Gerir ekki athugasemd við að stúlka fái að kenna sig við móður sína Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 17:39 Umboðsmaður gerir ekki athugasemd við úrskurð dómsmálaráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Settur umboðsmaður Alþingis gerir ekki athugasemdir við úrskurð dómsmálaráðuneytisins þess efnis að stúlka gæti kennt sig við móður sína í stað föður. RÚV greindi fyrst frá lokabréfi umboðsmanns í málinu, sem gefið var út í kjölfar þess að faðir stúlkunnar kvartaði til embættisins eftir að dómsmálaráðuneytið sneri við ákvörðun Þjóðskrár, sem féllst ekki á að stúlkan gæti kennt sig við móður sína í stað föður, þar sem skilyrðum um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðun Þjóðskrár kom í kjölfar þess að móðir stúlkunnar hafði, fyrir hönd dóttur sinnar, sótt um nafnabreytinguna. Í umsókninni kemur fram að stúlkan hafi ekki verið í sambandi við föður sinn frá því hún varð þriggja ára, og aðeins hitt hann um fjórum sinnum þar til hún varð rúmlega fimm ára. Hún hafi alltaf kennt sig við móður sína og verið ósátt þegar hún var kennd við föður sinn, til að mynda á vegabréfi sínu. Móðirin og stúlkan, sem þá var þrettán ára, skrifuðu báðar undir beiðnina til Þjóðskrár. Ráðuneytið sneri við ákvörðun þjóðskrár Þjóðskrá taldi hins vegar að skilyrðum laga um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðunin var kærð til dómsmálaráðuneytisins, sem komst að annarri niðurstöðu. Í úrskurði ráðuneytisins kemur meðal annars fram ætla megi að breytingin verði stúlkunni til hagræðis, og að vilji hennar sem staðfestur var með undirskrift á beiðni til Þjóðskrár, vegi þungt við það mat. Dómsmálaráðuneytið felldi því ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir Þjóðskrá að verða við umbeðinni breytingu á kenninafni stúlkunnar. Í kvörtun föður stúlkunnar til umboðsmanns Alþingis var byggt á því að ráðuneytið hefði ekki fjallað um ásakanir móður stúlkunnar á hendur honum og hún hafi útilokað hann frá þátttöku í lífi hennar. Þá taldi faðirinn að ráðuneytið hefði ekki leitt vilja stúlkunnar nægilega í ljós og einungis hafi legið fyrir orð móður hennar og undirritun stúlkunnar á umsóknina sjálfa. Nöfn hafi áhrif á sjálfsmynd barna Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemdir við niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins í málinu. Taldi hann óumdeilt að stúlkan hafi átt lítil samskipti við föður sinn svo árum skipti, auk þess sem hann taldi ekki forsendur fyrir því að fullyrða að vilji hennar hafi ekki verið rannsakaður nægilega af hálfu ráðuneytisins, og að undirskrift hennar benti í þá átt. Þá vísaði umboðsmaður Alþingis til þeirrar afstöðu umboðsmanns barna sem hefur bent á að kenninöfn barna skipti máli fyrir sjálfsmynd þeirra og þau vísi oftast til tengsla við föður og/eða móður. Kenninöfn geti einnig haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna og jafnvel þannig að nafn valdi barni beinlínis vanlíðan. „Það geti til dæmis átt við í þeim tilvikum sem umrætt foreldri hefur haft lítil, engin eða neikvæð samskipti við barnið og það vill mun fremur kenna sig við það foreldri sem hefur verið til staðar fyrir það,“ segir í bréfi umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Börn og uppeldi Mannanöfn Fjölskyldumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá lokabréfi umboðsmanns í málinu, sem gefið var út í kjölfar þess að faðir stúlkunnar kvartaði til embættisins eftir að dómsmálaráðuneytið sneri við ákvörðun Þjóðskrár, sem féllst ekki á að stúlkan gæti kennt sig við móður sína í stað föður, þar sem skilyrðum um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðun Þjóðskrár kom í kjölfar þess að móðir stúlkunnar hafði, fyrir hönd dóttur sinnar, sótt um nafnabreytinguna. Í umsókninni kemur fram að stúlkan hafi ekki verið í sambandi við föður sinn frá því hún varð þriggja ára, og aðeins hitt hann um fjórum sinnum þar til hún varð rúmlega fimm ára. Hún hafi alltaf kennt sig við móður sína og verið ósátt þegar hún var kennd við föður sinn, til að mynda á vegabréfi sínu. Móðirin og stúlkan, sem þá var þrettán ára, skrifuðu báðar undir beiðnina til Þjóðskrár. Ráðuneytið sneri við ákvörðun þjóðskrár Þjóðskrá taldi hins vegar að skilyrðum laga um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðunin var kærð til dómsmálaráðuneytisins, sem komst að annarri niðurstöðu. Í úrskurði ráðuneytisins kemur meðal annars fram ætla megi að breytingin verði stúlkunni til hagræðis, og að vilji hennar sem staðfestur var með undirskrift á beiðni til Þjóðskrár, vegi þungt við það mat. Dómsmálaráðuneytið felldi því ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir Þjóðskrá að verða við umbeðinni breytingu á kenninafni stúlkunnar. Í kvörtun föður stúlkunnar til umboðsmanns Alþingis var byggt á því að ráðuneytið hefði ekki fjallað um ásakanir móður stúlkunnar á hendur honum og hún hafi útilokað hann frá þátttöku í lífi hennar. Þá taldi faðirinn að ráðuneytið hefði ekki leitt vilja stúlkunnar nægilega í ljós og einungis hafi legið fyrir orð móður hennar og undirritun stúlkunnar á umsóknina sjálfa. Nöfn hafi áhrif á sjálfsmynd barna Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemdir við niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins í málinu. Taldi hann óumdeilt að stúlkan hafi átt lítil samskipti við föður sinn svo árum skipti, auk þess sem hann taldi ekki forsendur fyrir því að fullyrða að vilji hennar hafi ekki verið rannsakaður nægilega af hálfu ráðuneytisins, og að undirskrift hennar benti í þá átt. Þá vísaði umboðsmaður Alþingis til þeirrar afstöðu umboðsmanns barna sem hefur bent á að kenninöfn barna skipti máli fyrir sjálfsmynd þeirra og þau vísi oftast til tengsla við föður og/eða móður. Kenninöfn geti einnig haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna og jafnvel þannig að nafn valdi barni beinlínis vanlíðan. „Það geti til dæmis átt við í þeim tilvikum sem umrætt foreldri hefur haft lítil, engin eða neikvæð samskipti við barnið og það vill mun fremur kenna sig við það foreldri sem hefur verið til staðar fyrir það,“ segir í bréfi umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Börn og uppeldi Mannanöfn Fjölskyldumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira