Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar Tatjana Latinovic skrifar 31. mars 2021 07:00 Það berast slæmar fréttir frá Tyrklandi þar sem Recep Tayyip Erdogan forseti lýsti nýlega því yfir að Tyrkland segði sig frá samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúlsamningi. Þessi ákvörðun Tyrklandsforseta er mikið bakslag í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og skýrt merki þess að kvenréttindi og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Istanbúlsamningurinn er fyrsta alþjóðlega verkfærið sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Samningurinn hefur bæði forvarnargildi og vinnur beint gegn kynbundnu ofbeldi. Í samningnum er að finna yfirgripsmikið regluverk og stefnumarkmið sem fyrirbyggir ofbeldi, styður brotaþola og myndar refsiramma fyrir gerendur. Ísland er meðal þeirra 34 ríkja sem hafa fullgilt samninginn, en alls hafa 45 þjóðríki og Evrópusambandið undirritað hann. Ákvörðun Tyrklands að rifta þessum samningi er ekki aðeins aðför að konum heldur einnig að hinsegin fólki, minnihlutahópum og viðkvæmum hópum. Með því er ekki einungis verið að halda aftur af og koma í veg fyrir aukið jafnrétti í Tyrklandi, heldur Evrópu allri því ákvörðunin setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði kunna að standa höllum fæti. Kvenréttindafélag Íslands hefur sent bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætis- og jafnréttismálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra með hvatningu til íslenskra stjórnvalda um að uppfylla skuldbindingar sínar sem aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem fullgilt hefur Istanbúlsamninginn. Í bréfunum eru þau hvött til að grípa til eftirfarandi aðgerða: • Að hvetja tyrknesk stjórnvöld til að draga til baka ákvörðun sína um að segja sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem undirritað hafa Istanbúlsamninginn að beita öllum lagalegum og pólitískum ráðum til að koma í veg fyrir að Tyrkland geti sagt sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins til að fullgilda Istanbúlsamninginn tafarlaust og skilyrðislaust, hafi það ekki þegar verið gert. Með þessum aðgerðum geta íslensk stjórnvöld sýnt pólitíska forystu á alþjóðavettvangi og verið öðrum þjóðum leiðarljós í jafnréttismálum. Staða kvenna hefur snarversnað á tímum alheimsfaraldurs COVID-19 um heim allan. Konur eru sérstaklega útsettar fyrir afleiðingum efnahagskreppunnar sem fylgt hefur faraldrinum og hafa þurft að bera þunga byrði í umönnunarstörfum. Ofbeldi gegn konum og börnum hefur á sama tíma aukist, og er Ísland þar engin undantekning. Tilkynningum um heimilisofbeldi á Íslandi hefur fjölgað í kjölfar COVID-19, sem og tilkynningum til barnaverndar. Það er á tímum sem þessum sem mikilvægi alþjóðlegra samninga gegn ofbeldi, líkt og Istanbúlsamningsins, er augljóst. Nú er nauðsynlegt að allar þjóðir heims taki höndum saman, bregðist við bakslaginu í kvenréttindum og tryggi áframhaldandi framþróun í jafnréttismálum. Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar. Allar konur og stúlkur eiga það skilið að lifa lífi sínu frjálsar frá ofbeldi. Grípum til aðgerða strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Tyrkland Tatjana Latinovic Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það berast slæmar fréttir frá Tyrklandi þar sem Recep Tayyip Erdogan forseti lýsti nýlega því yfir að Tyrkland segði sig frá samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúlsamningi. Þessi ákvörðun Tyrklandsforseta er mikið bakslag í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og skýrt merki þess að kvenréttindi og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Istanbúlsamningurinn er fyrsta alþjóðlega verkfærið sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Samningurinn hefur bæði forvarnargildi og vinnur beint gegn kynbundnu ofbeldi. Í samningnum er að finna yfirgripsmikið regluverk og stefnumarkmið sem fyrirbyggir ofbeldi, styður brotaþola og myndar refsiramma fyrir gerendur. Ísland er meðal þeirra 34 ríkja sem hafa fullgilt samninginn, en alls hafa 45 þjóðríki og Evrópusambandið undirritað hann. Ákvörðun Tyrklands að rifta þessum samningi er ekki aðeins aðför að konum heldur einnig að hinsegin fólki, minnihlutahópum og viðkvæmum hópum. Með því er ekki einungis verið að halda aftur af og koma í veg fyrir aukið jafnrétti í Tyrklandi, heldur Evrópu allri því ákvörðunin setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði kunna að standa höllum fæti. Kvenréttindafélag Íslands hefur sent bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætis- og jafnréttismálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra með hvatningu til íslenskra stjórnvalda um að uppfylla skuldbindingar sínar sem aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem fullgilt hefur Istanbúlsamninginn. Í bréfunum eru þau hvött til að grípa til eftirfarandi aðgerða: • Að hvetja tyrknesk stjórnvöld til að draga til baka ákvörðun sína um að segja sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem undirritað hafa Istanbúlsamninginn að beita öllum lagalegum og pólitískum ráðum til að koma í veg fyrir að Tyrkland geti sagt sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins til að fullgilda Istanbúlsamninginn tafarlaust og skilyrðislaust, hafi það ekki þegar verið gert. Með þessum aðgerðum geta íslensk stjórnvöld sýnt pólitíska forystu á alþjóðavettvangi og verið öðrum þjóðum leiðarljós í jafnréttismálum. Staða kvenna hefur snarversnað á tímum alheimsfaraldurs COVID-19 um heim allan. Konur eru sérstaklega útsettar fyrir afleiðingum efnahagskreppunnar sem fylgt hefur faraldrinum og hafa þurft að bera þunga byrði í umönnunarstörfum. Ofbeldi gegn konum og börnum hefur á sama tíma aukist, og er Ísland þar engin undantekning. Tilkynningum um heimilisofbeldi á Íslandi hefur fjölgað í kjölfar COVID-19, sem og tilkynningum til barnaverndar. Það er á tímum sem þessum sem mikilvægi alþjóðlegra samninga gegn ofbeldi, líkt og Istanbúlsamningsins, er augljóst. Nú er nauðsynlegt að allar þjóðir heims taki höndum saman, bregðist við bakslaginu í kvenréttindum og tryggi áframhaldandi framþróun í jafnréttismálum. Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar. Allar konur og stúlkur eiga það skilið að lifa lífi sínu frjálsar frá ofbeldi. Grípum til aðgerða strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun