Lausnin er úti á landi Guðmundur Gunnarsson skrifar 11. apríl 2021 09:01 Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein. Nema, hún er ekki um það hvernig við ætlum að endurvekja fortíðina. Hún er ekki rómantískt afturhvarf til áranna fyrir grímuskyldu. Þetta er ekki svoleiðis grein. Þessi grein er skrifuð út frá öðru sjónarhorni. Með augum landsbyggðatúttu sem hefur takmarkaðan áhuga á að færa allt í fyrra horf. Þessi grein fjallar um vannýttu tækifærin úti á landi. Þið vitið, svæðið sem nær yfir bróðurpart landsins og hýsir okkar fámennustu, en jafnframt öflugustu, samfélög. Svæðið sem við ranglega tölum um í eintölu en ættum auðvitað alltaf að vísa til í fleirtölu. Vegna stærðar og mikilvægis. Mitt innlegg er að við breytum viðhorfi okkar til landsbyggðanna. Þá aðallega, viðhorfi okkar til opinberra framkvæmda á landsbyggðunum. Hefjum okkur upp úr því afdankaða viðhorfi að fjárfestingar hins opinbera úti á landi séu einhver ölmusa. Eins og þeirra eini tilgangur sé að seinka hinu óumflýjanlega og gera nógu lítið til að halda í horfinu. Hið rétta er að það er einmitt á þessum svæðum sem okkar stærstu ónýttu tækifæri lúra. Okkar allra mestu verðmæti. Í fólkinu, fyrirtækjunum og umhverfinu. Ég er að tala um fjárfestingu sem endurspeglar raunverulega trú á samfélögin. Áætlun sem nærir æðakerfið í dreifbýlinu. Í þorpunum. Þar sem viðspyrnan býr. Tökum Árneshrepp sem dæmi. Algjört jaðardæmi. Svæði sem hefur verið haldið í einangrun frá grunnkerfum samfélagsins frá upphafi. Þar býr enn fólk sem berst á hæl og hnakka við að halda hreppnum í byggð. Skapar sín eigin tækifæri þrátt fyrir endalaust andstreymi. Skýrt dæmi um kraftinn sem kraumar í þeim samfélögum þar sem sjálf lífsbaráttan er barningur. Og við erum bara að tala um að veita þeim sambærileg tækifæri og við hin njótum. Þjónustu sem þau eiga rétt á. Án tillits til búsetu. Ég vil að við nálgumst uppbyggingu í dreifbýlinu eins og hverja aðra metnaðarfulla opinbera fjárfestingu. Eins og að byggja spítala, flugvöll eða þjóðarleikvang. Og nei, ég er ekki að tala um að eitt útiloki annað eða stilla dreifbýlinu upp andspænis borginni. Ég er að tala um að koma þessum löngu tímabæru áformum á kortið, stilla upp heildstæðu plani sem tekur til uppbyggingar allra grunnkerfa. Veita landsbyggðunum sömu tækifæri, sömu þjónustu, sambærilegt öryggi. Það er lang arðbærasta fjárfestingin sem þjóð, umvafin auðlindum, getur ráðist í. Gott dæmi um slíka nálgun er til dæmis að finna í boðuðum breytingum á þjónustu í þágu farsældar barna. Það er framtíðarsýnin og metnaðurinn sem ég vil sjá fyrir landsbyggðirnar. Allar okkar fyrri áætlanir fyrir landsbyggðirnar eiga það sameiginlegt að skorta þrótt og hugrekki. Þær skortir nægilegt eldsneyti til að leysa kraftinn úti á landi úr læðingi. Ég er að kalla eftir áformum sem endurspegla framtíðarsýnina sem landsbyggðirnar verðskulda. Við munum öll hagnast á því. Svo snýst þetta líka á endanum um réttlæti. Að við einsetjum okku að jafna aðgengi að opinberri þjónustu og grunnkerfum um allt land. Eins og okkur ber að gera. Getan til að skjóta efnahag landsins aftur upp eins og korktappa býr nefnilega í þorpunum. Við eigum að að hafa kjarkinn til að veðja á þau. Þótt fyrr hefði verið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Vinnumarkaður Guðmundur Gunnarsson Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein. Nema, hún er ekki um það hvernig við ætlum að endurvekja fortíðina. Hún er ekki rómantískt afturhvarf til áranna fyrir grímuskyldu. Þetta er ekki svoleiðis grein. Þessi grein er skrifuð út frá öðru sjónarhorni. Með augum landsbyggðatúttu sem hefur takmarkaðan áhuga á að færa allt í fyrra horf. Þessi grein fjallar um vannýttu tækifærin úti á landi. Þið vitið, svæðið sem nær yfir bróðurpart landsins og hýsir okkar fámennustu, en jafnframt öflugustu, samfélög. Svæðið sem við ranglega tölum um í eintölu en ættum auðvitað alltaf að vísa til í fleirtölu. Vegna stærðar og mikilvægis. Mitt innlegg er að við breytum viðhorfi okkar til landsbyggðanna. Þá aðallega, viðhorfi okkar til opinberra framkvæmda á landsbyggðunum. Hefjum okkur upp úr því afdankaða viðhorfi að fjárfestingar hins opinbera úti á landi séu einhver ölmusa. Eins og þeirra eini tilgangur sé að seinka hinu óumflýjanlega og gera nógu lítið til að halda í horfinu. Hið rétta er að það er einmitt á þessum svæðum sem okkar stærstu ónýttu tækifæri lúra. Okkar allra mestu verðmæti. Í fólkinu, fyrirtækjunum og umhverfinu. Ég er að tala um fjárfestingu sem endurspeglar raunverulega trú á samfélögin. Áætlun sem nærir æðakerfið í dreifbýlinu. Í þorpunum. Þar sem viðspyrnan býr. Tökum Árneshrepp sem dæmi. Algjört jaðardæmi. Svæði sem hefur verið haldið í einangrun frá grunnkerfum samfélagsins frá upphafi. Þar býr enn fólk sem berst á hæl og hnakka við að halda hreppnum í byggð. Skapar sín eigin tækifæri þrátt fyrir endalaust andstreymi. Skýrt dæmi um kraftinn sem kraumar í þeim samfélögum þar sem sjálf lífsbaráttan er barningur. Og við erum bara að tala um að veita þeim sambærileg tækifæri og við hin njótum. Þjónustu sem þau eiga rétt á. Án tillits til búsetu. Ég vil að við nálgumst uppbyggingu í dreifbýlinu eins og hverja aðra metnaðarfulla opinbera fjárfestingu. Eins og að byggja spítala, flugvöll eða þjóðarleikvang. Og nei, ég er ekki að tala um að eitt útiloki annað eða stilla dreifbýlinu upp andspænis borginni. Ég er að tala um að koma þessum löngu tímabæru áformum á kortið, stilla upp heildstæðu plani sem tekur til uppbyggingar allra grunnkerfa. Veita landsbyggðunum sömu tækifæri, sömu þjónustu, sambærilegt öryggi. Það er lang arðbærasta fjárfestingin sem þjóð, umvafin auðlindum, getur ráðist í. Gott dæmi um slíka nálgun er til dæmis að finna í boðuðum breytingum á þjónustu í þágu farsældar barna. Það er framtíðarsýnin og metnaðurinn sem ég vil sjá fyrir landsbyggðirnar. Allar okkar fyrri áætlanir fyrir landsbyggðirnar eiga það sameiginlegt að skorta þrótt og hugrekki. Þær skortir nægilegt eldsneyti til að leysa kraftinn úti á landi úr læðingi. Ég er að kalla eftir áformum sem endurspegla framtíðarsýnina sem landsbyggðirnar verðskulda. Við munum öll hagnast á því. Svo snýst þetta líka á endanum um réttlæti. Að við einsetjum okku að jafna aðgengi að opinberri þjónustu og grunnkerfum um allt land. Eins og okkur ber að gera. Getan til að skjóta efnahag landsins aftur upp eins og korktappa býr nefnilega í þorpunum. Við eigum að að hafa kjarkinn til að veðja á þau. Þótt fyrr hefði verið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun