Hert markmið + efldar aðgerðir = árangur í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. mars 2021 10:01 Eitt helsta áherslumál mitt sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur verið að snúa við blaðinu í loftslagsmálum. Þegar ég tók við sem ráðherra ríkti kyrrstaða í aðgerðum stjórnvalda á Íslandi. Það skorti sýn, stefnu, áætlanir um samdrátt í losun og fjármagn til þess að fylgja þeim eftir. Ég hef lagt áherslu á að áætlunum fylgi fjármagn, að orðum fylgi efndir. Ég ætla að nefna nokkur dæmi: Á þessu kjörtímabili hefur fjármagn til loftslagsmála, bara í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, aukist um meira en 800%. Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun sem kynnt var í vikunni verða framlög stjórnvalda til loftslagsmála aukin um 1 milljarð króna á ári næsta áratuginn. Árið 2022 verður metár í framlögum til loftslagsmála, þegar 13 milljörðum verður varið til málaflokksins. Metnaðarfyllri markmið Forsætisráðherra tilkynnti efld markmið Íslands í loftslagsmálum á leiðtogafundi í desember síðastliðnum. Þá færðum við markið úr 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, í 55% samdrátt. Þetta gerum við í samfloti við aðrar þjóðir; Evrópusambandið og Noreg. Með þessu fylkjum við liði með metnaðarfyllstu þjóðum heims í loftslagsmálum og þannig á það líka að vera. Efldar aðgerðir Við erum með plan um hvernig við ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka kolefnisbindingu. Planið er lagt fram í Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem kom fyrst út árið 2018 en var uppfærð síðasta sumar. Í vikunni tilkynntum við svo um aðgerðir til viðbótar við þær sem fram koma í aðgerðaáætlun, eða eru nánari útfærsla á þeim. Þessar efldu aðgerðir eru liður í að mæta hertum loftslagsmarkmiðum okkar frá því í desember og verða fjármagnaðar með 1 milljarðs árlegu viðbótarfjármagni til loftslagsmála næstu 10 árin. Aðgerðirnar munu einkum beinast að fjórum þáttum: 1. Náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum Aukinn kraftur settur í endurheimt landgæða, landgræðslu og skógrækt, vernd og endurheimt votlendis. Þessar aðgerðir hafa líka að markmiði að efla og endurheimta lífríki og líffræðilega fjölbreytni. 2. Loftslagsaðgerðir í landbúnaði Loftslagsaðgerðum í landbúnaði verður hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum í gegnum verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður en þar er stefnt að því að fjölga verulega bændum sem taka þátt í verkefninu. 3. Aukinn stuðningur við orkuskipti Orkuskiptum í samgöngum á landi, hafi og í lofti verður hraðað. Í samgöngum á landi verður megináhersla lögð á orkuskipti á sviði ferðaþjónustu og þungaflutninga. Áframhaldandi stuðningur verður við orkuskipti í haftengdri starfsemi með bættum innviðum og nýrri tækni og skoða þarf sérstaklega stuðning við innlenda framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti til að mæta þörfum á komandi árum. 4. Efling umhverfisvænni almenningssamgangna og betri innviðir fyrir virka ferðamáta Áhersla verður lögð á að efla vistvænar almenningssamgöngur með fjölgun umhverfisvænni ferðavagna og að bæta innviði fyrir rafhjól og aðra virka ferðamáta, m.a. með uppsetningu hleðslustöðva. Aðgerðirnar eru settar fram sem hluti af grænni endurreisn eftir kórónuveirufaraldurinn og verða unnar í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs. Áhersla er á að forgangsraða verkefnum sem stuðla að mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Til viðbótar við þetta liggur fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna fjárfestinga sem teljast umhverfisvænar og stuðla að sjálfbærni. Gert er ráð fyrir að þessar ívilnanir muni geta numið um 1,2 milljörðum á ári á árunum 2024-2026. Blaðinu hefur verið snúið við Ég vil meina að með öllu því sem að hefur verið gert í loftslagsmálum á þessu kjörtímabili hafi blaðinu verið snúið við. Aðgerðir okkar hafa snúið að orkuskiptum, kolefnisbindingu, úrgangsmálum, landbúnaði, rannsóknum og vöktun, nýsköpun, margvíslegri reglusetningu, fjölbreyttum skattaafsláttum og styrkjum, svo eitthvað sé nefnt. Það var því sérstaklega ánægjulegt að sjá að í niðurstöðum spánnýrrar umhverfiskönnunar Gallup kemur fram að ánægja með viðleitni stjórnvalda til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist úr 40% í rúmlega 50% frá því í fyrra. Og hlutfall þeirra sem hefur trú á að hægt sé að ná miklum árangri í því að sporna við loftslagsbreytingum fyrir árið 2030 fer úr rúmum 60% í rösk 70%. Það segir mér að fólk hefur trú á þeirri vegferð sem nú er hafin. Við erum farin að sjá árangur Það tekur auðvitað tíma að gera umfangsmiklar breytingar á gangverki samfélagsins, en við erum sannarlega komin á fulla ferð og farin að sjá árangur, eins og bráðabirgðaniðurstöður Umhverfisstofnunar sýna varðandi samdrátt í losun til dæmis frá bílaumferð. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú hafin vinna við að móta framtíðarsýn um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Það er spennandi verkefni sem felur í sér fullt af tækifærum fyrir lágkolefnishagkerfi framtíðarinnar. Stefnum hærra Það er auðvitað ekki annað í boði en að veita umhverfismálum, og þá sérstaklega loftslagsmálum, síaukna athygli, grípa til enn frekari aðgerða og tryggja fjármagn á næstu árum. Því hvernig svo sem veröldin snýst þá er loftslagsváin stóra áskorun samtímans. Þess vegna vil ég sjá okkur stefna enn hærra en hingað til. Byggjum ofan á það sem nú þegar hefur verið gert og gefum hvergi eftir. Það er eina leiðin framávið – og líka sú rétta. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt helsta áherslumál mitt sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur verið að snúa við blaðinu í loftslagsmálum. Þegar ég tók við sem ráðherra ríkti kyrrstaða í aðgerðum stjórnvalda á Íslandi. Það skorti sýn, stefnu, áætlanir um samdrátt í losun og fjármagn til þess að fylgja þeim eftir. Ég hef lagt áherslu á að áætlunum fylgi fjármagn, að orðum fylgi efndir. Ég ætla að nefna nokkur dæmi: Á þessu kjörtímabili hefur fjármagn til loftslagsmála, bara í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, aukist um meira en 800%. Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun sem kynnt var í vikunni verða framlög stjórnvalda til loftslagsmála aukin um 1 milljarð króna á ári næsta áratuginn. Árið 2022 verður metár í framlögum til loftslagsmála, þegar 13 milljörðum verður varið til málaflokksins. Metnaðarfyllri markmið Forsætisráðherra tilkynnti efld markmið Íslands í loftslagsmálum á leiðtogafundi í desember síðastliðnum. Þá færðum við markið úr 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, í 55% samdrátt. Þetta gerum við í samfloti við aðrar þjóðir; Evrópusambandið og Noreg. Með þessu fylkjum við liði með metnaðarfyllstu þjóðum heims í loftslagsmálum og þannig á það líka að vera. Efldar aðgerðir Við erum með plan um hvernig við ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka kolefnisbindingu. Planið er lagt fram í Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem kom fyrst út árið 2018 en var uppfærð síðasta sumar. Í vikunni tilkynntum við svo um aðgerðir til viðbótar við þær sem fram koma í aðgerðaáætlun, eða eru nánari útfærsla á þeim. Þessar efldu aðgerðir eru liður í að mæta hertum loftslagsmarkmiðum okkar frá því í desember og verða fjármagnaðar með 1 milljarðs árlegu viðbótarfjármagni til loftslagsmála næstu 10 árin. Aðgerðirnar munu einkum beinast að fjórum þáttum: 1. Náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum Aukinn kraftur settur í endurheimt landgæða, landgræðslu og skógrækt, vernd og endurheimt votlendis. Þessar aðgerðir hafa líka að markmiði að efla og endurheimta lífríki og líffræðilega fjölbreytni. 2. Loftslagsaðgerðir í landbúnaði Loftslagsaðgerðum í landbúnaði verður hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum í gegnum verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður en þar er stefnt að því að fjölga verulega bændum sem taka þátt í verkefninu. 3. Aukinn stuðningur við orkuskipti Orkuskiptum í samgöngum á landi, hafi og í lofti verður hraðað. Í samgöngum á landi verður megináhersla lögð á orkuskipti á sviði ferðaþjónustu og þungaflutninga. Áframhaldandi stuðningur verður við orkuskipti í haftengdri starfsemi með bættum innviðum og nýrri tækni og skoða þarf sérstaklega stuðning við innlenda framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti til að mæta þörfum á komandi árum. 4. Efling umhverfisvænni almenningssamgangna og betri innviðir fyrir virka ferðamáta Áhersla verður lögð á að efla vistvænar almenningssamgöngur með fjölgun umhverfisvænni ferðavagna og að bæta innviði fyrir rafhjól og aðra virka ferðamáta, m.a. með uppsetningu hleðslustöðva. Aðgerðirnar eru settar fram sem hluti af grænni endurreisn eftir kórónuveirufaraldurinn og verða unnar í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs. Áhersla er á að forgangsraða verkefnum sem stuðla að mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Til viðbótar við þetta liggur fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna fjárfestinga sem teljast umhverfisvænar og stuðla að sjálfbærni. Gert er ráð fyrir að þessar ívilnanir muni geta numið um 1,2 milljörðum á ári á árunum 2024-2026. Blaðinu hefur verið snúið við Ég vil meina að með öllu því sem að hefur verið gert í loftslagsmálum á þessu kjörtímabili hafi blaðinu verið snúið við. Aðgerðir okkar hafa snúið að orkuskiptum, kolefnisbindingu, úrgangsmálum, landbúnaði, rannsóknum og vöktun, nýsköpun, margvíslegri reglusetningu, fjölbreyttum skattaafsláttum og styrkjum, svo eitthvað sé nefnt. Það var því sérstaklega ánægjulegt að sjá að í niðurstöðum spánnýrrar umhverfiskönnunar Gallup kemur fram að ánægja með viðleitni stjórnvalda til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist úr 40% í rúmlega 50% frá því í fyrra. Og hlutfall þeirra sem hefur trú á að hægt sé að ná miklum árangri í því að sporna við loftslagsbreytingum fyrir árið 2030 fer úr rúmum 60% í rösk 70%. Það segir mér að fólk hefur trú á þeirri vegferð sem nú er hafin. Við erum farin að sjá árangur Það tekur auðvitað tíma að gera umfangsmiklar breytingar á gangverki samfélagsins, en við erum sannarlega komin á fulla ferð og farin að sjá árangur, eins og bráðabirgðaniðurstöður Umhverfisstofnunar sýna varðandi samdrátt í losun til dæmis frá bílaumferð. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú hafin vinna við að móta framtíðarsýn um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Það er spennandi verkefni sem felur í sér fullt af tækifærum fyrir lágkolefnishagkerfi framtíðarinnar. Stefnum hærra Það er auðvitað ekki annað í boði en að veita umhverfismálum, og þá sérstaklega loftslagsmálum, síaukna athygli, grípa til enn frekari aðgerða og tryggja fjármagn á næstu árum. Því hvernig svo sem veröldin snýst þá er loftslagsváin stóra áskorun samtímans. Þess vegna vil ég sjá okkur stefna enn hærra en hingað til. Byggjum ofan á það sem nú þegar hefur verið gert og gefum hvergi eftir. Það er eina leiðin framávið – og líka sú rétta. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun