„Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 12:04 Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem stjörnu Sævar. vísir/baldur Gisting á Íslandi er nánast uppbókuð í tengslum við almyrkva á sólu í ágúst á næsta ári og stjórnvöld hafa skipað stýrihóp sem á að samræma og samhæfa undirbúning vegna myrkvans. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður segir að dæmi séu um að verð á gistingu hafi fjórfaldast. Almyrkvi á sólu verður þann 12. ágúst næsta sumar en þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 1954 sem almyrkvi verður sýnilegur á Íslandi. Almyrkvaslóðin mun liggja yfir Vestfirði, Snæfellsnes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og er þegar orðið vart við gríðarlegan áhuga erlendra ferðamanna á að sækja Ísland heim í tengslum við myrkvann. Sævar Helgi Bragason, stjörnuáhugamaður heldur úti vefsíðunni solmyrkvi2026.is segir að þau fáu hótelherbergi sem séu laus séu á gríðarlega háu verði. „Ég er farinn að fá tölvupósta frá fólki sem ég kannast við og kannast ekki við sem er í vandræðum með að leita og finna gistingu bæði innan og utan slóðar,“ sagði Sævar Helgi í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjórföld verðhækkun á gistingu Einnig er mikil eftirspurn eftir íbúðagistingu og þar ræður lögmálið um framboð og eftirspurn, fáir láti hátt verð stoppa sig í að sjá viðburð sem þennan. „Ég fékk einmitt tölvupóst frá manni sem var að reyna að bóka Airbnb og lenti í því honum tókst að bóka en svo var bara afbókað jafnharðan þegar fólk áttaði sig á um hvaða dagsetningu var að ræða og þá var verð hækkað tvöfalt, þrefalt og jafnvel fjórfalt. Þetta hefur líka neikvæðar hliðar, fólk fær pínu neikvæða mynd hvernig kaupin gerast á eyrinni og þetta hefur áhrif á orðspor.“ Stjörnvöld hafa skipað stýrihóp í tengslum við sólmyrkvann sem hefur það hlutverk að tryggja yfirsýn allra verkþátta sem tengjast atburðinum. „Það þarf að huga að umferð, sérstaklega á stöðum sem er líklegt að verði mjög annasamir og það á sérstaklega við um Snæfellsnesið, bæði norðanvert og sunnanvert þar sem vegir eru ekki endilega þeir bestu á landinu. Það eru fyrst og fremst umferðamál, safnsvæði þar sem fólk getur komið saman og sömuleiðis þjónusta og salernismál því þetta verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“. Lýst yfir neyðarástandi fyrirfram Sævar Helgi segir Íslendinga ekki átta sig á fyrir hversu stór viðburður þetta sé. „Við erum ekki eins illa undirbúin og við vorum fyrir nokkrum mánuðum síðan en það er þökk sé þrotlausri vinnu að ýta á hagsmunaaðila. Þetta er allt að koma en betur má ef duga skal. Þetta er gullið tækifæri sem við eigum að grípa, ekki bara fyrir ferðafólkið heldur fyrir okkur sjálf því við fáum ekki að upplifa þennan atburð aftur fyrr en eftir 170 ár, árið 2196.“ Eins og áður segir má búast við töluverðum atgangi þegar að sólmyrkvanum kemur. „Það er eitthvað sem gerist alls staðar í heiminum og í til dæmis í Bandaríkjunum var ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi fyrirfram vegna umferðar sem búist var við, við eigum ekki von á alveg eins mikilil umferð en þetta verður mjög mikið fár og fólk þarf að átta sig á því en sem betur fer er það samtal hafið.“ Sveitarfélög þurfi að huga að tjaldsvæðum Þá sé sömuleiðis mikil eftirspurn eftir tjaldsvæðum, tjaldvögnum og bílastæðum fyrir þá. Sveitarfélög þurfi að hafa það í huga. „Ég fæ helling af fyrirspurninum um ráðleggingar hvar fólk á að vera og er að reyna mitt besta við að aðstoða. Ég get voðalega lítið sagt þegar ekki er búið að ákveða hvar fólk á að safnast saman og þarf að vita það sem fyrst hjá sveitarfélögunum.“ Hann segir um að ræða gullið tækifæri til að efla áhuga barna á vísindum og náttúru sem veiti ekki af. Hann vill að farið verði í fræðsluaátak og segir að augu allra barna muni beinast til himins þennan dag. „Þau munu öll upplifa eitthvað stórkostlegt sama hvort það verður skýjað eða heiðskýrt og við ætlum ekki að missa af því tækifæri, ég bara trúi því ekki,“ sagði Sævar Helgi að lokum. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Airbnb Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Almyrkvi á sólu verður þann 12. ágúst næsta sumar en þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 1954 sem almyrkvi verður sýnilegur á Íslandi. Almyrkvaslóðin mun liggja yfir Vestfirði, Snæfellsnes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og er þegar orðið vart við gríðarlegan áhuga erlendra ferðamanna á að sækja Ísland heim í tengslum við myrkvann. Sævar Helgi Bragason, stjörnuáhugamaður heldur úti vefsíðunni solmyrkvi2026.is segir að þau fáu hótelherbergi sem séu laus séu á gríðarlega háu verði. „Ég er farinn að fá tölvupósta frá fólki sem ég kannast við og kannast ekki við sem er í vandræðum með að leita og finna gistingu bæði innan og utan slóðar,“ sagði Sævar Helgi í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjórföld verðhækkun á gistingu Einnig er mikil eftirspurn eftir íbúðagistingu og þar ræður lögmálið um framboð og eftirspurn, fáir láti hátt verð stoppa sig í að sjá viðburð sem þennan. „Ég fékk einmitt tölvupóst frá manni sem var að reyna að bóka Airbnb og lenti í því honum tókst að bóka en svo var bara afbókað jafnharðan þegar fólk áttaði sig á um hvaða dagsetningu var að ræða og þá var verð hækkað tvöfalt, þrefalt og jafnvel fjórfalt. Þetta hefur líka neikvæðar hliðar, fólk fær pínu neikvæða mynd hvernig kaupin gerast á eyrinni og þetta hefur áhrif á orðspor.“ Stjörnvöld hafa skipað stýrihóp í tengslum við sólmyrkvann sem hefur það hlutverk að tryggja yfirsýn allra verkþátta sem tengjast atburðinum. „Það þarf að huga að umferð, sérstaklega á stöðum sem er líklegt að verði mjög annasamir og það á sérstaklega við um Snæfellsnesið, bæði norðanvert og sunnanvert þar sem vegir eru ekki endilega þeir bestu á landinu. Það eru fyrst og fremst umferðamál, safnsvæði þar sem fólk getur komið saman og sömuleiðis þjónusta og salernismál því þetta verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“. Lýst yfir neyðarástandi fyrirfram Sævar Helgi segir Íslendinga ekki átta sig á fyrir hversu stór viðburður þetta sé. „Við erum ekki eins illa undirbúin og við vorum fyrir nokkrum mánuðum síðan en það er þökk sé þrotlausri vinnu að ýta á hagsmunaaðila. Þetta er allt að koma en betur má ef duga skal. Þetta er gullið tækifæri sem við eigum að grípa, ekki bara fyrir ferðafólkið heldur fyrir okkur sjálf því við fáum ekki að upplifa þennan atburð aftur fyrr en eftir 170 ár, árið 2196.“ Eins og áður segir má búast við töluverðum atgangi þegar að sólmyrkvanum kemur. „Það er eitthvað sem gerist alls staðar í heiminum og í til dæmis í Bandaríkjunum var ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi fyrirfram vegna umferðar sem búist var við, við eigum ekki von á alveg eins mikilil umferð en þetta verður mjög mikið fár og fólk þarf að átta sig á því en sem betur fer er það samtal hafið.“ Sveitarfélög þurfi að huga að tjaldsvæðum Þá sé sömuleiðis mikil eftirspurn eftir tjaldsvæðum, tjaldvögnum og bílastæðum fyrir þá. Sveitarfélög þurfi að hafa það í huga. „Ég fæ helling af fyrirspurninum um ráðleggingar hvar fólk á að vera og er að reyna mitt besta við að aðstoða. Ég get voðalega lítið sagt þegar ekki er búið að ákveða hvar fólk á að safnast saman og þarf að vita það sem fyrst hjá sveitarfélögunum.“ Hann segir um að ræða gullið tækifæri til að efla áhuga barna á vísindum og náttúru sem veiti ekki af. Hann vill að farið verði í fræðsluaátak og segir að augu allra barna muni beinast til himins þennan dag. „Þau munu öll upplifa eitthvað stórkostlegt sama hvort það verður skýjað eða heiðskýrt og við ætlum ekki að missa af því tækifæri, ég bara trúi því ekki,“ sagði Sævar Helgi að lokum.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Airbnb Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira