„Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 22:47 Ásgeir Þór Ásgeirsson er aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Vonast er til að nýir rafmagnsbílar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun spari kostnað bæði í eldsneytiskaupum og viðhaldi. Engir James-Bond aukahlutir eru í bílunum og rafmagnsleysi gæti verið áskorun fyrir lögregluembætti á landsbyggðinni. Fyrstu bílarnir voru teknir í notkun í byrjun október en þeir eru af gerðinni Audi Q6. Farið var í sameiginlegt útboð fjögurra lögregluembætta vegna kaupanna og má áætla að heildarkostnaður nemi hundruðum milljóna króna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta embættið í heiminum sem notar þessa tegund bíla í störfum sínum en síðan þeir voru keyptir hefur meðal annars lögreglan í London tekið í notkun sams konar bíla. „Aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina“ Bílarnir eru rafmagnsbílar og segir aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að nýju bílarnir séu útkallsbílar og hann hefur ekki áhyggjur af því að bílarnir verði rafmagnslausir í miðju útkalli. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með góða innviði og vegalengdirnar sem við erum að aka eru ekki svo langar,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Þessir bílar eiga að vera með um 600 kílómetra drægni. Það má gera ráð fyrir því þegar þú ekur í forgangi að þá fari tveir á móti einum að minnsta kosti, þannig að það verða aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina.“ Vonar að það verði jafnmikill sparnaður í viðhaldi og eldsneyti Samkvæmt Ásgeiri ná nýju bílarnir hundrað kílómetra hraða á tæpum sex sekúndum og þar munar um 40% miðað við eldri bíla. „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir. Síðan það sem fylgir rafmagnsbílum er að þeir eru þyngri þannig að sérstaklega hér í borginni, þar sem við erum í forgangsakstri að eiga við mikið af hraðahindrunum og auka og minnka hraða, þá skiptir höfuðmáli að vera með gott fjöðrunarkerfi.“ Nýju lögreglubílarnir eru af gerðinni Audi Q6.Vísir/Vilhelm Eftir útboð var verð bílanna nánast það sama og á eldri Volvobifreiðum lögreglunnar og vonast Ásgeir eftir að þeim fylgi töluverður sparnaður. „Það sem við erum að vonast eftir, fyrir utan þessi grænu skref og milljónirnar sem við erum að spara í eldsneyti, því bíllinn er búinn til úr færri hlutum en þessi hefðbundni dísilbíll, er að það verði minni viðhaldskostnaður og það verði jafnmikill eða meiri sparnaður heldur en hráolían.“ Lögreglan Bílar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Fyrstu bílarnir voru teknir í notkun í byrjun október en þeir eru af gerðinni Audi Q6. Farið var í sameiginlegt útboð fjögurra lögregluembætta vegna kaupanna og má áætla að heildarkostnaður nemi hundruðum milljóna króna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta embættið í heiminum sem notar þessa tegund bíla í störfum sínum en síðan þeir voru keyptir hefur meðal annars lögreglan í London tekið í notkun sams konar bíla. „Aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina“ Bílarnir eru rafmagnsbílar og segir aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að nýju bílarnir séu útkallsbílar og hann hefur ekki áhyggjur af því að bílarnir verði rafmagnslausir í miðju útkalli. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með góða innviði og vegalengdirnar sem við erum að aka eru ekki svo langar,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Þessir bílar eiga að vera með um 600 kílómetra drægni. Það má gera ráð fyrir því þegar þú ekur í forgangi að þá fari tveir á móti einum að minnsta kosti, þannig að það verða aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina.“ Vonar að það verði jafnmikill sparnaður í viðhaldi og eldsneyti Samkvæmt Ásgeiri ná nýju bílarnir hundrað kílómetra hraða á tæpum sex sekúndum og þar munar um 40% miðað við eldri bíla. „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir. Síðan það sem fylgir rafmagnsbílum er að þeir eru þyngri þannig að sérstaklega hér í borginni, þar sem við erum í forgangsakstri að eiga við mikið af hraðahindrunum og auka og minnka hraða, þá skiptir höfuðmáli að vera með gott fjöðrunarkerfi.“ Nýju lögreglubílarnir eru af gerðinni Audi Q6.Vísir/Vilhelm Eftir útboð var verð bílanna nánast það sama og á eldri Volvobifreiðum lögreglunnar og vonast Ásgeir eftir að þeim fylgi töluverður sparnaður. „Það sem við erum að vonast eftir, fyrir utan þessi grænu skref og milljónirnar sem við erum að spara í eldsneyti, því bíllinn er búinn til úr færri hlutum en þessi hefðbundni dísilbíll, er að það verði minni viðhaldskostnaður og það verði jafnmikill eða meiri sparnaður heldur en hráolían.“
Lögreglan Bílar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira