Af Jóni og séra Jóni Erna Bjarnadóttir skrifar 9. apríl 2021 15:32 Síðastliðið ár hefur greinarhöfundur skoðað framkvæmd tollafgreiðslu hér á landi. Atburðarásin var rakin í stuttu máli í grein þann 22. mars sl., sjá hér. En sífellt koma nýjar upplýsingar fram í dagsljósið. Á dögunum barst svar við fyrirspurn sem lögmenn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði höfðu beint til tollgæslustjóra þar sem spurt var út í upplýsingar sem komu fram í minnisblaði starfshóps fjármálaráðherra um að „gæðum gagna“ vegna innflutnings væri ábótavant (sjá). Í minnisblaði starfshópsins sagði m.a.: „Skatturinn (Tollstjóri) hefur staðið fyrir tveimur umfangsmiklum áreiðanleikakönnunum til að kanna gæði gagna í innflutningi [...] Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng. Þessi tvö atriði ásamt tollverði skipta meginmáli við álagningu aðflutningsgjalda og hagtölur.“ Skiljanlega vakti þessi setning áhuga og því var Skatturinn/tollgæslustjóri m.a. spurður út í hvaða gögn hefðu verið lögð fyrir umræddan fund. Svari Skattsins fylgdi afrit af bréfi sem sent var tollmiðlurum og innflytjendum í febrúar 2020 þar sem þeir eru boðaðir til upplýsingafundar. Bréfið er hið áhugaverðasta og mætti margt taka þar til umfjöllunar. Eftirfarandi málsgreinar vekja þó sérstaka athygli (feitletranir eru greinarhöfundar): „Niðurstaða áreiðanleikagreiningar á tollskýrslum bendir eindregið til nauðsyn þess að brugðist verði við með aðgerðum í samræmi við tolla- og skattalöggjöf. Vissulega kemur til greina að gripið verði til aðgerða sem sumar hverjar gætu talist íþyngjandi.“ Síðan segir áfram: „Einn möguleiki er að tollmiðlurum og innflytjendum verði veitt mun meira aðhald með því að panta inn fleiri tollskýrslur og fylgiskjöl. Þessi aðferð mun án efa draga úr skilvirkni tollafgreiðslu og seinka afhendingu vörusendinga. Þetta er eitthvað sem tollyfirvöldum hugnast ekki, enda hefði slík aðgerð ekki aðeins mjög slæm efnahagsleg áhrif, heldur myndi skila sér í verri þjónustu við fyrirtæki og almenning og leiða til mikillar vinnu og kostnaðar fyrir tollyfirvöld og fyrirtækin í landinu. Slík framkvæmd er alls ekki í samræmi við stefnu Skattsins eða fjármála- og efnahagsráðuneytisins.“ Þessi aðferðafræði Skattsins sem birtist í tilvitnuðum texta er mjög sérstök, svo vægt sé til orða tekið. Jafnvel má segja að textinn sé í engu samræmi við aðferðafræði tollalaga nr. 88/2005. Nú er það svo að um tollflokkun, tollafgreiðslu og annað sem að innflutningi snýr gilda tollalög nr. 88/2005. Í þessum lagabálki birtist opinber stefna ríkisvaldsins í tollamálum, samþykktri af löggjafanum, Alþingi. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar ber framkvæmdavaldið ábyrgð á lagaframkvæmd, sem í þessu tilviki er fjármála- og efnahagsráðherra og undirstofnun hans, Skatturinn. Allt tal um „stefnu Skattsins“ eða „stefnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins“ er sérstakt í þessu ljósi, ekki síst þegar svo virðist sem að stefnan gangi gegn texta tollalaga nr. 88/2005. Rétt er að víkja nokkrum orðum um þau ákvæði laganna sem hér skipta máli. Samkvæmt 3. gr. tollalaga gildir almenn tollskylda í landinu – m.ö.o. hver sá sem flytur vöru til landsins verður ábyrgur fyrir greiðslu tolla samkvæmt ákvæðum laganna. Í 32. gr. tollalaga segir svo að innflytjandi sem sendir tollyfirvöldum aðflutningsskýrslu ber ábyrgð á að upplýsingar sem þar eru séu réttar. Þá ber hann ábyrgð á að fram komi allar upplýsingar sem eiga að koma fram vegna tollafgreiðslunnar og að þær byggi á viðeigandi fylgiskjölum. Sambærilegt ákvæði gildir um tollmiðlara, sbr. 33. gr. tollalaga. Brot gegn tollalögum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, sbr. XXII. kafla laganna, en skv. upphafsákvæði þessa kafla skal refsa fyrir þau brot á lögunum. Af þessu leiðir að sú opinbera stefna, sem birtist í ákvæðum tollalaga, er skýr: Ef brotið er gegn tollalögum ber að rannsaka þau og eftir atvikum sekta innflytjendur eða dæma til fangelsisrefsingar, ef sakir eru miklar. Sú stefna, sem birtist í fyrrnefndu bréfi Skattsins, að beita ekki valdheimildum sínum skv. tollalögum, þar sem það er ekki í samræmi við stefnu Skattsins eða fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna þess að það kunni að „draga úr skilvirkni tollafgreiðslu og seinka afhendingu vörusendinga“ eða af því að það hefur „slæm efnahagsleg áhrif“, er ekki í samræmi við ákvæði tollalaga. Það er því von að spurt sé hvernig standi nú á því að „tollyfirvöldum hugnast ekki“ að krefja innflytjendur þeirra gagna sem þó eiga að liggja fyrir til að sannreyna að þeir hafi fullnægt áskilnaði tollalaga. Rétt er að minnast þess að almenningur er krafinn um öll gögn sem fylgja pöntunum úr netverslunum og greiðir hann hverja krónu í tolla og önnur gjöld samkvæmt því. Skatturinn hefur ekki heimild til að víkja frá því þegar aðrir eiga í hlut. Hér er verk að vinna fyrir þá sem eiga að framfylgja lögum. Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið sjálft. Höfundur er verkefnastjóri og hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið ár hefur greinarhöfundur skoðað framkvæmd tollafgreiðslu hér á landi. Atburðarásin var rakin í stuttu máli í grein þann 22. mars sl., sjá hér. En sífellt koma nýjar upplýsingar fram í dagsljósið. Á dögunum barst svar við fyrirspurn sem lögmenn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði höfðu beint til tollgæslustjóra þar sem spurt var út í upplýsingar sem komu fram í minnisblaði starfshóps fjármálaráðherra um að „gæðum gagna“ vegna innflutnings væri ábótavant (sjá). Í minnisblaði starfshópsins sagði m.a.: „Skatturinn (Tollstjóri) hefur staðið fyrir tveimur umfangsmiklum áreiðanleikakönnunum til að kanna gæði gagna í innflutningi [...] Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng. Þessi tvö atriði ásamt tollverði skipta meginmáli við álagningu aðflutningsgjalda og hagtölur.“ Skiljanlega vakti þessi setning áhuga og því var Skatturinn/tollgæslustjóri m.a. spurður út í hvaða gögn hefðu verið lögð fyrir umræddan fund. Svari Skattsins fylgdi afrit af bréfi sem sent var tollmiðlurum og innflytjendum í febrúar 2020 þar sem þeir eru boðaðir til upplýsingafundar. Bréfið er hið áhugaverðasta og mætti margt taka þar til umfjöllunar. Eftirfarandi málsgreinar vekja þó sérstaka athygli (feitletranir eru greinarhöfundar): „Niðurstaða áreiðanleikagreiningar á tollskýrslum bendir eindregið til nauðsyn þess að brugðist verði við með aðgerðum í samræmi við tolla- og skattalöggjöf. Vissulega kemur til greina að gripið verði til aðgerða sem sumar hverjar gætu talist íþyngjandi.“ Síðan segir áfram: „Einn möguleiki er að tollmiðlurum og innflytjendum verði veitt mun meira aðhald með því að panta inn fleiri tollskýrslur og fylgiskjöl. Þessi aðferð mun án efa draga úr skilvirkni tollafgreiðslu og seinka afhendingu vörusendinga. Þetta er eitthvað sem tollyfirvöldum hugnast ekki, enda hefði slík aðgerð ekki aðeins mjög slæm efnahagsleg áhrif, heldur myndi skila sér í verri þjónustu við fyrirtæki og almenning og leiða til mikillar vinnu og kostnaðar fyrir tollyfirvöld og fyrirtækin í landinu. Slík framkvæmd er alls ekki í samræmi við stefnu Skattsins eða fjármála- og efnahagsráðuneytisins.“ Þessi aðferðafræði Skattsins sem birtist í tilvitnuðum texta er mjög sérstök, svo vægt sé til orða tekið. Jafnvel má segja að textinn sé í engu samræmi við aðferðafræði tollalaga nr. 88/2005. Nú er það svo að um tollflokkun, tollafgreiðslu og annað sem að innflutningi snýr gilda tollalög nr. 88/2005. Í þessum lagabálki birtist opinber stefna ríkisvaldsins í tollamálum, samþykktri af löggjafanum, Alþingi. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar ber framkvæmdavaldið ábyrgð á lagaframkvæmd, sem í þessu tilviki er fjármála- og efnahagsráðherra og undirstofnun hans, Skatturinn. Allt tal um „stefnu Skattsins“ eða „stefnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins“ er sérstakt í þessu ljósi, ekki síst þegar svo virðist sem að stefnan gangi gegn texta tollalaga nr. 88/2005. Rétt er að víkja nokkrum orðum um þau ákvæði laganna sem hér skipta máli. Samkvæmt 3. gr. tollalaga gildir almenn tollskylda í landinu – m.ö.o. hver sá sem flytur vöru til landsins verður ábyrgur fyrir greiðslu tolla samkvæmt ákvæðum laganna. Í 32. gr. tollalaga segir svo að innflytjandi sem sendir tollyfirvöldum aðflutningsskýrslu ber ábyrgð á að upplýsingar sem þar eru séu réttar. Þá ber hann ábyrgð á að fram komi allar upplýsingar sem eiga að koma fram vegna tollafgreiðslunnar og að þær byggi á viðeigandi fylgiskjölum. Sambærilegt ákvæði gildir um tollmiðlara, sbr. 33. gr. tollalaga. Brot gegn tollalögum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, sbr. XXII. kafla laganna, en skv. upphafsákvæði þessa kafla skal refsa fyrir þau brot á lögunum. Af þessu leiðir að sú opinbera stefna, sem birtist í ákvæðum tollalaga, er skýr: Ef brotið er gegn tollalögum ber að rannsaka þau og eftir atvikum sekta innflytjendur eða dæma til fangelsisrefsingar, ef sakir eru miklar. Sú stefna, sem birtist í fyrrnefndu bréfi Skattsins, að beita ekki valdheimildum sínum skv. tollalögum, þar sem það er ekki í samræmi við stefnu Skattsins eða fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna þess að það kunni að „draga úr skilvirkni tollafgreiðslu og seinka afhendingu vörusendinga“ eða af því að það hefur „slæm efnahagsleg áhrif“, er ekki í samræmi við ákvæði tollalaga. Það er því von að spurt sé hvernig standi nú á því að „tollyfirvöldum hugnast ekki“ að krefja innflytjendur þeirra gagna sem þó eiga að liggja fyrir til að sannreyna að þeir hafi fullnægt áskilnaði tollalaga. Rétt er að minnast þess að almenningur er krafinn um öll gögn sem fylgja pöntunum úr netverslunum og greiðir hann hverja krónu í tolla og önnur gjöld samkvæmt því. Skatturinn hefur ekki heimild til að víkja frá því þegar aðrir eiga í hlut. Hér er verk að vinna fyrir þá sem eiga að framfylgja lögum. Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið sjálft. Höfundur er verkefnastjóri og hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun