Innlent

Deilur um fæðingar­or­lofið, erfið staða fjöl­miðla og nýir lög­reglu­bílar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Prófessor við Háskóla Íslands sem hefur rannsakað fæðingarorlofskerfið segir það ekki sérstaklega frábrugðið fæðingarorlofskerfum hinna Norðurlandanna. Mun meiri munur sé á leikskólakerfinu. 

Ragna Sigurðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í fæðingarorlofi og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingkona Miðflokksins, sem lagt hefur til breytingar á fæðingarorlofinu, ræða málin í beinni útsendingu. 

Menningarráðherra boðar aðgerðapakka vegna erfiðrar stöðu á fjölmiðlamarkaði. Tilkynnt var um það í dag að Sýn hættir að flytja kvöldfréttir í sjónvarpi um helgar frá 1. desember næstkomandi. Formaður Blaðamannafélagsins kemur í myndver og ræðir stöðu fjölmiðla.

Inflúensan heldur áfram að herja á samfélagið og hafa langar raðir myndast á Læknavaktinni í vikunni. Við fáum að skoða nýja lögreglubíla í fréttatímanum og verðum í beinni frá aðventuhátíð í Grindavík. 

Í sportpakkanum hitum við upp fyrir sannkallaðan stjörnuleik á Ásvöllum á morgun þar sem körfuboltalið Hauka í special olympics spilar með stjörnum úr efstu deildum. Öllu verður til tjaldað.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×