Fótbolti

Baðst af­sökunar en sagði að þetta hafi ekki verið partí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dybala í leik með Juventus á leiktíðinni en ítölsku meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni.
Dybala í leik með Juventus á leiktíðinni en ítölsku meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Giuseppe Maffia/Getty

Paulo Dybala, leikmaður Juventus, og samherjar hans Arthur og Weston McKennie komu sér í vandræði á dögunum er þeir brutu kórónuveirureglur.

Leikmennirnir þrír voru samankomnir heima hjá McKennie en alls voru tíu manns í húsinu sem er brot á kórónuveirureglum í Tórínó.

„Ég veit að í erfiðum heimi með kórónuveiruna hefði það verið betra að gera ekki þessi mistök en ég gerði mistök með því að borða úti,“ sagði Dybala og hélt áfram:

„Þetta var ekki partí en ég gerði hrikaleg mistök og biðst afsökunar,“ skrifaði Dybala samkvæmt Football Italia á Instagram síðu sína.

Leonardo Bonucci og Merih Demiral hafa greinst með kórónuveiruna úr herbúðum Juventus en ítölsku meistararnir gætu refsað leikmönnunum fyrir þetta á laugardaginn er þeir mæta grönnunum í Tórínó.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×