn betur fyrir fullorðinsárin. Geðrækt sem hluti af aðalnámskrá grunnskóla ásamt fleiri þáttum sem nútímasamfélag krefst er tímabær framþróun. Vinnumarkaðurinn kemur ekki nægilega til móts við fjölbreytileika og getu fólks. Fjölga þarf því atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænan vanda. Geðlyf, hugræn atferlismeðferð eða sálfræðimeðferð duga skammt ef aðalvandinn liggur í umhverfisþáttum, s.s. fátækt, atvinnuleysi, fordómum, mismunun og skorti á tækifærum. Skorti á því að hafa hlutverk og tilheyra samfélagi. Krafan um að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri, er til komin vegna vanda sem ekki verður leystur með lyfjum eða fræðslu. Margir sem leita til heilsugæslunnar í vanlíðan þurfa jafnvel einungis stuðning við að öðlast hlutverk, tilheyra samfélaginu í ríkari mæli og tækifæri að láta gott af sér leiða. Á meðan sjónarhornið einskorðast við einstaklingsvandamál í stað þess að skoða það umhverfi sem viðkomandi sprettur úr er kannski ekki hægt að ætlast til að við náum lengra. Þjáning er fylgifiskur lífsins, enda oft uppspretta þroska og uppgötvana. Þegar fólk er spurt hvað hafi gagnast þeim í bataferlinu telja þeir upp umhverfisþætti sem hafi stuðlað að bata. Nauðung og þvingun við meðferð er dæmi um skaðlega nálgun sem ber að uppræta. Það er kominn tími til málefnalegra skoðanaskipta, um áhrifavalda og breyttar nálganir. Geðráð er breiður samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál sem einstaka þjóðir hafa komið á fót til að vinna gegn stöðnun í málaflokknum og sérhagsmunagæslu. Fólk með ólíkan bakgrunn og hugmyndafræðilegar forsendur tekst á, forgangsraðar, fylgist með, veitir aðhald og kemur með tillögur. Á þeim 40 árum sem ég hef starfað innan geðgeirans hafa hugmyndir manna um orsakir geðheilsuvanda og leiðir út úr honum breyst. Þegar ég hóf störf sem iðjuþjálfi í Noregi þá voru svokallaðar samfélagslækningar ríkjandi. Vanlíðan skapaðist í tengslum manna á milli og leiðin til lausnar væri því í samskiptum. Geðdeildir störfuðu í anda lýðræðissamfélaga, með þverfaglegri nálgun og valddreifingu. Skjólstæðingar blómstruðu oft innan þessa ramma, en lentu yfirleitt í vandræðum eftir útskrift því á heimavelli hafði ekkert breyst. Því er spurning hvort við höfum við gengið til góðs? Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í stefnu sinni; að: gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra hefja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænan vanda byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar útiloka nauðung og þvingun við meðferð koma á fót geðráði; breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál Fyrsta áhersluatriðið stefnunnar er að gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Skoða þarf í hvað fjármagnið fer og hvort það endurspegli vandann og áherslur stjórnvalda. Stjórnvöld gera þá kröfu að þjónustan sé byggð á vísindalegum grunni. Geðgreiningar byggja á huglægu mati, - kenningin um efnaójafnvægi í heila heldur ekki, og lyfin eru hugbreytandi með auka- og/eða hliðarverkunum sem geta hindrað almenna þátttöku og virkni þeirra sem eiga við slæma geðheilsu að stríða. Geðhjálp vill að byggt verði nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK en samhliða sé hugmyndafræði og innihaldi meðferðar endurskoðuð. Ný steinsteypa og umgjörð gerir lítið gagn ef hugmyndafræði og innviðirnir eru óbreyttir. Áföll, vanræksla og erfið skilyrði í æsku hafa áhrif á almenna heilsu og líðan á fullorðinsárum. Því kallar almenningur eftir frekari sálfræðiaðstoð og að sú þjónusta verði niðurgreidd með einhverjum hætti. Lyf eru þó enn fyrsta lausnin og oftar en ekki aðallausnin, þrátt fyrir að vitað sé að í mörgum tilfellum hafi lyfjafyrirtækin stýrt rannsóknarniðurstöðum sér í hag, keypt áhrifavalda og blekkt lækna, stjórnvöld og almenning með markaðssetningu. Meðan stjórnvöld stuðla ekki að auknum valmöguleikum í geðmeðferðum viðhaldast sömu nálganir. Þegar rannsakaðar eru mismunandi íhlutanir og þær bornar t.d. saman við árangur geðlyfja kemur í ljós að flestar þeirra virka og þyngst vegur svokölluð placebo-/lyfleysuáhrif; trú okkar á að hlutirnir virki. Umgjörðin og sá sem veitir meðferðina skiptir því oft meira máli en aðferðin sem beitt er. Við getum státað okkur af góðu heilbrigðiskerfi, heilbrigðisstarfsfólki, samfélagsúrræðum og að umræða hefur aukist. Þrátt fyrir þennan meðbyr á stór hluti þeirra sem takast á við geðraskanir í erfiðleikum og um 40% þeirra sem búa við örorku er fólk með geðraskanir. Fjölgun þeirra hefur verið tæpleg 200% á síðustu 30 árum á meðan þjóðinni hefur fjölgað um 40% á sama tíma. Uppeldisskilyrði hafa áhrif á geðslag og því ætti að auka stuðning við börn og á sama tíma þarf aukin stuðning og fræðslu fyrir foreldra. Skólakerfið þarf einnig að endurskilgreina innihald námskráa og umgjörð til að undirbúa börn betur fyrir fullorðinsárin. Geðrækt sem hluti af aðalnámskrá grunnskóla ásamt fleiri þáttum sem nútímasamfélag krefst er tímabær framþróun. Vinnumarkaðurinn kemur ekki nægilega til móts við fjölbreytileika og getu fólks. Fjölga þarf því atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænan vanda. Geðlyf, hugræn atferlismeðferð eða sálfræðimeðferð duga skammt ef aðalvandinn liggur í umhverfisþáttum, s.s. fátækt, atvinnuleysi, fordómum, mismunun og skorti á tækifærum. Skorti á því að hafa hlutverk og tilheyra samfélagi. Krafan um að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri, er til komin vegna vanda sem ekki verður leystur með lyfjum eða fræðslu. Margir sem leita til heilsugæslunnar í vanlíðan þurfa jafnvel einungis stuðning við að öðlast hlutverk, tilheyra samfélaginu í ríkari mæli og tækifæri að láta gott af sér leiða. Á meðan sjónarhornið einskorðast við einstaklingsvandamál í stað þess að skoða það umhverfi sem viðkomandi sprettur úr er kannski ekki hægt að ætlast til að við náum lengra. Þjáning er fylgifiskur lífsins, enda oft uppspretta þroska og uppgötvana. Þegar fólk er spurt hvað hafi gagnast þeim í bataferlinu telja þeir upp umhverfisþætti sem hafi stuðlað að bata. Nauðung og þvingun við meðferð er dæmi um skaðlega nálgun sem ber að uppræta. Það er kominn tími til málefnalegra skoðanaskipta, um áhrifavalda og breyttar nálganir. Geðráð er breiður samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál sem einstaka þjóðir hafa komið á fót til að vinna gegn stöðnun í málaflokknum og sérhagsmunagæslu. Fólk með ólíkan bakgrunn og hugmyndafræðilegar forsendur tekst á, forgangsraðar, fylgist með, veitir aðhald og kemur með tillögur. Á þeim 40 árum sem ég hef starfað innan geðgeirans hafa hugmyndir manna um orsakir geðheilsuvanda og leiðir út úr honum breyst. Þegar ég hóf störf sem iðjuþjálfi í Noregi þá voru svokallaðar samfélagslækningar ríkjandi. Vanlíðan skapaðist í tengslum manna á milli og leiðin til lausnar væri því í samskiptum. Geðdeildir störfuðu í anda lýðræðissamfélaga, með þverfaglegri nálgun og valddreifingu. Skjólstæðingar blómstruðu oft innan þessa ramma, en lentu yfirleitt í vandræðum eftir útskrift því á heimavelli hafði ekkert breyst. Því er spurning hvort við höfum við gengið til góðs? Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun