Að rjúfa stöðnun á húsnæðismarkaði Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 25. mars 2021 19:01 Stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni er og hefur verið viðvarandi vandamál í mörgum byggðum landsins undanfarna áratugi og hefur hindrað atvinnuuppbyggingu og eðlilega samfélagsþróun. Að rjúfa þá stöðnun er brýnt og stórt byggðaverkefni sem kallar á fjölþættar aðgerðir stjórnvalda. Við upphaf kjörtímabilsins settum við húsnæðismál á landsbyggðinni á oddinn. Í stjórnarsáttmálanum kemur fram að stuðla skuli að eflingu og auknu jafnvægi á húsnæðismarkaði, óháð búsetu. Í skýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um þróun húsnæðismarkaðar utan suðvesturhornsins, sem kom út á dögunum, er það augljósa staðfest, þ.e. að stöðnun hefur ríkt í húsnæðismálum margra byggðarlaga. Í sömu skýrslu er einnig farið yfir ástæður þess að uppbygging á landsbyggðinni hefur verið sáralítil í samanburði við höfuðborgarsvæðið. „Helstu ástæður má rekja til þess að víða á landsbyggðinni stendur söluverð eigna ekki undir byggingarkostnaði, seljanleiki eigna er minni og fólksfækkun hefur verið í sumum sveitarfélögum sem veldur minni eftirspurn. Á sama tíma hefur fjölgun verið í öðrum sveitarfélögum sem hefur skapað húsnæðisskort. Þá hafa lánastofnanir haft minni áhuga á að lána til íbúðakaupa og íbúðauppbyggingar á landsbyggðinni,“ segir í skýrslunni Þær aðgerðir sem við höfum farið í á þessu kjörtímabili í húsnæðismálum undir forystu Framsóknar snúa einmitt að þessum þáttum og ráðast að rót vandans. Það eru sérstök landsbyggðarlán, stofnframlög og byggðaframlög, hlutdeildarlán, samstarf við opinbera leigufélagið Bríeti og tilraunaverkefni á vegum HMS í samstarfi við sveitafélög. Á dögunum kynnti svo Ásmundur Einar félags- og barnamálaráðherra nýtt verkefni, Tryggð Byggð, sem er samstarfsvettvangur allra þeirra sem koma að húsnæðismálum á landsbyggðinni. Vefur verkefnisins sýnir svart á hvítu að árangurinn af þessum aðgerðum hefur ekki látið á sér standa en framkvæmdir eru hafnar við yfir 400 íbúðir í 34 sveitafélögum og heildarfjárfestingin nálgast 10 milljarða. Upplýsingarnar á vefnum geta nýst öllum sem huga að byggingu húsnæðis á landsbyggðinni við leit að leiðum og fyrirmyndum. Það er mikilvægt að við höldum áfram á þessari braut inn í framtíðina og tryggjum aðgengi að fjölbreyttum húsnæðiskostum við hæfi, óháð búsetu. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Húsnæðismál Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni er og hefur verið viðvarandi vandamál í mörgum byggðum landsins undanfarna áratugi og hefur hindrað atvinnuuppbyggingu og eðlilega samfélagsþróun. Að rjúfa þá stöðnun er brýnt og stórt byggðaverkefni sem kallar á fjölþættar aðgerðir stjórnvalda. Við upphaf kjörtímabilsins settum við húsnæðismál á landsbyggðinni á oddinn. Í stjórnarsáttmálanum kemur fram að stuðla skuli að eflingu og auknu jafnvægi á húsnæðismarkaði, óháð búsetu. Í skýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um þróun húsnæðismarkaðar utan suðvesturhornsins, sem kom út á dögunum, er það augljósa staðfest, þ.e. að stöðnun hefur ríkt í húsnæðismálum margra byggðarlaga. Í sömu skýrslu er einnig farið yfir ástæður þess að uppbygging á landsbyggðinni hefur verið sáralítil í samanburði við höfuðborgarsvæðið. „Helstu ástæður má rekja til þess að víða á landsbyggðinni stendur söluverð eigna ekki undir byggingarkostnaði, seljanleiki eigna er minni og fólksfækkun hefur verið í sumum sveitarfélögum sem veldur minni eftirspurn. Á sama tíma hefur fjölgun verið í öðrum sveitarfélögum sem hefur skapað húsnæðisskort. Þá hafa lánastofnanir haft minni áhuga á að lána til íbúðakaupa og íbúðauppbyggingar á landsbyggðinni,“ segir í skýrslunni Þær aðgerðir sem við höfum farið í á þessu kjörtímabili í húsnæðismálum undir forystu Framsóknar snúa einmitt að þessum þáttum og ráðast að rót vandans. Það eru sérstök landsbyggðarlán, stofnframlög og byggðaframlög, hlutdeildarlán, samstarf við opinbera leigufélagið Bríeti og tilraunaverkefni á vegum HMS í samstarfi við sveitafélög. Á dögunum kynnti svo Ásmundur Einar félags- og barnamálaráðherra nýtt verkefni, Tryggð Byggð, sem er samstarfsvettvangur allra þeirra sem koma að húsnæðismálum á landsbyggðinni. Vefur verkefnisins sýnir svart á hvítu að árangurinn af þessum aðgerðum hefur ekki látið á sér standa en framkvæmdir eru hafnar við yfir 400 íbúðir í 34 sveitafélögum og heildarfjárfestingin nálgast 10 milljarða. Upplýsingarnar á vefnum geta nýst öllum sem huga að byggingu húsnæðis á landsbyggðinni við leit að leiðum og fyrirmyndum. Það er mikilvægt að við höldum áfram á þessari braut inn í framtíðina og tryggjum aðgengi að fjölbreyttum húsnæðiskostum við hæfi, óháð búsetu. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun