Hvernig fjöllum við um barnavernd og starfsumhverfi barnaverndarstarfsmanna? Sigrún Þórarinsdóttir skrifar 29. mars 2021 09:01 Umræða um barnavernd og málefni barna hefur sjaldan verið meiri en nú. Því má þakka mörgum aðilum og ekki síst þeim metnaðarfullu áætlunum sem stjórnvöld hafa nú uppi með markvissum og stórefldum aðgerðum til þess að samþætta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Breytingar eru fyrirhugaðar á núgildandi barnaverndarlögum og verður spennandi að taka þátt í þeirri vinnu þar sem velferð barna skal höfð í forgrunni. Hinsvegar er það svo að starfsfólk barnaverndar, sem er einn viðkvæmasti og flóknasti málaflokkurinn innan velferðarþjónustunnar, fær afar sjaldan tækifæri til þess að vekja athygli á málaflokknum á almennum nótum; hversu margslunginn, flókinn og viðkvæmur hann er og hvað þá síður tækifæri til þess að upplýsa og kynna það mikilvæga starf og starfsumhverfi sem félagsráðgjafar í barnavernd en ekki síður, margar aðrar fagstéttir koma að. Af hverju ætli það sé? Af hverju er umfjöllun um barnavernd gjarnan einhliða, í æsifréttamennskustíl og því miður uppfull af rangfærslum sem einkennast af augljósum skorti þess sem um málaflokkinn fjallar, til þess að kynna sér vel, og minna sig á um hvað barnaverndin snýst? Barnavernd snýst um Vernd barna. Starfsmenn og stjórnendur barnaverndanefnda sveitarfélaga landsins geta eðli málsins skv. aldrei tjáð sig um einstaka mál. Ekki frekar en starfsfólk í leik- og grunnskólum, innan heilbrigðiskerfisins, löggæslu og svo mætti lengi telja. En við sjáum svo sannarlega umfjöllun á þeim sviðum nánast daglega þar sem starfsfólk sem best þekkir til hverju sinni, er duglegt að koma á framfæri upplýsingum um stöðuna í sínum málaflokki. Það sama þarf að gilda um barnaverndina. Þegar greinaskrif blasa svo við fagmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í barnavernd þar sem alvarlega er vegið að starfsheiðri, menntun og tilgangi fólks með störfum sínum, þarf að bregðast við því það er ábyrgðarhluti þeirra sem starfa innan barnaverndar að leiðrétta rangfærslur. Því fagna ég af heilum hug snörum viðbrögðum Félagsráðgjafafélags Íslands með mjög góðri grein formanns félagsins sem birtist þann 27. mars. sl. sem minnir réttilega á, að starfsmenn barnaverndarnefndar sveitarfélaganna og félagsráðgjafar, hafa þeim skyldum að gegna fyrst og fremst að vera málsvarar barna sem búa við óviðunandi uppeldisskilyrði sem gjarnan eru til komin vegna fíknivanda forsjáraðila, ofbeldis eða annars konar vanrækslu. Sem félagsráðgjafi og barnaverndarstarfsmaður til margra ára og þess heldur aðili sem þekkir vel til vanda einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóm, þá frábið ég mér fyrir hönd barnaverndarstarfsfólks þessa lands þann óvandaða málflutning sem viðhafður var í grein um störf barnaverndar þann 26. mars sl. Þess heldur skora ég á að alla að kynna sér störf og sérþekkingu félagsráðgjafa á barnavernd líkt og formaður Félagsráðgjafafélagsins greinir svo vel frá, og hvetja til aukinnar umræðu um málaflokkinn því ég efast um að almenningur geri sér grein fyrir umfangi og þeim fjölda barna sem búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Ennfremur er mikilvægt að vekja athygli á því starfsumhverfi sem hið ómetanlega og dýrmæta starfsfólk barnaverndar, býr við þar sem jafnvel fjölskyldur starfsmanna eru í mörgum tilvikum berskjaldaðar gagnvart hótunum og áreiti svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Þar sem starfsmenn búa við þá ógn í starfi að geta átt hættu á líkamsárásum og þurfa að óttast um eigið öryggi á meðan þeir vinna af heilum hug að því að tryggja öryggi barna sem eiga sér ekki annan málsvara. Þar sem starfsfólk er að brenna upp í starfi vegna álags sem bæði er tilkomið vegna málafjölda og hversu fjandsamlegt starfsumhverfið er orðið. Árlega er haldið upp á 112 daginn og í ár var dagurinn tileinkaður umfjöllun um málefni barna og barnavernd sem var löngu tímabært. Umfjöllunin var mjög vönduð og viðtöl voru við ýmsa sérfræðinga og stjórnendur í barnavernd. Sú vandaða umfjöllun féll því miður í skuggann af æsifréttamennsku sem var í gangi á sama tíma. Hversu dásamlegt væri það nú að geta opnað fjölmiðla einn daginn og séð reglulega vandaðar umfjallanir þar sem markmiðið er að fræða, skapa umræðu og kynna fyrir fólki það ómetanlega starf sem unnið er innan barnaverndar allan sólarhringinn um allt land. Höfundur er félagsráðgjafi og skrifstofustjóri ráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um barnavernd og málefni barna hefur sjaldan verið meiri en nú. Því má þakka mörgum aðilum og ekki síst þeim metnaðarfullu áætlunum sem stjórnvöld hafa nú uppi með markvissum og stórefldum aðgerðum til þess að samþætta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Breytingar eru fyrirhugaðar á núgildandi barnaverndarlögum og verður spennandi að taka þátt í þeirri vinnu þar sem velferð barna skal höfð í forgrunni. Hinsvegar er það svo að starfsfólk barnaverndar, sem er einn viðkvæmasti og flóknasti málaflokkurinn innan velferðarþjónustunnar, fær afar sjaldan tækifæri til þess að vekja athygli á málaflokknum á almennum nótum; hversu margslunginn, flókinn og viðkvæmur hann er og hvað þá síður tækifæri til þess að upplýsa og kynna það mikilvæga starf og starfsumhverfi sem félagsráðgjafar í barnavernd en ekki síður, margar aðrar fagstéttir koma að. Af hverju ætli það sé? Af hverju er umfjöllun um barnavernd gjarnan einhliða, í æsifréttamennskustíl og því miður uppfull af rangfærslum sem einkennast af augljósum skorti þess sem um málaflokkinn fjallar, til þess að kynna sér vel, og minna sig á um hvað barnaverndin snýst? Barnavernd snýst um Vernd barna. Starfsmenn og stjórnendur barnaverndanefnda sveitarfélaga landsins geta eðli málsins skv. aldrei tjáð sig um einstaka mál. Ekki frekar en starfsfólk í leik- og grunnskólum, innan heilbrigðiskerfisins, löggæslu og svo mætti lengi telja. En við sjáum svo sannarlega umfjöllun á þeim sviðum nánast daglega þar sem starfsfólk sem best þekkir til hverju sinni, er duglegt að koma á framfæri upplýsingum um stöðuna í sínum málaflokki. Það sama þarf að gilda um barnaverndina. Þegar greinaskrif blasa svo við fagmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í barnavernd þar sem alvarlega er vegið að starfsheiðri, menntun og tilgangi fólks með störfum sínum, þarf að bregðast við því það er ábyrgðarhluti þeirra sem starfa innan barnaverndar að leiðrétta rangfærslur. Því fagna ég af heilum hug snörum viðbrögðum Félagsráðgjafafélags Íslands með mjög góðri grein formanns félagsins sem birtist þann 27. mars. sl. sem minnir réttilega á, að starfsmenn barnaverndarnefndar sveitarfélaganna og félagsráðgjafar, hafa þeim skyldum að gegna fyrst og fremst að vera málsvarar barna sem búa við óviðunandi uppeldisskilyrði sem gjarnan eru til komin vegna fíknivanda forsjáraðila, ofbeldis eða annars konar vanrækslu. Sem félagsráðgjafi og barnaverndarstarfsmaður til margra ára og þess heldur aðili sem þekkir vel til vanda einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóm, þá frábið ég mér fyrir hönd barnaverndarstarfsfólks þessa lands þann óvandaða málflutning sem viðhafður var í grein um störf barnaverndar þann 26. mars sl. Þess heldur skora ég á að alla að kynna sér störf og sérþekkingu félagsráðgjafa á barnavernd líkt og formaður Félagsráðgjafafélagsins greinir svo vel frá, og hvetja til aukinnar umræðu um málaflokkinn því ég efast um að almenningur geri sér grein fyrir umfangi og þeim fjölda barna sem búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Ennfremur er mikilvægt að vekja athygli á því starfsumhverfi sem hið ómetanlega og dýrmæta starfsfólk barnaverndar, býr við þar sem jafnvel fjölskyldur starfsmanna eru í mörgum tilvikum berskjaldaðar gagnvart hótunum og áreiti svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Þar sem starfsmenn búa við þá ógn í starfi að geta átt hættu á líkamsárásum og þurfa að óttast um eigið öryggi á meðan þeir vinna af heilum hug að því að tryggja öryggi barna sem eiga sér ekki annan málsvara. Þar sem starfsfólk er að brenna upp í starfi vegna álags sem bæði er tilkomið vegna málafjölda og hversu fjandsamlegt starfsumhverfið er orðið. Árlega er haldið upp á 112 daginn og í ár var dagurinn tileinkaður umfjöllun um málefni barna og barnavernd sem var löngu tímabært. Umfjöllunin var mjög vönduð og viðtöl voru við ýmsa sérfræðinga og stjórnendur í barnavernd. Sú vandaða umfjöllun féll því miður í skuggann af æsifréttamennsku sem var í gangi á sama tíma. Hversu dásamlegt væri það nú að geta opnað fjölmiðla einn daginn og séð reglulega vandaðar umfjallanir þar sem markmiðið er að fræða, skapa umræðu og kynna fyrir fólki það ómetanlega starf sem unnið er innan barnaverndar allan sólarhringinn um allt land. Höfundur er félagsráðgjafi og skrifstofustjóri ráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun