Af Jóni og séra Jóni Erna Bjarnadóttir skrifar 9. apríl 2021 15:32 Síðastliðið ár hefur greinarhöfundur skoðað framkvæmd tollafgreiðslu hér á landi. Atburðarásin var rakin í stuttu máli í grein þann 22. mars sl., sjá hér. En sífellt koma nýjar upplýsingar fram í dagsljósið. Á dögunum barst svar við fyrirspurn sem lögmenn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði höfðu beint til tollgæslustjóra þar sem spurt var út í upplýsingar sem komu fram í minnisblaði starfshóps fjármálaráðherra um að „gæðum gagna“ vegna innflutnings væri ábótavant (sjá). Í minnisblaði starfshópsins sagði m.a.: „Skatturinn (Tollstjóri) hefur staðið fyrir tveimur umfangsmiklum áreiðanleikakönnunum til að kanna gæði gagna í innflutningi [...] Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng. Þessi tvö atriði ásamt tollverði skipta meginmáli við álagningu aðflutningsgjalda og hagtölur.“ Skiljanlega vakti þessi setning áhuga og því var Skatturinn/tollgæslustjóri m.a. spurður út í hvaða gögn hefðu verið lögð fyrir umræddan fund. Svari Skattsins fylgdi afrit af bréfi sem sent var tollmiðlurum og innflytjendum í febrúar 2020 þar sem þeir eru boðaðir til upplýsingafundar. Bréfið er hið áhugaverðasta og mætti margt taka þar til umfjöllunar. Eftirfarandi málsgreinar vekja þó sérstaka athygli (feitletranir eru greinarhöfundar): „Niðurstaða áreiðanleikagreiningar á tollskýrslum bendir eindregið til nauðsyn þess að brugðist verði við með aðgerðum í samræmi við tolla- og skattalöggjöf. Vissulega kemur til greina að gripið verði til aðgerða sem sumar hverjar gætu talist íþyngjandi.“ Síðan segir áfram: „Einn möguleiki er að tollmiðlurum og innflytjendum verði veitt mun meira aðhald með því að panta inn fleiri tollskýrslur og fylgiskjöl. Þessi aðferð mun án efa draga úr skilvirkni tollafgreiðslu og seinka afhendingu vörusendinga. Þetta er eitthvað sem tollyfirvöldum hugnast ekki, enda hefði slík aðgerð ekki aðeins mjög slæm efnahagsleg áhrif, heldur myndi skila sér í verri þjónustu við fyrirtæki og almenning og leiða til mikillar vinnu og kostnaðar fyrir tollyfirvöld og fyrirtækin í landinu. Slík framkvæmd er alls ekki í samræmi við stefnu Skattsins eða fjármála- og efnahagsráðuneytisins.“ Þessi aðferðafræði Skattsins sem birtist í tilvitnuðum texta er mjög sérstök, svo vægt sé til orða tekið. Jafnvel má segja að textinn sé í engu samræmi við aðferðafræði tollalaga nr. 88/2005. Nú er það svo að um tollflokkun, tollafgreiðslu og annað sem að innflutningi snýr gilda tollalög nr. 88/2005. Í þessum lagabálki birtist opinber stefna ríkisvaldsins í tollamálum, samþykktri af löggjafanum, Alþingi. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar ber framkvæmdavaldið ábyrgð á lagaframkvæmd, sem í þessu tilviki er fjármála- og efnahagsráðherra og undirstofnun hans, Skatturinn. Allt tal um „stefnu Skattsins“ eða „stefnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins“ er sérstakt í þessu ljósi, ekki síst þegar svo virðist sem að stefnan gangi gegn texta tollalaga nr. 88/2005. Rétt er að víkja nokkrum orðum um þau ákvæði laganna sem hér skipta máli. Samkvæmt 3. gr. tollalaga gildir almenn tollskylda í landinu – m.ö.o. hver sá sem flytur vöru til landsins verður ábyrgur fyrir greiðslu tolla samkvæmt ákvæðum laganna. Í 32. gr. tollalaga segir svo að innflytjandi sem sendir tollyfirvöldum aðflutningsskýrslu ber ábyrgð á að upplýsingar sem þar eru séu réttar. Þá ber hann ábyrgð á að fram komi allar upplýsingar sem eiga að koma fram vegna tollafgreiðslunnar og að þær byggi á viðeigandi fylgiskjölum. Sambærilegt ákvæði gildir um tollmiðlara, sbr. 33. gr. tollalaga. Brot gegn tollalögum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, sbr. XXII. kafla laganna, en skv. upphafsákvæði þessa kafla skal refsa fyrir þau brot á lögunum. Af þessu leiðir að sú opinbera stefna, sem birtist í ákvæðum tollalaga, er skýr: Ef brotið er gegn tollalögum ber að rannsaka þau og eftir atvikum sekta innflytjendur eða dæma til fangelsisrefsingar, ef sakir eru miklar. Sú stefna, sem birtist í fyrrnefndu bréfi Skattsins, að beita ekki valdheimildum sínum skv. tollalögum, þar sem það er ekki í samræmi við stefnu Skattsins eða fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna þess að það kunni að „draga úr skilvirkni tollafgreiðslu og seinka afhendingu vörusendinga“ eða af því að það hefur „slæm efnahagsleg áhrif“, er ekki í samræmi við ákvæði tollalaga. Það er því von að spurt sé hvernig standi nú á því að „tollyfirvöldum hugnast ekki“ að krefja innflytjendur þeirra gagna sem þó eiga að liggja fyrir til að sannreyna að þeir hafi fullnægt áskilnaði tollalaga. Rétt er að minnast þess að almenningur er krafinn um öll gögn sem fylgja pöntunum úr netverslunum og greiðir hann hverja krónu í tolla og önnur gjöld samkvæmt því. Skatturinn hefur ekki heimild til að víkja frá því þegar aðrir eiga í hlut. Hér er verk að vinna fyrir þá sem eiga að framfylgja lögum. Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið sjálft. Höfundur er verkefnastjóri og hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið ár hefur greinarhöfundur skoðað framkvæmd tollafgreiðslu hér á landi. Atburðarásin var rakin í stuttu máli í grein þann 22. mars sl., sjá hér. En sífellt koma nýjar upplýsingar fram í dagsljósið. Á dögunum barst svar við fyrirspurn sem lögmenn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði höfðu beint til tollgæslustjóra þar sem spurt var út í upplýsingar sem komu fram í minnisblaði starfshóps fjármálaráðherra um að „gæðum gagna“ vegna innflutnings væri ábótavant (sjá). Í minnisblaði starfshópsins sagði m.a.: „Skatturinn (Tollstjóri) hefur staðið fyrir tveimur umfangsmiklum áreiðanleikakönnunum til að kanna gæði gagna í innflutningi [...] Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng. Þessi tvö atriði ásamt tollverði skipta meginmáli við álagningu aðflutningsgjalda og hagtölur.“ Skiljanlega vakti þessi setning áhuga og því var Skatturinn/tollgæslustjóri m.a. spurður út í hvaða gögn hefðu verið lögð fyrir umræddan fund. Svari Skattsins fylgdi afrit af bréfi sem sent var tollmiðlurum og innflytjendum í febrúar 2020 þar sem þeir eru boðaðir til upplýsingafundar. Bréfið er hið áhugaverðasta og mætti margt taka þar til umfjöllunar. Eftirfarandi málsgreinar vekja þó sérstaka athygli (feitletranir eru greinarhöfundar): „Niðurstaða áreiðanleikagreiningar á tollskýrslum bendir eindregið til nauðsyn þess að brugðist verði við með aðgerðum í samræmi við tolla- og skattalöggjöf. Vissulega kemur til greina að gripið verði til aðgerða sem sumar hverjar gætu talist íþyngjandi.“ Síðan segir áfram: „Einn möguleiki er að tollmiðlurum og innflytjendum verði veitt mun meira aðhald með því að panta inn fleiri tollskýrslur og fylgiskjöl. Þessi aðferð mun án efa draga úr skilvirkni tollafgreiðslu og seinka afhendingu vörusendinga. Þetta er eitthvað sem tollyfirvöldum hugnast ekki, enda hefði slík aðgerð ekki aðeins mjög slæm efnahagsleg áhrif, heldur myndi skila sér í verri þjónustu við fyrirtæki og almenning og leiða til mikillar vinnu og kostnaðar fyrir tollyfirvöld og fyrirtækin í landinu. Slík framkvæmd er alls ekki í samræmi við stefnu Skattsins eða fjármála- og efnahagsráðuneytisins.“ Þessi aðferðafræði Skattsins sem birtist í tilvitnuðum texta er mjög sérstök, svo vægt sé til orða tekið. Jafnvel má segja að textinn sé í engu samræmi við aðferðafræði tollalaga nr. 88/2005. Nú er það svo að um tollflokkun, tollafgreiðslu og annað sem að innflutningi snýr gilda tollalög nr. 88/2005. Í þessum lagabálki birtist opinber stefna ríkisvaldsins í tollamálum, samþykktri af löggjafanum, Alþingi. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar ber framkvæmdavaldið ábyrgð á lagaframkvæmd, sem í þessu tilviki er fjármála- og efnahagsráðherra og undirstofnun hans, Skatturinn. Allt tal um „stefnu Skattsins“ eða „stefnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins“ er sérstakt í þessu ljósi, ekki síst þegar svo virðist sem að stefnan gangi gegn texta tollalaga nr. 88/2005. Rétt er að víkja nokkrum orðum um þau ákvæði laganna sem hér skipta máli. Samkvæmt 3. gr. tollalaga gildir almenn tollskylda í landinu – m.ö.o. hver sá sem flytur vöru til landsins verður ábyrgur fyrir greiðslu tolla samkvæmt ákvæðum laganna. Í 32. gr. tollalaga segir svo að innflytjandi sem sendir tollyfirvöldum aðflutningsskýrslu ber ábyrgð á að upplýsingar sem þar eru séu réttar. Þá ber hann ábyrgð á að fram komi allar upplýsingar sem eiga að koma fram vegna tollafgreiðslunnar og að þær byggi á viðeigandi fylgiskjölum. Sambærilegt ákvæði gildir um tollmiðlara, sbr. 33. gr. tollalaga. Brot gegn tollalögum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, sbr. XXII. kafla laganna, en skv. upphafsákvæði þessa kafla skal refsa fyrir þau brot á lögunum. Af þessu leiðir að sú opinbera stefna, sem birtist í ákvæðum tollalaga, er skýr: Ef brotið er gegn tollalögum ber að rannsaka þau og eftir atvikum sekta innflytjendur eða dæma til fangelsisrefsingar, ef sakir eru miklar. Sú stefna, sem birtist í fyrrnefndu bréfi Skattsins, að beita ekki valdheimildum sínum skv. tollalögum, þar sem það er ekki í samræmi við stefnu Skattsins eða fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna þess að það kunni að „draga úr skilvirkni tollafgreiðslu og seinka afhendingu vörusendinga“ eða af því að það hefur „slæm efnahagsleg áhrif“, er ekki í samræmi við ákvæði tollalaga. Það er því von að spurt sé hvernig standi nú á því að „tollyfirvöldum hugnast ekki“ að krefja innflytjendur þeirra gagna sem þó eiga að liggja fyrir til að sannreyna að þeir hafi fullnægt áskilnaði tollalaga. Rétt er að minnast þess að almenningur er krafinn um öll gögn sem fylgja pöntunum úr netverslunum og greiðir hann hverja krónu í tolla og önnur gjöld samkvæmt því. Skatturinn hefur ekki heimild til að víkja frá því þegar aðrir eiga í hlut. Hér er verk að vinna fyrir þá sem eiga að framfylgja lögum. Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið sjálft. Höfundur er verkefnastjóri og hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun