Kerfisbreyting – betri vinnutími Sandra B. Franks skrifar 25. mars 2021 14:59 Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. Útfærslan á þessum breytingum er ólík hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki, og krefst innleiðingin á þessu mikils undirbúnings. Styttri vinnuvika 1. janúar 2021 Innleiðing styttri vinnuviku hjá sjúkraliðum í dagvinnu átti að ljúka um síðustu áramót. Samkomulag er um að vinnutíminn styttast um 13 mínútum á dag, í allt að fjórar klukkustundir á viku. Stjórnendur og starfsfólk hafa lagt mat á hversu mikil styttingin getur orðið og hvernig útfærslan verður á hverjum stað fyrir sig. Tilkynningar frá vinnustöðum sjúkraliða hafa borist til Sjúkraliðafélag Íslands sem sýna að allflestir hafa ákveðið að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir á viku. Betri vinnutími 1. maí 2021 Í vaktavinnu verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar stundir, en að hámarki um átta klukkustundir, miðað við fullt starf hjá þeim sem eru með þyngstu vaktabyrðina. Með þessum breytingum er í raun gengið að kröfum sjúkraliða um að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Breytingin mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Sjúkraliðar sem eru í vaktavinnu hafa í gegnum árin sagt að mikill tími fari í að vinda ofan af breytilegum vinnutíma og í reynd sé lítil hvíld á milli vakta. Raunverulegt frí sé því lítið sem ekkert. Af þessum sökum hefur það reynst illmögulegt fyrir sjúkraliða í vaktavinnu að vera í 100% starfi. Allflestir, eða yfir 90% félagsmanna eru í hlutastarfi. Eftir breytingarnar munu sjúkraliðar geta unnið jafnmargar stundir og áður, og aukið þannig starfshlutfall sitt og þar með hækkað laun sín. Kostnaður vegna betri vinnutíma tryggður Með þessu nýja vaktavinnufyrirkomulagi tekur launamyndun mið af öðrum þáttum en áður og mun umbuna mest þeim sem eru í háu starfshlutfalli og með þunga vaktabyrði. Ástæðan fyrir því er að slíkt vinnufyrirkomulag ógnar öryggi og heilsu starfsfólks meira en allt annað. Dæmi sem styður það er veikindahlutfall sjúkraliða á Landspítala sem er um 11% á meðan veikindahlutfall starfsmanna á almennum vinnumarkaði er að meðaltali um 4%. Á vaktavinnustöðum þar sem manna þarf vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn mun styttingin kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Á mörgum vaktavinnustöðum verður til mönnunargat og þá þarf að fjölga stöðugildum. Það hefur verið vitað frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamninga. Þá er einnig tekið sérstaklega fram að starfsfólk eigi ekki að lækka í launum við þessar breytingar. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur verið og er ófrávíkjanleg krafa Sjúkraliðafélags Íslands. Samtal, samráð og samvinna Innleiðing á betri vinnutíma er kerfisbreyting sem gerist ekki af sjálfu sér. Við öll, sem að þessu verkefni koma, þurfum að taka höndum saman svo innleiðingin skili því sem samið var um. Undanfarið hafa stjórnendur staðið í ströngu þar sem þeim var falið að taka samtöl við starfsmenn, meta starfsmannaþörf, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að mæta styttingunni þar sem þörf er á. Sjúkraliðar hafa líka staðið frammi fyrir miklum áskorunum og þurft að treysta á ógegnsætt tímastjórnunarkerfi sem er enn í smíðum, nálgast breytingarnar á vinnutíma sínum með nýjum hætti og sýna því sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Í kerfisbreytingunni felast tækifæri og áskoranir sem við sjúkraliðar, samstarfsfélagar og stjórnendur, verðum í samtali, samráði og samvinnu að nýta til hins ítrasta til að bæta vinnustaðamenninguna, okkur öllum til hagsbóta. Til þess að það gangi eftir þurfum við öll að taka höndum saman til að takast á við þetta krefjandi samvinnuverkefni og hjálpast að svo við öll getum notið ávinningsins af styttri vinnuviku - betri vinnutíma. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Sandra B. Franks Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. Útfærslan á þessum breytingum er ólík hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki, og krefst innleiðingin á þessu mikils undirbúnings. Styttri vinnuvika 1. janúar 2021 Innleiðing styttri vinnuviku hjá sjúkraliðum í dagvinnu átti að ljúka um síðustu áramót. Samkomulag er um að vinnutíminn styttast um 13 mínútum á dag, í allt að fjórar klukkustundir á viku. Stjórnendur og starfsfólk hafa lagt mat á hversu mikil styttingin getur orðið og hvernig útfærslan verður á hverjum stað fyrir sig. Tilkynningar frá vinnustöðum sjúkraliða hafa borist til Sjúkraliðafélag Íslands sem sýna að allflestir hafa ákveðið að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir á viku. Betri vinnutími 1. maí 2021 Í vaktavinnu verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar stundir, en að hámarki um átta klukkustundir, miðað við fullt starf hjá þeim sem eru með þyngstu vaktabyrðina. Með þessum breytingum er í raun gengið að kröfum sjúkraliða um að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Breytingin mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Sjúkraliðar sem eru í vaktavinnu hafa í gegnum árin sagt að mikill tími fari í að vinda ofan af breytilegum vinnutíma og í reynd sé lítil hvíld á milli vakta. Raunverulegt frí sé því lítið sem ekkert. Af þessum sökum hefur það reynst illmögulegt fyrir sjúkraliða í vaktavinnu að vera í 100% starfi. Allflestir, eða yfir 90% félagsmanna eru í hlutastarfi. Eftir breytingarnar munu sjúkraliðar geta unnið jafnmargar stundir og áður, og aukið þannig starfshlutfall sitt og þar með hækkað laun sín. Kostnaður vegna betri vinnutíma tryggður Með þessu nýja vaktavinnufyrirkomulagi tekur launamyndun mið af öðrum þáttum en áður og mun umbuna mest þeim sem eru í háu starfshlutfalli og með þunga vaktabyrði. Ástæðan fyrir því er að slíkt vinnufyrirkomulag ógnar öryggi og heilsu starfsfólks meira en allt annað. Dæmi sem styður það er veikindahlutfall sjúkraliða á Landspítala sem er um 11% á meðan veikindahlutfall starfsmanna á almennum vinnumarkaði er að meðaltali um 4%. Á vaktavinnustöðum þar sem manna þarf vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn mun styttingin kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Á mörgum vaktavinnustöðum verður til mönnunargat og þá þarf að fjölga stöðugildum. Það hefur verið vitað frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamninga. Þá er einnig tekið sérstaklega fram að starfsfólk eigi ekki að lækka í launum við þessar breytingar. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur verið og er ófrávíkjanleg krafa Sjúkraliðafélags Íslands. Samtal, samráð og samvinna Innleiðing á betri vinnutíma er kerfisbreyting sem gerist ekki af sjálfu sér. Við öll, sem að þessu verkefni koma, þurfum að taka höndum saman svo innleiðingin skili því sem samið var um. Undanfarið hafa stjórnendur staðið í ströngu þar sem þeim var falið að taka samtöl við starfsmenn, meta starfsmannaþörf, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að mæta styttingunni þar sem þörf er á. Sjúkraliðar hafa líka staðið frammi fyrir miklum áskorunum og þurft að treysta á ógegnsætt tímastjórnunarkerfi sem er enn í smíðum, nálgast breytingarnar á vinnutíma sínum með nýjum hætti og sýna því sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Í kerfisbreytingunni felast tækifæri og áskoranir sem við sjúkraliðar, samstarfsfélagar og stjórnendur, verðum í samtali, samráði og samvinnu að nýta til hins ítrasta til að bæta vinnustaðamenninguna, okkur öllum til hagsbóta. Til þess að það gangi eftir þurfum við öll að taka höndum saman til að takast á við þetta krefjandi samvinnuverkefni og hjálpast að svo við öll getum notið ávinningsins af styttri vinnuviku - betri vinnutíma. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar